Hvernig Airbnb gætir öryggis gestgjafa
Aðalatriði
- Vernd á borð við AirCover fyrir gestgjafa hjálpar þér að taka áhyggjulaust á móti gestum
- Sérhæfða þjónustuverið okkar er í boði á 62 tungumálum
Hvort sem þú ert nýr gestgjafi eða ert að kynna þér málin gætir þú haft spurningar sem lúta að því hvernig þú getur verndað eign þína og eigur þegar ferðamenn gista á heimilinu. Það er mjög sjaldgæft að tjón eða öryggisvandamál komi upp en Airbnb býður upp á margskonar vernd fyrir gestgjafa og gesti.
Notendalýsingar og umsagnir
Airbnb hjálpar þér að kynnast gestum. Ef þú býður hraðbókun getur þú sérsniðið stillingarnar hjá þér til að leggja viðbótarkröfur á gesti umfram bókunarkröfur okkar til allra gesta. Ef þú vilt staðfesta bókunarbeiðnir handvirkt getur þú skoðað notendalýsingar gesta og lesið umsagnir fyrri gestgjafa áður en þú samþykkir tiltekna bókun.
Þar sem gestgjafar og gestir geta aðeins veitt hvor öðrum umsögn eftir að bókun er lokið getur þú treyst því að umsögnin sé byggð á raunverulegri upplifun. Þú getur einnig notað örugga skilaboðakerfi Airbnb til að spyrja spurninga og greina frá væntingum hvenær sem er áður en gestur gistir hjá þér.
AirCover fyrir gestgjafa
AirCover fyrir gestgjafa veitir öllum gestgjöfum á Airbnb vernd frá A til Ö. Það felur í sér öryggisráðstafanir eins og staðfestingu á auðkenni gesta áður en ferð hefst og tækni sem skimar bókanir til að draga úr líkum á truflandi samkvæmum og eignatjóni.
AirCover fyrir gestgjafa felur í sér ábyrgðartryggingu gestgjafa upp að 1 milljón Bandaríkjadala og eignavernd gestgjafa upp að 3 milljónum Bandaríkjadala sem nær yfir listmuni, verðmæta muni, bíla sem lagt er í stæði, báta, önnur ökutæki og fleira.
Grunnreglur
Grunnreglur fyrir gesti eru viðmið sem hægt er að framfylgja og allir gestir þurfa að fara eftir. Samkvæmt grunnreglunum þurfa gestir að ganga vel um eignir, fylgja húsreglum, láta vita tímanlega komi eitthvað upp á og skilja við heimilið þannig að ekki þurfi að þrífa óhóflega mikið. Allir gestir sem bóka verða að ganga að þessum reglum fyrir bókun.
Aðgangsöryggi
Airbnb beitir fjölda öryggisráðstafana til að standa vörð um aðgang notenda — til dæmis með viðbótarsannvottun þegar einhver skráir sig inn úr nýjum síma eða tölvu — og við sendum út viðvaranir þegar breytingar eru gerðar á aðgangi. Ef þú notar Airbnb í gegnum allt ferlið (í samskiptum, við bókun og greiðslu) nýtur þú góðs af reglum og vernd Airbnb.
Aðstoð allan sólarhringinn
Alþjóðlegt þjónustuver Airbnb er til taks á 62 tungumálum til að aðstoða við hluti eins og:
- Endurbókun
- Endurgreiðslur
- Málamiðlun
Eftirfarandi vernd sem heyrir undir AirCover fyrir gestgjafa, nánar tiltekið eignavernd gestgjafa, ábyrgðartrygging gestgjafa og ábyrgðartrygging upplifana gildir hvorki um gestgjafa sem bjóða gistingu eða upplifanir í Japan þar sem japanska gestgjafatryggingin og japanska upplifunartryggingin gilda, né gestgjafa sem bjóða gistingu í gegnum Airbnb Travel LLC. Gestgjafaverndin í Kína gildir um gestgjafa sem buðu gistingu eða upplifanir á meginlandi Kína. Hafðu í huga að öll tryggingarmörk eru sýnd í Bandaríkjadölum.
Ábyrgðartrygging gestgjafa og ábyrgðartrygging upplifana eru vátryggðar af utanaðkomandi tryggingarfélögum. Ef þú býður gistingu í Bretlandi er ábyrgðartrygging gestgjafa vátryggð af Zurich Insurance Company Ltd. og gerð upp án nokkurs viðbótarkostnaðar fyrir gestgjafa í Bretlandi af Airbnb U.K. Services Limited, tilnefndum fulltrúa Aon U.K. Limited, sem er með heimild og undir eftirliti fjármálaeftirlitsins (FCA). Skráningarnúmer Aon hjá FCA er 310451. Þú getur staðfest upplýsingarnar með því að skoða fjármálaþjónustuskrána eða með því að hafa samband við FCA í síma 0800 111 6768. Reglur hvað varðar ábyrgðartryggingu gestgjafa og ábyrgðartryggingu upplifana samkvæmt AirCover fyrir gestgjafa sæta eftirliti breska fjármálaeftirlitsins (FCA). Aðrar vörur og þjónusta eru ekki eftirlitsskyldar vörur í umsjá Airbnb UK Services Limited. FPAFF405LC
Eignavernd gestgjafa er ekki vátrygging og tengist ekki ábyrgðartryggingu gestgjafa. Samkvæmt eignavernd gestgjafa færðu endurgreiðslu vegna tiltekins tjóns sem gestir valda á heimili þínu og eigum ef gesturinn greiðir ekki fyrir tjónið. Samningsbundnar skyldur Airbnb samkvæmt eignavernd gestgjafa falla undir vátryggingu sem Airbnb kaupir fyrir skráningar á eignum í Washington-fylki. Eignavernd gestgjafa er háð skilmálum, skilyrðum og undanþágum.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
Aðalatriði
- Vernd á borð við AirCover fyrir gestgjafa hjálpar þér að taka áhyggjulaust á móti gestum
- Sérhæfða þjónustuverið okkar er í boði á 62 tungumálum