Aðgengi hjá Airbnb
Svona auðveldum við ferðalög hjá okkur.
Endurbættar leitarsíur
Við höfum einfaldað aðgengissíurnar okkar til að bjóða enn betri leitarupplifun.

Aðgengis- yfirferð
Við yfirförum alla aðgengiseiginleika sem heimilisgestgjafar láta vita af til að tryggja að allt standist.

Einstaklingsspjall við gestgjafa
Spjallaðu við gestgjafa til að fá frekari upplýsingar um aðgengiseiginleika gistingar eða upplifunar.


Hvernig við aukum aðgengi allra að Airbnb
Sérhæfðir starfshópar
Hjá Airbnb starfa teymi við að búa til vörur sem allir geta notað. Þessi teymi vinna með tölvunarfræðingum, hönnuðum og öðrum í fyrirtækinu til að tryggja að vörurnar séu búnar til með aðgengi í huga.
Rannsóknir og hagsmunagæsla
Við stundum rannsóknir með fólki sem hefur aðgengisþarfir og vinnum með sérfræðingum í samfélaginu. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í umræðufundi um aðgengi á Airbnb skaltu fylla út rannsóknareyðublað okkar um aðgengi.
Stafrænir aðgengisstaðlar
Við vinnum nú að stafrænum aðgengisstöðlum samkvæmt leiðbeinandi tilmælum um aðgengi að vefefni. Við höfum einnig fjárfest í sjálfvirkum prófunartólum til að greina fleiri vandamál.