Nýtt og endurbætt AirCover fyrir gestgjafa

Vernd frá A til Ö. Alltaf innifalin og kostar aldrei neitt. Einungis á Airbnb.
Airbnb skrifaði þann 11. maí 2022
5 mín. lestur
Síðast uppfært 21. júl. 2023

Athugasemd ritstjóra: Þessi grein var birt sem hluti af vetrarútgáfu Airbnb 2022. Upplýsingar gætu hafa breyst frá fyrstu birtingu. Frekari upplýsingar um nýjustu útgáfu okkar.

AirCover fyrir gestgjafa veitir vernd frá A til Ö í hvert sinn sem þú býður eignina þína á Airbnb. Nú er enn meiri vernd innifalin með staðfestingu á auðkenni gesta, bókunarskimun, eignavernd upp að 3 milljónum Bandaríkjadala, vernd fyrir verðmæti, bíla og báta innan lóðar.

Staðfesting á auðkenni gests

Traust samfélagsins okkar byggist á því að vita að bæði gestgjafar og gestir séu þeir sem þeir segjast vera. Við höfum útvíkkað staðfestingu á auðkenni til allra gesta sem bóka ferðir til 35 vinsælustu landanna og svæðanna á Airbnb—en það eru 90% af öllum bókunum. Við munum útvíkka staðfestingu á auðkenni til alls heimsins snemma árs 2023 svo að hún verður notuð fyrir 100% bókana hjá okkur.

Við munum áfram skoða bakgrunn allra gesta í Bandaríkjunum fyrir fyrstu dvöl þeirra og athuga hvort bókunargestir séu á tilteknum vöktunar- eða viðurlagalistum.

Við höfum einnig breytt kröfum fyrir hraðbókun í framhaldi af útvíkkun staðfestingar á auðkenni gesta. Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar um staðfestingu á auðkenni gesta

Tækni fyrir bókunarskimun

Við erum að byrja með tækni til að skima bókanir en sem gagnast við að draga úr líkum á truflandi samkvæmum og eignatjóni í Bandaríkjunum og Kanada. Við prófuðum bókunarskimun í Ástralíu og komumst að því að óleyfilegum samkvæmum fækkaði um 35% meðan á prófunum stóð.

Skimunartækni okkar metur um 100 þætti varðandi bókanir og lokar fyrir tilteknar bókanir til að draga úr líkum á truflandi samkvæmum og eignatjóni. Við ætlum að bæta þessari tækni við allar bókanir um allan heim snemma á árinu 2023.

Frekari upplýsingar um bókunarskimun

Aukin tjónavernd

Í meira en áratug hefur Airbnb boðið gestgjöfum okkar markaðsleiðandi vernd gegn tjóni. Í dag bætum við eftirfarandi vernd við AirCover fyrir gestgjafa:

  • 3 milljón Bandaríkjadala eignavernd: Við erum að þrefalda eignaverndina úr 1 milljón Bandaríkjadala í 3 milljónir Bandaríkjadala—sem nær bæði yfir heimilið sjálft og innbúið.
  • List- og verðmunavernd: Við veitum vernd fyrir meira af dýrum listmunum, skartgripum og safngripum, sem hægt verður að gera við eða skipta út miðað við verðmat við tjón.
  • Bifreiða- og bátavernd: Við veitum tjónavernd fyrir bifreiðar, báta og önnur vatnsför sem er lagt eða geymt innan lóðar.

Nýja verndin bætist við það sem er nú þegar innifalið með AirCover fyrir gestgjafa:

  • Öryggisaðstoð allan sólarhringinn: Ef þú óttast um öryggi þitt hefur þú aðgang að sérþjálfuðum öryggisfulltrúum, dag sem nótt, með einu pikki úr appinu okkar.
  • Vernd gegn tjóni vegna gæludýra: Við greiðum fyrir tjón af völdum gæludýra.
  • Djúphreinsun: Við endurgreiðum fyrir aukalega hreingerningaþjónustu, sé hún nauðsynleg til að fjarlægja bletti og reykingalykt.
  • Tekjutapsvernd: Við endurgreiðum þér tekjutap séu staðfestar bókanir á Airbnb felldar niður vegna tjóns af völdum gesta.
Frekari upplýsingar um eignavernd gestgjafa

Einfaldara endurgreiðsluferli

Þið sögðuð okkur að endurgreiðsluferlið væri of flókið. Í kjölfar athugasemda ykkar höfum við einfaldað endurgreiðsluferlið.

Ef gestur veldur tjóni á fasteign eða munum er hægt að nota úrlausnarmiðstöðina okkar til að senda endurgreiðslubeiðni í nokkrum skrefum—og fylgjast með ferlinu frá beiðni til útborgunar. Beiðnin er fyrst send gestinum. Svari gesturinn hvorki, né greiði innan sólarhrings, getur þú óskað eftir aðstoð Airbnb.

Ofurgestgjafar (með eignir utan Washington-fylkis í Bandaríkjunum) njóta einnig forgangsaðstoðar og fá endurgreitt fyrr.

Ábyrgðartrygging gestgjafa upp að 1 milljón Bandaríkjadala

Ábyrgðartrygging gestgjafa, sem er hluti af AirCover fyrir gestgjafa, veitir vernd ef svo ólíklega vill til að gestur verði fyrir meiðslum eða fyrir því að eigur skemmist eða þeim sé stolið í dvöl. Verndin nær einnig yfir einstaklinga sem hjálpa til við gestaumsjónina, svo sem samgestgjafa og ræstitækna.

Myndist lagaleg ábyrgð veitir ábyrgðartrygging gestgjafa vernd vegna eftirfarandi:

  • Líkamstjóns gesta (eða annarra)
  • Tjóns eða þjófnaðar á munum gesta (eða annarra)
  • Tjóns af völdum gesta (eða annarra) á sameign eins og anddyri bygginga og fasteignum í nágrenninu

Ef þú þarft að leggja fram kröfu notar þú einfaldlega skráningareyðublaðið fyrir ábyrgðartrygginguna. Við sendum upplýsingarnar frá þér til óháðs vátryggingafélags sem við treystum sem mun fela fulltrúa sínum að vinna úr kröfunni. Fulltrúinn mun leysa úr kröfunni samkvæmt vátryggingarskilmálunum.

Ef þú ert upplifunargestgjafi nýtur þú verndar ábyrgðartryggingar upplifana.

Frekari upplýsingar um ábyrgðartryggingu gestgjafa

Eignavernd gestgjafa, sem heyrir undir AirCover fyrir gestgjafa, ábyrgðartrygging gestgjafa og ábyrgðartrygging upplifana, gilda hvorki um gestgjafa sem bjóða gistingu eða upplifanir í Japan, þar sem japanska gestgjafatryggingin og japanska upplifunartryggingin gilda, né gestgjafa sem bjóða gistingu í gegnum Airbnb Travel LLC. Fyrir gestgjafa sem bjóða gistingu eða upplifanir á meginlandi Kína gildir gestgjafaverndin í Kína. Hafðu í huga að öll tryggingarmörk eru sýnd í Bandaríkjadölum.

Ábyrgðartrygging gestgjafa og ábyrgðartrygging upplifana eru vátryggðar af utanaðkomandi tryggingarfélögum. Ef þú býður gistingu í Bretlandi eru ábyrgðartrygging gestgjafa og ábyrgðartrygging upplifana vátryggðar af Zurich Insurance Company Ltd. og gerðar upp án nokkurs viðbótarkostnaðar fyrir gestgjafa í Bretlandi, af Airbnb U.K. Services Limited, tilnefndum fulltrúa Aon U.K. Limited, sem er með heimild og undir eftirliti fjármálaeftirlitsins (FCA). Skráningarnúmer Aon hjá FCA er 310451. Þú getur staðfest upplýsingarnar með því að skoða fjármálaþjónustuskrána eða með því að hafa samband við FCA í síma 0800 111 6768. Reglur hvað varðar ábyrgðartryggingu gestgjafa og ábyrgðartryggingu upplifana samkvæmt AirCover fyrir gestgjafa sæta eftirliti breska fjármálaeftirlitsins. Annar varningur og þjónusta af hálfu Airbnb UK Services Limited eru ekki háð eftirliti. FPAFF609LC

Eignavernd gestgjafa er ekki vátrygging og tengist ekki ábyrgðartryggingu gestgjafa. Samningsbundnar skyldur Airbnb samkvæmt eignavernd gestgjafa falla undir vátryggingu sem Airbnb kaupir fyrir skráningar á eignum í Washington-fylki. Þessir skilmálar eignaverndar gestgjafa gilda fyrir gestgjafa með skráða búsetu eða starfsstöð utan Ástralíu. Ef gestgjafar hafa skráða búsetu eða starfa innan Ástralíu er eignavernd gestgjafa háð skilmálum eignaverndar gestgjafa fyrir ástralska notendur.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
11. maí 2022
Kom þetta að gagni?