AirCover fyrir gestgjafa

Vernd frá A til Ö.
Alltaf innifalin og kostar aldrei neitt.
Einungis á Airbnb.

Staðfesting á auðkenni gesta

Ítarlegt staðfestingarkerfi okkar fer yfir upplýsingar eins og nafn, heimilisfang, opinber skilríki og fleira til að staðfesta auðkenni gesta sem bóka á Airbnb.

Skimun á bókun

Þessi tækni sem við búum yfir greinir hundruð þátta í hverri bókun og lokar á tilteknar bókanir sem bera þess merki að líkur séu á samkvæmishaldi sem gæti valdið truflunum og eignatjóni.

Eignavernd upp að 3 m. Bandaríkjadala

Airbnb endurgreiðir þér vegna tjóns sem gestir valda á heimili þínu og eigum og veitir þér þessa sértæku vernd:

List og verðmæti

Airbnb mun endurbæta, skipta út eða greiða þér fyrir skemmda listmuni eða verðmæti.

Bifreiðar og bátar

Við veitum vernd fyrir bifreiðar, báta og önnur farartæki notuð á vatni sem þú leggur eða geymir á heimili þínu.

Gæludýratjón

Við greiðum fyrir viðgerðarkostnað ef gæludýr gests veldur tjóni.

Tekjutap

Ef þú þarft að fella niður bókanir á Airbnb vegna tjóns af völdum gesta færð þú tekjutapið bætt.

Djúphreinsun

Við endurgreiðum þér fyrir viðbótarþrif ef þeirra er þörf eftir dvöl gests, til dæmis vegna teppahreinsunarþjónustu.

Ábyrgðartrygging upp að 1 m. Bandaríkjadala

Þú nýtur verndar ef svo ólíklega vill til að gestur verði fyrir meiðslum, eigur viðkomandi skemmist eða þeim sé stolið.

Öryggisaðstoð allan sólarhringinn

Ef þú óttast um öryggi þitt hefur þú aðgang að sérþjálfuðum öryggisfulltrúum, dag sem nótt, með einu pikki úr appinu okkar.

Frekari upplýsingar um hvaða vernd er innifalin í AirCover fyrir gestgjafa ásamt öllum undanþágum sem eiga við.

AirCover er aðeins í boði hjá Airbnb

Airbnb
Samkeppnin
Staðfesting á auðkenni gesta
Skimun á bókun
Eignavernd upp að 3 m. Bandaríkjadala
List og verðmæti
Bifreiðar og bátar
Gæludýratjón
Tekjutap
Djúphreinsun
Ábyrgðartrygging upp að 1 m. Bandaríkjadala
Öryggisaðstoð allan sólarhringinn
Samanburðurinn byggist á opinberum upplýsingum og kostnaðarlausri þjónustu helstu keppinauta í október 2022.

Svör við spurningum

Finnurðu ekki það sem þú leitar að? Opnaðu hjálparmiðstöðina.

Ofureinföld leið til að vera á Airbnb

Startpakki Airbnb einfaldar þér að skrá eignina þína á Airbnb með beinni aðstoð frá ofurgestgjafa, allt frá fyrstu spurningunni til fyrsta gestins.