Í vegabréfum gestgjafa koma fram upplýsingar um þann sem þú gistir hjá, eins og starf, töluð tungumál og skemmtilegar staðreyndir.
Hvernig er að gista hjá viðkomandi? Hvað segja aðrir gestir um gestgjafann? Skoðaðu vegabréfið til að fá svör við því.
Nú bjóðum við sérvalinn flokk með meira en milljón einkasvefnherbergja. Öll eru með aðgang að sameiginlegum rýmum heima hjá gestgjafa.
Nú er auðveldara að skipta á milli tegunda eigna og sjá meðalverð fyrir hverja eign til að auðvelda samanburð.
Sjáðu hvort baðherbergi séu sameiginleg, aðliggjandi eða til einkanota, hverjir verða á staðnum og hvort læsing sé á svefnherberginu.
Við höfum gert endurbætur á öllu því sem Airbnb hefur upp á að bjóða, allt frá nýskráningu til útritunar.
Við höfum bætt smápinnum við kort okkar til að auðvelda þér að sjá fleiri lausar eignir á þeim stöðum sem þú leitar á.
Fáðu betri yfirsýn á óskalistana með endurhönnuðu viðmóti sem sýnir stærri myndir af heimilunum sem þú hefur vistað.
Nú er einfaldara og þægilegra að finna langtímagistingu með nýju skífuviðmóti sem gerir þér kleift að leita að gistingu í 1–12 mánuði.
Með Klarna getur þú greitt með fjórum vaxtalausum greiðslum (í Bandaríkjunum og Kanada) eða mánaðarlega fyrir gistingu sem kostar meira en USD 500 (aðeins í Bandaríkjunum).
Gestgjafar geta deilt leiðbeiningum um útritun á skráningarsíðu sinni svo að þú vitir við hverju megi búast áður en þú bókar.
Þú færð nú gagnlega áminningu um hvað þú þarft að gera til að útrita þig af heimili daginn áður en þú ferð.
Betri hleðsluhraði gerir þér kleift að sjá nýjar skráningar í fljótu bragði á meðan þú færir kortið til.
Við endurbættum pinnana á kortinu þannig að þeir haldist á sínum stað þegar þú þysjar inn og út um kortið.
Fáðu betri tillögur, nákvæmari eignarheiti og færri afrit af skráningum þegar þú leitar.
Vistaðu skráningar í leitarniðurstöðum beint á óskalista með einu pikki.
Uppfært dagatal auðveldar þér að skoða framboð á heimilum sem þú vistar á óskalista.
Nú getur þú bætt persónulegum minnispunktum við heimilin á óskalistunum þínum.
Við höfum lækkað þjónustugjöld gesta umtalsvert frá og með fjórða mánuði dvalar.
Greiddu með tengdum bankareikningi til að spara kostnað fyrir gistingu sem varir í 28 nætur eða lengur (aðeins í Bandaríkjunum).
Hvað langdvöl varðar er nú hægt að sjá upphæð til greiðslu í yfirstandandi mánuði sem og komandi mánuðum á greiðslusíðunni.
Fáðu gagnlega áminningu um útritunarleiðbeiningar, deginum fyrir brottför.
Nú getur þú bætt við athugasemdum um hvernig útritunin gekk þegar þú gefur umsögn fyrir dvöl.
Ef gestgjafi afbókar á síðustu stundu fá gestir í flestum tilvikum endurbókunarinneign þegar í stað.
Markmið þjónustufulltrúa okkar, sem eru til taks allan sólarhringinn, er að svara 90% símtala sem berast á ensku innan tveggja mínútna.
Ertu að leita að tilteknu kennileiti á Airbnb? Leitarniðurstöður sýna fjarlægð þess frá hverju heimili.
Ef þú ferðast með ungbarni munu leitarniðurstöður leggja áherslu á þægindi eins og ungbarnarúm.
Ef þú ferðast með börnum munu leitarniðurstöður leggja áherslu á þægindi eins og leikherbergi.
Hyggur þú á lengri dvöl? Leitarniðurstöður munu sýna þægindi eins og sérstaka vinnuaðstöðu.
Auðkenni allra gestgjafa sem taka við bókunum á Airbnb verða staðfest fyrir lok júní.
Nú er einfaldara að bæta við frekari upplýsingum fyrir staðfestingu auðkennis ef þörf er á.
Þú getur einnig andmælt því ef lokað er fyrir bókun hjá þér vegna þess að ranglega var talin hætta á samkvæmishaldi.
Verðbil breytist sjálfkrafa þegar síað er eftir tegund gistingar.
Þegar þú bókar herbergi á Airbnb getur þú nú leitað að aðliggjandi baðherbergjum til einkanota.
Gestgjafar geta skoðað heildarverð sitt á nótt úr appinu, til að vita ávallt hvað gestir komi til með að greiða.
Gestgjafar geta valið dagsetningar á tilteknu tímabili með einni stroku í dagatalinu án þess að þurfa að pikka á hvern dag fyrir sig.
Gestgjafar geta útbúið útritunarleiðbeiningar á fljótlegri hátt með því að velja forstillt atriði úr lista.
Gestir og gestgjafar fá lestrarkvittanir til að vita hvenær skilaboð hafa verið lesin.
Nýr flipi gerir gestgjöfum kleift að skoða alla samgestgjafa og hafa umsjón með aðgangsheimildum þeirra og útborgunum.
Gestgjafar geta prófað nýja eiginleika og hjálpað okkur að bæta þá með því að deila athugasemdum sínum.
Ítarlegri sundurliðun á verði sýnir hvað gestir koma til með að greiða og tekjuupphæð gestgjafa.
Gestgjafar geta skoðað meðalverð álíkra eigna í nágrenninu til að tryggja samkeppnisfærni sína.
Tólin í dagatalinu hafa verið endurbætt til að veita samræmda upplifun í öllum tækjum.
Gestgjafar geta notað rennistiku til að stilla afslátt og sjá verðið sem gestir koma til með að greiða samhliða honum.
Fljótlega geta gestgjafar séð árlegt framboð sitt ásamt verði hvers mánaðar á sama skjánum.
Gestgjafar geta nú einfaldað útritun hjá sér með skýrum leiðbeiningum, útbúnum sérstaklega fyrir heimili sín.
Gestir fá sjálfkrafa áminningu um útritunarupplýsingar deginum fyrir brottför.
Nú geta gestirnir látið gestgjafa vita þegar útritun er lokið, með einu pikki.
Gestgjafar geta notað uppfærð tól í innhólfinu til að deila útritunarleiðbeiningum sínum á einfaldan hátt.
Nú birtast áhersluatriði úr umsögnum sem gestgjafar Airbnb Herbergja hafa fengið, við notandalýsingu viðkomandi.
Gestgjafar geta sérsniðið notandalýsingu sína með skemmtilegum upplýsingum eins og uppáhalds laginu sínu í gagnfræðiskóla.
Gestgjafar geta deilt ferðum sem þeir hafa farið í á Airbnb til að gefa gestum innsýn á ferðasmekk sinn.
Nú geta gestgjafar valið úr lista til að sjá hvaða áhugamál þeir eiga sameiginleg með gestum.
Gestir geta bætt frekari upplýsingum, svo sem fyrri ferðum og áhugamálum, við notandalýsingu sína.
Nú er auðveldara en nokkru sinni fyrr fyrir gestgjafa að bjóða samgestgjöfum að hjálpa sér við umsjón skráninga sinna.
Gestgjafar geta valið á milli nýrra aðgangsheimilda sem eru full aðgangsheimild, dagatals- og innhólfsheimild eða aðeins dagatalsheimild.
Gestgjafar geta deilt útborgunum með samgestgjafa sem prósentuhlutalli eða fastri upphæð.
Allir gestir í heiminum sem bóka fara í gegnum staðfestingu á auðkenni.
Tæknin sem hjálpar til við að draga úr líkum á samkvæmum og eignatjóni er nú í boði á heimsvísu.
Framboð og útgáfutími eiginleika getur verið breytilegur eftir staðsetningu.