Uppfærsla 2022

Barist gegn mismunun og stuðlað að samkennd

Project Lighthouse

Árið 2020 kynntum við Project Lighthouse sem ætlað er að afhjúpa og taka á misræmi á því hvernig fólk af lituðum hörundshætti upplifir Airbnb. Verkefnaþróunin fór fram í samstarfi við Color of Change og við nutum leiðsagnar fjölda réttinda- og persónuverndarsamtaka. Frekari upplýsingar
Notkun raunverulegra gagna
Við skoðum hvernig gestir og gestgjafar nota verkvang okkar. Tölfræðigreiningar hjálpa okkur að bera kennsl á tækifærin til að byggja upp sanngjarnari upplifun meðal samfélagsmeðlina okkar.
Verndun friðhelgi
Við greinum þróunina í heild og tengjum ekki upplýsingar um kynþátt við tiltekna einstaklinga eða aðganga.
Stöðugar betrumbætur
Starfsfólk okkar vinnur stöðugt að því að finna nýjar leiðir til að gera Airbnb sanngjarnara, réttlátara og umburðarlyndara.

Breytingarnar sem við gerðum

Notandamyndir gesta sjást ekki lengur fyrir bókun
Árið 2018 gerðum við breytingar þannig að notandamynd gesta væri nú gestgjöfum aðeins sýnileg í bókunarferlinu eftir að bókunarbeiðni hafði verið samþykkt. Við greiningu kom í ljós að þetta jók lítillega bókunarhlutfall gesta sem eru dökkir á hörund en það er hlutfall gesta í Bandaríkjunum af ólíkum kynþáttum sem fá staðfesta bókun.
Fleiri umsagnir um fleiri gesti
Gestir með umsagnir eru með hærra bókunarhlutfall. Við greiningu okkar kom þó í ljós gestir sem telja má dökka á hörund eða af suður-amerískum/rómönskum uppruna eru með færri umsagnir en gestir sem telja má ljósa á hörund eða af asískum uppruna. Við erum að gera breytingar sem auðvelda öllum gestum að fá umsögn þegar þeir ferðast.
Fleiri veittur aðgangur að hraðbókun
Hraðbókun gerir gestum kleift að bóka án þess að gestgjafi þurfi að staðfesta bókunarbeiðni sérstaklega. Með þessum hætti er hlutleysis gætt og því er hraðbókun áhrifaríkt verkfæri til að draga úr mismunun. Við höfum innleitt breytingar sem auðvelda 5 milljón manns til viðbótar að nota hraðbókun.
Sköpun ferðasamfélags sem byggir á inngildingu
Ferðalög sem ná út fyrir hefðbundna ferðamannastaði geta skapað efnahagslegt tækifæri fyrir samfélög sem hafa í gegnum tíðina sætt afgangi þegar kemur að aðsókn ferðamanna. Á komandi ári munum við halda áfram að þróa og vinna að alþjóðlegum þjónustuverkefnum eins og Frumkvöðlaakademíu Airbnb til að tryggja aukið aðgengi að ávinningi þess að taka á móti gestum á Airbnb. Starf okkar felur meðal annars í sér að auka umfang verkefna sem stuðla að því að fá fleiri gestgjafa af ýmsum litarháttum til liðs við okkur.
Aukin fræðsla fyrir gestgjafa
Samfélag gestgjafa okkar gegnir mikilvægu hlutverki við að skapa sanngjarna og hlýlega upplifun. Fyrr á árinu kynntum við leiðbeiningar fyrir gestaumsjón án aðgreiningar með fræðslugreinum og myndböndum til að aðstoða gestgjafa við að taka á móti gestum óháð líkamlegri getu, kyni og uppruna og þá sérstaklega gestum úr jaðarsettum hópum. Við gerum ráð fyrir að bjóða upp á fleiri fræðsluverkefni og vörueiginleika til að auka samkennd.
Endurskoðun hafnana á bókunum til að koma í veg fyrir hlutdrægni
Við vitum að réttmætar ástæður geta verið fyrir því að bókun gangi ekki upp. Til dæmis gætu hafa orðið breytingar á dagatali gestgjafa eða þá að ekki sé hægt að verða við beiðni gests um snemmbúna innritun eða aukagesti. Geta okkar til að greina hafnanir á bókunum er að aukast til að hægt sé að bæta reglur okkar og vörur ásamt því að berjast gegn mismunun.
Bætt endurbókunarferli
Samkvæmt reglum okkar um jafnt aðgengi sem við kynntum árið 2016, fá gestir með yfirstandandi eða komandi bókanir sem verða fyrir mismunun hjálp við að bóka aðra eign. Við opnuðum nýlega fyrir öryggisaðstoð allan sólarhringinn sem auðveldar gestum á ferðalagi að leita sér tafarlausrar hjálpar, að meðtaldri aðstoð við endurbókun.
Við stöndum við skuldbindingu okkar gagnvart gestum með aðgengisþarfir
Leitarsíur fyrir aðgengiseiginleika auðvelda gestum að finna og bóka gistingu sem uppfyllir þarfir þeirra. Við yfirförum alla aðgengiseiginleika sem gestgjafar tilgreina til að tryggja að allt standist. Við kynntum flokkinn „gott aðgengi“ í nóvember 2022 en þar má finna hundruðir eigna með góðu aðgengi fyrir hjólastóla þar sem staðfest hefur verið að þrepalaus aðgangur sé að heimilinu, svefnherberginu og baðherberginu og minnst einn aðgengiseiginleiki sé til staðar á baðherberginu. Eignir með gott aðgengi fara í gegnum þrívíddarskönnun til að staðfesta eiginleika og mál.

Samfélagssáttmáli Airbnb

Frá árinu 2016 höfum við beðið alla notendur Airbnb um að skuldbinda sig til að sýna hvor öðrum virðingu án fordóma eða hlutdrægni með því að samþykkja samfélagssáttmála Airbnb. Við fjarlægjum hvern þann sem gengst ekki að því af verkvangi okkar en af því sem liðið er af árinu 2022 telur það 2,5 milljón manns.

Lesa alla skýrsluna

Sex ára uppfærsla á starfi Airbnb við að vinna gegn mismunun og stuðla að samkennd felur meðal annars í sér helstu niðurstöður verkefnisins Project Lighthouse ásamt öllum viðeigandi gögnum og framförum okkar síðan 2016.
Skoða skýrslu

Þetta eru samstarfsaðilar okkar

Frá árinu 2016 höfum við ráðfært okkur og átt í samstarfi við leiðandi réttindahópa, kynþáttasérfræðinga og friðhelgissamtök.