Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Reglur um gildar málsbætur og kórónaveiran (COVID-19)

Athugaðu: Frá og með 31. maí breytast reglur fyrir gjaldgengar aðstæður tengdar COVID-19 samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur:

• Neðangreindar aðstæður tengdar COVID-19 teljast ekki lengur gjaldgengar fyrir bókanir sem gerðar eru 31. maí 2022 eða síðar (að frátöldum innanlandsbókunum í Suður-Kóreu). Í staðinn gildir afbókunarregla gestgjafans eins og vanalega.

• Neðangreindar aðstæður tengdar COVID-19 teljast áfram gjaldgengar fyrir bókanir gerðar fyrir 31. maí 2022.

Uppfært 1. október 2020

Hinn 11. mars lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því yfir að faraldur kórónaveiru, þekkt sem COVID-19, væri orðinn að heimsfaraldri. Síðan þá hefur faraldurinn þróast hratt og ríkisstjórnir um allan heim eru að grípa til skjótra aðgerða til að hægja á dreifingu COVID-19.

Þess vegna veitum við eftirfarandi vernd vegna COVID-19 samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur í því skyni að vernda samfélag okkar og veita hugarró. Þú ættir að fylgjast með uppfærslum um gjaldgengi á þessari síðu.

Ábending: Sem gestur getur þú skoðað leiðir til að afbóka og fá endurgreitt á ferðasíðunni með því að velja tiltekna ferð. Kynntu þér hvernig það er gert. Ef þú ert gestgjafi getur þú nálgast upplýsingarnar á stjórnborði gestgjafa.

Yfirlit

Bókanir fyrir gistingu og Airbnb upplifanir sem gerðar voru 14. mars 2020 eða fyrr og þar sem dagsetning innritunar er 45 dögum eða minna frá deginum í dag, falla undir regluna og má afbóka fyrir innritun. Gestir sem hætta við geta afbókað og fengið endurgreitt og gestgjafar geta afbókað án gjalda og án þess að það hafi áhrif á stöðu ofurgestgjafa. Airbnb endurgreiðir öll þjónustugjöld vegna gjaldgengra afbókana eða gefur út ferðainneign. Til að afbóka samkvæmt reglunum þarftu að vottfesta staðreyndir og/eða framvísa stoðgögnum varðandi gildar málsbætur í þínu tilviki.

Afbókunarregla gestgjafans gildir eins og vanalega fyrir bókanir gerðar eftir 14. mars 2020 nema gestur eða gestgjafi sé veikur af COVID-19.

Afbókanir verða meðhöndlaðar samkvæmt þeim reglum um gjaldgengar málsbætur sem giltu þegar óskað var eftir því að afbóka. Frágengnar afbókanir verða ekki endurskoðaðar.

Sé bókun þegar hafin (þ.e. innritun er lokið) eiga þessar gildu málsbætur ekki við.

Aðrar reglur eiga við um innanlandsbókanir á meginlandi Kína og um bókanir hjá Luxe og Luxury Retreats.

Hvaða bókanir eru gjaldgengar

Bókanir gerðar 14. mars 2020 eða fyrr

Bókanir fyrir gistingu og Airbnb upplifanir sem gerðar voru 14. mars 2020 eða fyrr með innritun innan 45 daga frá deginum í dag má afbóka fyrir innritun. Þetta þýðir að gestir sem afbóka samkvæmt reglunum geta fengið fulla endurgreiðslu með reiðufé eða ferðainneign sem nemur greiddri fjárhæð (ef ferðainneign er í boði). Gestgjafar geta afbókað samkvæmt reglunum án gjalda og án þess að það hafi áhrif á stöðu ofurgestgjafa og Airbnb mun annaðhvort endurgreiða öll þjónustugjöld eða gefa út ferðainneign vegna þeirra.

Bókanir fyrir gistingu og Airbnb upplifanir sem gerðar voru 14. mars 2020 eða fyrr og þar sem dagsetning innritunar er meira en 45 dögum frá deginum í dag, falla sem stendur ekki undir reglur okkar um gildar málsbætur vegna COVID-19. Fyrir þær bókanir gildir afbókunarregla gestgjafans eins og vanalega.

Sé bókun þegar hafin (þ.e. innritun er lokið) eiga þessar gildu málsbætur ekki við.

Bókanir gerðar eftir 14. mars 2020

Fyrir gistingu og Airbnb upplifanir sem bókaðar voru eftir 14. mars 2020 gildir afbókunarregla gestgjafans eins og vanalega og þessar bókanir falla ekki undir reglur okkar um gildar málsbætur, nema gesturinn eða gestgjafinn sé veikur af COVID-19. Dæmi um aðstæður sem tengjast COVID-19 og teljast ekki gildar: Samgönguraskanir og aflýsingar, ferðaráðleggingar og takmarkanir, heilsuráðleggingar og sóttkví, breytingar á gildandi lögum og önnur fyrirmæli stjórnvalda, svo sem rýmingarfyrirmæli, lokun landamæra, bann á skammtímaleigu og útgöngubann.

Reglur okkar um gildar málsbætur eru ætlaðar til þess að vernda gesti og gestgjafa gegn ófyrirsjáanlegum kringumstæðum sem koma upp eftir bókun. Eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti því yfir að COVID-19 væri heimsfaraldur eiga reglur um gildar málsbætur ekki lengur við vegna þess að COVID-19 og afleiðingar sjúkdómsins eru ekki lengur ófyrirsjáanlegar eða óvæntar. Mundu að kynna þér afbókunarreglur gestgjafa vandlega við bókun og íhugaðu að velja sveigjanlegan valkost.

Svona virkar þetta

Sem gestur getur þú skoðað leiðir til að afbóka og fá endurgreitt á ferðasíðunni með því að velja tiltekna ferð. Kynntu þér hvernig það er gert. Ef þú ert gestgjafi getur þú nálgast upplýsingarnar á stjórnborði gestgjafa.

Fréttir af kórónaveirunni og úrræði

Í úrræðamiðstöðinni höfum við tekið saman gagnlegar greinar fyrir samfélagið okkar sem varða þessar aðstæður. Þar finnur þú nýjustu upplýsingar um viðbrögð okkar vegna COVID-19; allt frá breytingum á reglum til úrræða fyrir gestgjafa og gesti.

Þú getur einnig lesið reglur um gildar málsbætur til að kynna þér hvað þær ná yfir annað en COVID-19.

Við biðjum alla samfélagsmeðlimi um að virða aðra samfélagsmeðlimi í samskiptum, sýna samkennd og fylgja reglum okkar gegn mismunun.

Við munum halda áfram að yfirfara beitingu þessara reglna. Þú ættir að fylgjast með uppfærslum og nýjum upplýsingum á þessari síðu.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning