Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig afbókanir og endurgreiðslur hafa áhrif á útborgun

  Það sem búast má við þegar ferðatilhögun breytist.
  Höf: Airbnb, 19. júl. 2021
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 21. júl. 2021

  Aðalatriði

  • Útborgun getur breyst þegar hætt er við bókun eða henni breytt

  • Þetta getur gerst um leið og útborgun er greidd eða haft áhrif á það hvernig þér er borgað út fyrir nýjar bókanir

  • Kynntu þér á hverju er von og fáðu ábendingar til að koma í veg fyrir afbókanir

  Meira að segja bestu áætlanirnar geta breyst og það á líka við um ferðir á Airbnb. Gestur gæti til dæmis þurft að afbóka hjá þér eða breyta dagsetningum gistingar og við viljum að þú vitir örugglega við hverju má búast ef það gerist—sérstaklega vegna þess að það getur haft áhrif á útborgun til þín.

  Góðu fréttirnar eru þær að við höfum gert endurgreiðsluferlið eins sjálfvirkt og auðvelt og mögulegt er fyrir þig sem gestgjafa. Lestu meira um áhrifin af breytingum á ferð, afbókunum og endurgreiðslum á útborgun til þín og upplifun gesta þinna—og fáðu ábendingar til að koma í veg fyrir afbókanir síðar meir.

  Hvað gerðist?

  Það eru nokkrar ástæður fyrir því að breyting á ferð hefur áhrif á útborgun til þín. Hér eru þrjár algengustu ástæðurnar fyrir því að þú gætir tekið eftir breyttri upphæð:

  1. Breyting: Gestur breytti lengd dvalar hjá þér.
  2. Afbókun: Gestur afbókaði hjá þér.
  3. Úrlausn: Eitthvað við dvöl gests þíns samræmdist ekki væntingum og gesturinn óskaði eftir endurgreiðslu.

  Gestirnir þínir: Airbnb sér um endurgreiðsluna

  Hvað gerist svo ef gestur bókar ferð sem hann fer ekki í? Það fer mikið eftir afbókunarreglunni hjá þér. Og hvað ef heiti potturinn sem þú auglýstir er óvænt bilaður? Gesturinn gæti haft beint samband við þig eða þjónustuver Airbnb til að óska eftir hlutaendurgreiðslu.

  Þegar full ástæða er til að endurgreiða að hluta eða öllu leyti er málið einfalt: Airbnb endurgreiðir gestinum. Endurgreiðslan er sjálfvirk, rétt eins og annað í greiðslukerfinu okkar.

  Útborgun til þín: Tímasetningin skiptir öllu

  Áhrifin á fjárhagsstöðu fara eftir því hvenær gesturinn fær endurgreitt.

  • Ef gestur fær endurgreitt áður en þér er útborgað fyrir ferðina: Útborgun þín verður annaðhvort felld niður eða henni breytt í samræmi við afbókunarregluna hjá þér eða breytingar á ferðinni.
  • Ef gestur fær endurgreitt eftir að þér er útborgað fyrir ferðina: Ógreidd útborgun til þín verður leiðrétt sjálfkrafa til að standa undir kostnaði við endurgreiðsluna. Eins og við minntumst á endurgreiðir Airbnb gestinum strax og svo bera gestgjafar ábyrgð á því að endurgreiða Airbnb. Við greiðum sem sagt kostnaðinn fyrirfram til að upplifun gesta verði hnökralaus og endurheimtum svo upphæðina af seinnitíma tekjum til þín. Þess vegna getur verið að þú fáir ekki útborgað fyrir bókanir á næstunni eða að næsta útborgun til þín líti út fyrir að vera lægri en þú bjóst við. Leiðréttingin er sýnd sem neikvæð upphæð í tölvupósti þegar útborgunin er millifærð og í færsluskránni þinni.

  Komið í veg fyrir afbókanir

  Það er ýmislegt hægt að gera svo að sjálfvirk leiðrétting komi manni ekki á óvart:

  Aðalatriði

  • Útborgun getur breyst þegar hætt er við bókun eða henni breytt

  • Þetta getur gerst um leið og útborgun er greidd eða haft áhrif á það hvernig þér er borgað út fyrir nýjar bókanir

  • Kynntu þér á hverju er von og fáðu ábendingar til að koma í veg fyrir afbókanir

  Airbnb
  19. júl. 2021
  Kom þetta að gagni?