Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig þú færð greitt fyrir að taka á móti gestum

  Kynntu þér grunnatriðin varðandi það hvenær og hvernig þú færð útborgað.
  Airbnb skrifaði þann 12. feb. 2020
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 21. júl. 2023

  Aðalatriði

  • Með því að bæta við útborgunarmáta er hægt að tryggja að greiðslan berist þér örugglega

  • Taktu mið af gistináttaverði, aukagjöldum, öðrum gjöldum og sköttum til að reikna út upphæð útborgunar

  • Kynntu þér meira í ítarlegri handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

  Nýir gestgjafar spyrja oft: „Hvernig fæ ég borgað?“ Í nokkrum skrefum einfaldar Airbnb þér að þiggja greiðslur, eða það sem við köllum útborganir.

  Hvernig þú færð útborgað

  Þú velur hvernig þú vilt fá útborgað fyrir gestaumsjónina. Útborgunarmátar eru meðal annars hraðgreiðsla, bankamillifærslur, PayPal, Payoneer debetkort og Western Union. Útborgunarmátar í boði fara eftir búsetu þinni.

  Gerðu allt klárt með því að velja útborgunarmáta í hlutanum fyrir greiðslur og útborganir í aðgangsstillingunum. Útborgunarmátinn sem þú velur verður notaður fyrir allar nýjar bókanir þar til þú breytir honum.

  Þú þarft einnig að gefa upp upplýsingar um skattgreiðanda svo að við getum gefið út réttu skattgögnin fyrir þig. Ertu ekki viss um hvort þetta eigi við um þig? Frekari upplýsingar um móttöku skatteyðublaða frá Airbnb.

  Útborgunarmáti þinn verður staðfestur til að greiðslan berist þér örugglega á réttan stað. Staðfestingarferlið getur tekið allt frá 2 til 10 dögum nema að þú veljir hraðgreiðslu sem er staðfest samstundis.

  Útborgun til þín

  Til að reikna út útborgun margfaldar þú gistináttaverðið með fjölda gistinátta og bætir síðan við valkvæmum viðbótargjöldum ef þau eru til staðar (eins og ræstingagjaldi). Þetta er millisamtala bókunarinnar.

  Dragðu viðeigandi skatta og gjöld frá millisamtölu bókunarinnar. Skattar geta verið misháir eftir staðsetningu en flestir gestgjafar borga 3% þjónustugjald.

  Ef útborgunin tekur lengri tíma að berast eða er lægri en þú bjóst við gæti það verið vegna afsláttar sem þú bauðst eða vegna þess að bókunin var felld niður eða breytt (sem varð til þess að gesturinn fékk endurgreitt að hluta til eða að fullu). Færslugjöld geta einnig átt við um ákveðna útborgunarmáta en margir eru í boði án viðbótarkostnaðar.

  Tímasetning útborgunar

  Tekjur af gestaumsjón eru millifærðar um sólarhring eftir áætlaðan innritunartíma gests. Valinn útborgunarmátinn ræður því hve langur tími líður þar til greiðslan berst inn á reikninginn þinn.

  Þetta eru útborgunarmátar (þar sem þeir eru í boði) og sá tími sem það tekur millifærslur að berast:

  • Hraðgreiðsla: 30 mínútur eða minna
  • Payoneer: Einn sólarhringur eða minna
  • PayPal: Innan eins virks dags
  • Western Union: Einn virkur dagur (getur verið mismunandi eftir landi/svæði)
  • Bankamillifærsla: 3–5 virkir dagar
  • Alþjóðleg millifærsla: 3–7 virkir dagar

  Airbnb millifærir tekjur af lengri dvöl (28 nætur eða lengur) með mánaðarlegum greiðslum sem hefjast sólarhring eftir komu gests. Þú getur skoðað stöðu útborgana í færsluskránni hvenær sem er.

  Frekari upplýsingar um að fá útborgað

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Með því að bæta við útborgunarmáta er hægt að tryggja að greiðslan berist þér örugglega

  • Taktu mið af gistináttaverði, aukagjöldum, öðrum gjöldum og sköttum til að reikna út upphæð útborgunar

  • Kynntu þér meira í ítarlegri handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar
  Airbnb
  12. feb. 2020
  Kom þetta að gagni?