Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Val á réttri afbókunarreglu

  Finndu reglu sem hentar þér og þörfum þínum sem gestgjafi.
  Höf: Airbnb, 5. feb. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 6. okt. 2021

  Aðalatriði

  • Rétta afbókunarreglan gæti ýtt undir bókanirnar sem þú vilt fá

  • Uppfærðu afbókunarregluna

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

  Það getur verið list að velja réttu afbókunarregluna. Skráningin þarf að höfða til gesta án þess að vera afbókuð mikið—og í dag vilja gestir aukinn sveigjanleika við undirbúning á ferðalögum.

  Vegna þess hve mismunandi gestgjafar eru höfum við útbúið nokkrar afbókunarreglur svo að þú finnir þá sem hentar þér best.*

  • Sveigjanleg afbókunarregla: Gestir geta afbókað með meira en sólarhrings fyrirvara og fengið endurgreitt að fullu en þú færð ekki útborgað. Ef gestur afbókar með styttri fyrirvara færðu greitt fyrir hverja gistinótt auk einnar nætur til viðbótar.
  • Hófleg afbókunarregla: Gestir geta afbókað með meira en 5 daga fyrirvara og fengið endurgreitt að fullu en þú færð ekki útborgað. Ef gestur afbókar með styttri fyrirvara færðu greitt fyrir hverja gistinótt auk einnar nætur til viðbótar og 50% fyrir allar ónýttar nætur.
  • Stíf afbókunarregla: Gestir þurfa að afbóka meira en 30 dögum fyrir innritun til að fá fulla endurgreiðslu. Gestir geta einnig fengið endurgreitt að fullu ef þeir afbóka innan tveggja sólarhringa frá bókun ef það er gert minnst 14 dögum fyrir innritun. Þú færð útborgað 50% af öllum nóttum ef gestir afbóka með 7 til 30 daga fyrirvara fyrir innritun. Ef gestir afbóka minna en 7 dögum fyrir innritun færðu útborgað 100% af öllum nóttum.
  • Ströng afbókunarregla: Gestir þurfa að afbóka innan 2ja sólarhringa frá bókun og meira en 14 dögum fyrir innritun til að fá fulla endurgreiðslu. Þú færð útborgað 50% af öllum nóttum ef gestir afbóka með 7 til 14 daga fyrirvara fyrir innritun. Þú færð útborgað 100% af öllum nóttum ef afbókun er með styttri fyrirvara.
  • Afbókunarregla fyrir langtímabókanir: Þessi regla gildir fyrir dvöl í 28 nætur eða lengur og kemur í stað almennrar afbókunarreglu fyrir það langa dvöl. Gestir geta aðeins fengið fulla endurgreiðslu ef þeir afbóka innan tveggja sólarhringa frá bókun og ef það er gert minnst 28 dögum fyrir innritun. Ef gestur afbókar eftir það færðu greitt fyrir allar gistinæturnar auk 30 viðbótarnótta frá afbókunardeginum. Ef gestir afbóka þegar minna en 30 dagar eru eftir af bókun færð þú 100% útborgun fyrir allar næturnar sem eftir eru.

  Ræstingagjöld eru alltaf endurgreidd ef gesturinn afbókar fyrir innritun óháð afbókunarreglu gestgjafans.** Endurgreiðsla á þjónustugjöldum gesta er háð aðstæðum. Frekari upplýsingar um endurgreiðslu gjalda

  Þú getur alltaf breytt um afbókunarreglu til að stýra því með hve miklum fyrirvara fyrir innritun gestir geta afbókað og fengið endurgreitt.

  Hvaða regla hentar mér best?

  Það fer eftir því hvaða áhrif eru af afbókun á þig og eignina þína. Hér fylgja nokkrar ábendingar til að velja réttu reglurna fyrir gistireksturinn.

  Íhugaðu að velja sveigjanlega reglu ef:

  • Það er lítið að gera og þú vilt ná til gesta sem vilja hafa sveigjanleika.
  • Það er háannatími og þér finnst líklegt að eignin verði bókuð aftur ef hún verður afbókuð.
  • Mikil samkeppni er þar sem eignin er og þú hefur engar áhyggjur af síðbúnum afbókunum.

  Samkvæmt nýlegum gögnum um gestgjafa sem skiptu úr strangri eða hóflegri afbókunarreglu í sveigjanlega reglu eftir apríl 2020 jukust bókanir í mánuðinum á eftir um allt að 10%.***

  Sveigjanlega afbókunarreglan, innritun snemma og útritun seint hafa vakið athygli á mér.
  Alex,
  Dallas, Texas

  Íhugaðu að velja hóflega reglu ef:

  • Þú vilt draga úr afbókunum á síðustu stundu.
  • Þú vilt hafa einhvern tíma til að fá aðra bókun ef gestur afbókar.
  • Þú vilt höfða til gesta með flóknara skipulag, t.d. viðskiptaferðamenn sem verða að bóka eignir með möguleika á endurgreiðslu.

  Íhugaðu að velja stífa reglu ef:

  • Þú vilt forðast afbókanir en vilt samt að gestir hafi áhuga á eigninni þinni.
  • Þú vilt hafa meiri tíma til að fá aðra bókun ef gestur afbókar.
  • Eignin þín er eftirsótt.

  Munurinn á stífu og ströngu afbókunarreglunum er að með þeirri stífu geta gestir fengið endurgreitt að fullu þegar afbókað er meira en 30 dögum fyrir innritun.

  Íhugaðu að velja stranga afbókunarreglu ef:

  • Þú vilt forðast afbókanir og hefur ekki tíma til að finna eða hafa umsjón með bókunum sem koma í staðinn.
  • Þú tekur á móti gestum í eigin persónu og afbókanir á síðustu stundu hafa mjög slæm áhrif á dagskrána þína.
  • Eignin þín er eftirsótt og ströng regla hrekur ekki frá gesti sem vonast til að bóka á svæðinu.

  Þegar þú velur afbókunarreglu snýst allt um að finna það sem hentar þér og eigninni þinni. Mundu bara: Margir gestir vilja hafa sveigjanleika í ferðalögum. Reyndu að gera skráninguna áhugaverða og veldu góða afbókunarreglu svo að þessir gestir bóki hjá þér.

  *Aðrar afbókunarreglur gilda um bókanir á gistingu á Ítalíu.
  **Að undanskildum gestgjöfum sem bjóða gistingu á meginlandi Kína. Frekari upplýsingar
  ***Samkvæmt alþjóðlegum innanhússgögnum um bókanir hjá Airbnb sem safnað var frá apríl 2020 til apríl 2021.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Rétta afbókunarreglan gæti ýtt undir bókanirnar sem þú vilt fá

  • Uppfærðu afbókunarregluna

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar
  Airbnb
  5. feb. 2020
  Kom þetta að gagni?