Ábendingar um hvernig má forðast afbókanir sem hægt er að koma í veg fyrir

Uppfærðu dagatalið þitt oft, settu upp verð sem hentar þér og fleira.
Airbnb skrifaði þann 4. maí 2021
3 mín. lestur
Síðast uppfært 16. feb. 2023

Aðalatriði

  • Fáðu ábendingar um umsjón og uppfærslu dagatalsins

  • Settu inn gistináttaverð sem hentar þér

  • Kynnstu gestum þínum

Þegar gestir bóka ferð vilja þeir ekki hugsa um annað en að dýfa tánum í heitan sandinn eða kanna nýja borg og því getur afbókun reynst þeim erfið. Afbókanir rýra traust milli gestgjafa og gesta og geta líka leitt til gjalda og annara afleiðinga.

Gestgjafar eru ótrúlega góðir í að standa við bókanir og leggja sig alla fram um að vera gestum innan handar á hverjum degi. Hér eru nokkrar ábendingar til að forðast afbókanir sem hægt er að koma í veg fyrir.

Að sjá til þess að dagatalið sé uppfært

Omar, ofurgestgjafi í Mexíkóborg mælir með því að fylgjast með ferðaþróun og skipuleggja sig fram í tímann. „Kynntu þér árstíðabundna aðsókn ferðamanna með tilliti til há- og lágannatíma til að skipuleggja framboð í dagatalinu með fyrirvara hvað varðar skammtíma-, meðallanga eða langtímagistingu,“ segir hann.

  • Lokaðu fyrir tilteknar dagsetningar þegar þú veist að þú getur ekki tekið á móti gestum.
  • Ákvarðaðu hve mikinn fyrirvara þú þarft frá gestum.
  • Skipuleggðu dagatalið allt að tvö ár fram í tímann.
  • Skoðaðu dagatalið þitt reglulega og breyttu því eftir þörfum.
Kynntu þér árstíðabundna aðsókn ferðamanna á staðnum til að stilla framboð í dagatalinu þínu.
Superhost Omar

Val á réttu bókunar- og dagatalsstillingunum

Hraðbókun er góð leið til að spara tíma og orku svo framarlega sem uppfærsla á dagatalinu og stillingunum hjá þér fari fram reglulega.

  • Íhugaðu að samstilla dagatalið þitt á Airbnb við aðaldagatalið þitt (eins og iCal eða Google).
  • Mundu að uppfæra dagatalið þitt til að ná árangri með hraðbókun.
  • Ef dagatalið þitt er ekki uppfært gætir þú fengið tvíbókun eða bókun á degi sem þú getur ekki staðið við en slíkt gæti leitt til afbókunargjalds.
Þú getur gert bókunarstillingarnar skilvirkar með því að stilla lágmarks og hámarks dvalarlengd, hversu mikinn fyrirvara þú vilt hafa á bókunum og hve langan tíma þú þarft til að undirbúa komu gesta.

Uppsetning verðs sem hentar þér

Góð verðstefna snýst um að finna jafnvægið á milli þess að höfða til gesta og afla þeirra tekna sem þú sættir þig við.

  • Sérstilltu verð fyrir tilteknar nætur, vikur eða mánuði.
  • Kynntu þér gistináttaverðið fyrir álíka eignir á þínu svæði.
  • Nýttu þér snjallverð til að draga úr ágiskunum.

Að kynnast tilvonandi gestum

Regluleg samskipti við gesti eru lykilatriði og skilaboðakerfið okkar auðveldar þér að fylgjast með.

  • Til að fá frekari upplýsingar um tilvonandi gest skaltu lesa umsagnir viðkomandi.
  • Þú getur sent sömu hraðsvörin til allra tilvonandi gesta til að mynda tengsl og fá frekari upplýsingar.
  • Opnaðu dyrnar að samkenndinni með einfaldri spurningu til gesta eins og: „Hverju þarftu á að halda svo að þér líði vel í eigninni?“ 
  • Veittu gestum sem hafa samband við þig áður en þeir bóka forsamþykki og hvatningu. Reynsla okkar er sú að gestir hafa stundum samband við gestgjafa áður en þeir bóka til að athuga hvort þeir verði samþykktir og vel verði tekið á móti þeim.

Umfram allt skaltu hafa reglur okkar gegn mismunun í huga. Með því að taka á móti gestum á Airbnb samþykkir þú að koma fram við alla gesti af samkennd og virðingu.

Fáðu frekari upplýsingar um afbókanir gestgjafa

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Fáðu ábendingar um umsjón og uppfærslu dagatalsins

  • Settu inn gistináttaverð sem hentar þér

  • Kynnstu gestum þínum

Airbnb
4. maí 2021
Kom þetta að gagni?