Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Ástæða þess að gott er að bjóða upp á sveigjanlegar afbókanir

  Sveigjanlegar afbókunarreglur geta dregið úr áhyggjum gesta.
  Höf: Airbnb, 23. mar. 2020
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 1. júl. 2021

  Aðalatriði

  • Margir gestir vilja aukinn sveigjanleika við skipulag á komandi ferðum sínum

  • Algengt er að bókanir aukist hjá gestgjöfum sem breyta til og bjóða upp á sveigjanlegar afbókunarreglur

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um gestaumsjón í kófinu

  Áhersla okkar í ár er að hjálpa ykkur að fá gesti til að ferðast síðar en það felst meðal annars í því að segja ykkur frá breyttum ferðavenjum á Airbnb.

  Við höfum sagt frá því að margir gestir leita sér nú að gistingu í næsta nágrenni. Þeir sem eru að hugsa um að ferðast síðar vilja skiljanlega meiri sveigjanleika til að bóka annars staðar eða afbóka.

  Við höfum tekið saman allt sem vita þarf um að bjóða gestum aukinn sveigjanleika svo að gestirnir finni til öryggis við bókun.

  Hvernig geta gestgjafar boðið meiri sveigjanleika?
  Ferðatakmarkanir og almenn óvissa getur gert skipulag flókið. Íhugaðu að uppfæra afbókunarregluna hjá þér svo að gestum finnist þægilegra að ganga frá bókun. Gestir eru líklegri til að bóka ef þeir hafa möguleika á að breyta eða hætta við bókun.

  Ef þú ert með stranga afbókunarreglu getur þú breytt stillingu á skráningasíðunni þinni til að bjóða upp á sveigjanlega, hóflega eða fasta reglu. Þú getur alltaf skipt aftur í ströngu afbókunarregluna eftir þörfum.

  Samkvæmt nýjustu gögnum okkar jukust bókanir í mánuðinum á eftir um 10% eða meira hjá gestgjöfum sem breyttu úr strangri eða hóflegri afbókunarreglu í sveigjanlega reglu eftir apríl 2020.*

  Hvað ætti ég að vita varðandi þessar afbókunarreglur?
  Með sveigjanlegum afbókunarreglum geta gestir fengið endurgreitt að fullu, ásamt öllum gjöldum (svo sem þjónustugjaldi Airbnb og ræstingagjaldi** sem gestgjafinn innheimtir), þegar þeir afbóka minna en sólarhring fyrir innritun m.v. staðartíma. Á þessari síðu eru ítarlegar upplýsingar um afbókun gistingar.

  Hvernig breyti ég um afbókunarreglu hjá mér?
  Þú getur breytt um afbókunarreglu fyrir margar skráningar í einu á skráningasíðunni þinni. Notir þú hugbúnað til að tengjast Airbnb þarft þú líklega að uppfæra með þeim hugbúnaði.

  Hvernig mun Airbnb styðja mig ef ég breyti um afbókunarreglu til að bjóða meiri sveigjanleika?
  Við höfum kynnt nýja leitarsíu sem sýnir skráningar með sveigjanlegri afbókun svo að gestir geti auðveldlega fundið skráningarnar sem henta þeim best.

  Ein leið til að ná til gesta sem ferðast síðar er að bjóða aukinn sveigjanleika á óvissutímum. Athugaðu að þessi regla gæti breyst í takt við það sem gerist hjá sveitarfélögum og öðrum þar til bærum yfirvöldum.

  Við munum áfram segja frá breytingum á ferðavenjum, gefa gestgjöfum ábendingar og smíða ný verkfæri til að styðja við gistirekstur ykkar. Auk þess svörum við helstu spurningum ykkar hér. Þakka þér eins og alltaf fyrir að taka þátt í samfélagi Airbnb.

  *Samkvæmt alþjóðlegum bókunargögnum innanhúss hjá Airbnb sem safnað var frá apríl 2020 til apríl 2021.

  **Að undanskildum gestgjöfum sem bjóða gistingu á meginlandi Kína. Frekari upplýsingar

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Margir gestir vilja aukinn sveigjanleika við skipulag á komandi ferðum sínum

  • Algengt er að bókanir aukist hjá gestgjöfum sem breyta til og bjóða upp á sveigjanlegar afbókunarreglur

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um gestaumsjón í kófinu
  Airbnb
  23. mar. 2020
  Kom þetta að gagni?