Við kynnum dagsflipann, miðstöð þína fyrir gistingu

Þú finnur lykilverkfæri og verkefni um leið og þú opnar Airbnb.
Airbnb skrifaði þann 17. maí 2021
2 mín. lestur
Síðast uppfært 1. jún. 2022

Aðalatriði

  • Dagsflipinn einfaldar þér umsjón með daglegum verkum þínum sem gestgjafi

  • Með dagsflipanum er auðvelt að nálgast öll verkefni og upplýsingar á sama stað úr öllum tækjum

Eftir því sem dagatalið þitt fyllist aukast líklega verkefnin sem sinna þarf við gestaumsjón. Dagsflipinn, fyrsti skjárinn sem birtist þegar þú skiptir yfir í gestaumsjón í Airbnb appinu eða á vefsíðunni, er hannaður til að spara þér tíma við dagleg verkefni.

Í dagsflipanum getur þú haft umsjón með bókunarbeiðnum eða bókunum og fengið greiðari aðgang að fleiri tólum til að ljúka verkum þínum. Þú getur einnig fundið önnur úrræði, þar á meðal nýjustu fréttir og ábendingar frá Airbnb.

Lykilverkfæri og úrræði

Viðmótið sýnir sömu mikilvægu upplýsingarnar og þú þarft til að halda utan um gestaumsjón hvort sem þú opnar dagsflipann úr fartæki eða tölvu. Hér finnurðu:

  • Aðkallandi tilkynningar eins og bókunarbeiðnir í vinnslu eða ólokin verk

  • Bókanir gesta, bæði yfirstandandi og væntanlegar

  • Næstu skref, þar á meðal sértækar aðgerðir sem þú getur framkvæmt til að gera skráninguna áhugaverðari og nýta þér bókunarþróun

  • Ábendingar og uppfærslur frá Airbnb um nýja eiginleika og tól, sérstaka viðburði og breytingar á reglum sem geta haft áhrif á þig

Fartækjavænir eiginleikar

Lykilþáttur þess að ná árangri sem gestgjafi er að svara gestum tímanlega, sem er ástæða þess að margir gestgjafar nota snjallsímann til að svara á meðan þeir eru á ferðinni. Í öllum útgáfum farsíma-appsins veitir dagsflipinn þér aðgang að mikilvægum upplýsingum með einum smelli.

Neðst á skjánum finnur þú eftirfarandi hnappa:

  • Dagsflipann, sem færir þig fljótt aftur efst á skjáinn

  • Innhólfið, þar sem þú getur lesið, sent og tímasett skilaboð eða haft samband við okkur ef þig vantar aðstoð

  • Dagatalið, þar sem þú getur haldið utan um verðstillingar og framboð, sérstaklega ef þú ert með kveikt á hraðbókun

  • Innsýn, meðal annars á frammistöðugögn, bókunarþróun og tekjumöguleika

  • Valmyndina, þaðan sem þú getur opnað skráningarsíðuna og hlekki á úrræði fyrir gestgjafa, samfélagsspjallborðið og fleira

Skjáborðsvænir eiginleikar

Dagsflipinn birtist á sama hátt á vefsíðunni og í appinu, nema hjá gestgjöfum með fleiri en eina skráningu. Ef þú ert með fleiri en eina skráningu getur þú nálgast verkfæri fyrir faggestgjafa í gegnum valmyndahnappinn úr vafra. Þessir eiginleikar fela í sér færsluskrána og tölfræði á borð við tekjur.

Þú getur reitt þig á dagsflipann til að einbeita þér að því sem er mikilvægast í gistirekstrinum, óháð því hversu mikið er að gera hjá þér.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Dagsflipinn einfaldar þér umsjón með daglegum verkum þínum sem gestgjafi

  • Með dagsflipanum er auðvelt að nálgast öll verkefni og upplýsingar á sama stað úr öllum tækjum

Airbnb
17. maí 2021
Kom þetta að gagni?