Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Að setja sér verðstefnu

  Fáðu fleiri bókanir og auktu tekjur þínar með réttu verði.
  Höf: Airbnb, 1. des. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 13. maí 2021

  Aðalatriði

  • Settu lægra verð fyrir nýskráða eign til að fá fleiri bókanir

  • Bættu tekjurnar með því að breyta verði eftir árstíðum, um helgar og vegna sérviðburða eða orlofs

  • Uppfærðu verð hjá þér
  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

  Sama hvaða fjárhagsleg markmið þú hefur er gáfuleg verðáætlun lykilatriði til árangurs. En það getur verið jafnvægislist að ná tekjumarkmiðunum þar sem staðan breytist frá degi til dags og frá viku til viku. Hér eru gagnleg innsýn og nokkur tól og ábendingar til að einfalda ferlið.

  Hugsaðu eins og gestur

  Verð er einn af aðalþáttunum sem gestir hafa í huga þegar þeir ákveða hvar þeir vilja gista. Það eru góðar líkur á því að þú missir af bókunum sama hve falleg eignin þín er ef verðið er hærra en á sambærilegum eignum á svæðinu. Þú þarft einnig að hafa í huga að verðið sem þú setur er ekki endanlega verðið sem gestir borga. Passaðu að reikna með þjónustugjaldi gesta, viðbótargjöldum sem þú hyggst innheimta (eins og ræstigjöldum og gjöldum vegna aukagesta) og sköttum á staðnum við valið á rétta verðinu fyrir þig og gestina þína.

  Sinntu smá markaðsrannsóknum

  Byrjaðu á því að leita að svipuðum eignum í nágrenninu á Airbnb, að teknu tilliti til:

  • Tegund eignar (sérherbergi, allt heimilið o.s.frv.)
  • Fjöldi rúma/svefnherbergja í boði
  • Hve mörgum gestum getur þú tekið á móti
  • Þægindi í boði

  Passaðu að skoða margar dagsetningar fram í tímann. Skráningar með samkeppnishæft verð eru almennt bókaðar fyrst og því skaltu ekki gera þau mistök að miða við eignir sem eru enn lausar eftir eina eða tvær vikur. Líklega voru þær ekki bókaðar vegna þess að verðið var of hátt. Framsýni hjálpar þér einnig að sjá hvernig gestgjafar í nágrenni við þig breyta verði eftir árstíðum, um helgar og vegna sérviðburða eða orlofs.

  Hugsaðu um staðsetninguna þína og þægindin

  Mundu að gestir átta sig mögulega ekki á því sem þú tekur með í reikninginn á verðinu. Sá sem þekkir ekki bæinn þinn áttar sig til dæmis mögulega ekki á því að hverfið þitt er öruggt og fallegt. Taktu þetta því fram í skráningunni á eigninni. Ef þú ert frábær gestgjafi sem býður morgunverð og lostætiskörfu við komu gesta gæti það réttlætt hærra verð en þú þarft að skýra mjög vel frá þessu í skráningunni og á myndum.

  Skaraðu fram úr með frábæru verði

  „Þegar þú ert að byrja er góð hugmynd að vera með samkeppnishæft verð,“ segir gestgjafinn Ros frá Durban í Suður-Afríku. Gestir hika við að bóka eignir án umsagna svo að fyrir nýja gestgjafa er frábær leið til að vekja áhuga gesta að setja verðið aðeins lægra en þú vilt fá. Þegar þú hefur fengið nokkrar jákvæðar umsagnir getur þú hækkað verðið í takt við eftirspurn þar sem þú ert. Samkeppnishæft verð getur einnig hjálpað skráningunni að raðast hærra í leit.

  Notaðu snjallverð

  Viltu lágmarka getgáturnar? Notaðu snjallverð. Verðverkfæri Airbnb tekur mið af meira en 70 mismunandi þáttum (og stillingum þínum) til að ákvarða besta verðið fyrir allar lausar nætur í dagatalinu þínu. Verðin hjá þér uppfærast sjálfkrafa miðað við atriði á borð við:

  • Fyrirvari: Þegar innritunardagur nálgast
  • Vinsældir á staðnum: Fjöldi fólks sem leitar að heimagistingu þar sem þú ert
  • Árstíðir: Fyrirsjáanlegar árstíðabundnar breytingar á eftirspurn eftir heimagistingu þar sem þú ert
  • Vinsældir skráningar: Fjöldi flettinga og bókana á þinni skráningu
  • Umsagnasaga: Fjöldi jákvæðra umsagna vegna góðrar gistingar

  Mundu að setja lágmarksverð á nótt í snjallverðstólinu svo að gistináttaverðið sé alltaf nógu hátt fyrir þig. Verðið hjá þér verður aldrei lægra en lágmarksverðið. Og ef þér finnst verðið sem tólið setur einhvern tímann ekki vera rétt getur þú einfaldlega tilgreint annað verð í dagatalinu þínu.

  Finndu hvað hentar þér best

  Það gæti tekið smá tíma og nokkrar tilraunir að ná rétta verðinu. Sýndu sveigjanleika og einbeittu þér að ánægju gesta. Fleiri jákvæðar umsagnir geta jú hjálpað þér að bæta reksturinn.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Settu lægra verð fyrir nýskráða eign til að fá fleiri bókanir

  • Bættu tekjurnar með því að breyta verði eftir árstíðum, um helgar og vegna sérviðburða eða orlofs

  • Uppfærðu verð hjá þér
  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar
  Airbnb
  1. des. 2020
  Kom þetta að gagni?