Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig dagatals- og bókunarstillingar virka

  Stilltu framboð til að ýta undir bókanirnar sem þú vilt fá.
  Höf: Airbnb, 1. des. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 26. ágú. 2021

  Aðalatriði

  • Haltu skráningunni þinni réttri til að fá bókanirnar sem þú vilt, þegar þú vilt

  • Samstilltu dagatölin þín til að koma í veg fyrir afbókanir og viðurlög

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

  Stillingar fyrir dagatalið og bókanir gefa gestgjöfum fulla stjórn á því hvenær og hve oft eignum er deilt—hvort sem það eru nokkrar helgar á ári, á hverjum degi eða eitthvað þar á milli. Gistireksturinn gengur betur fyrir sig með góðum tökum á þessum tveimur tólum—og gestirnir verða einnig ánægðari.

  Einnig má koma í veg fyrir að þurfa að afbóka með uppfærðu dagatali en þú gætir þurft að sæta viðurlögum ef þú afbókar og það er óþægilegt fyrir gesti. Svona stillir þú dagatalið og bókanir sem henta þér og fyrir þína eign:
  Ég nota stillingar fyrir dagatalið og bókanir svo að skráningin sé eins og sú sem ég myndi velja sem ferðamaður—hægt að bóka hratt og innrita sig snemma.
  Kevino,
  Mexíkóborg, Mexíkó

  Uppsetning á framboði

  Mikilvægt er að uppfæra reglulega dagatal gestgjafa. Því fleiri dagsetningar sem eru í boði því fleiri valkosti hafa gestir.

  Við höfum útbúið sérsniðnar bókunarstillingar til að hjálpa gestgjöfum að ná jafnvægi á milli þess að bjóða gestum nægt framboð og hafa skipulagið eins og þeim hentar. Ofurgestgjafinn Kevino notar þessar stillingar til að:

  • Stilla bókunartímabil þannig að gestir geti ekki bókað meira en 3 mánuði fram í tímann. „Þetta hjálpar mér að hafa meiri stjórn á verðinu hjá mér síðar á árinu svo að ég verði örugglega samkeppnishæfur.“
  • Merkja frátekna daga þegar fjölskylda eða vinir koma í heimsókn. „Ég er einnig með nokkra gesti sem vilja koma aftur á sama tíma ár eftir ár svo að ég tek þær dagsetningar oft frá.“
  • Sérsníða verð miðað við eftirspurn á svæðinu. „Ég hækka verðið oftast í október og nóvember en þá telst vera annatíminn í Mexíkóborg vegna þeirra fjölmörgu hátíða sem fara fram. Allir vilja vera hér vegna dags hinna dauðu!
  • Tilgreina tiltekinn tíma fyrir inn- og útritun. „Gestir geta innritað sig frá og með 14:00 og útskráð sig hvenær sem er fyrir 12 á hádegi. Ég vil að gestum mínum finnist þeir hafa tíma til að slappa af og borða morgunmat áður en þeir fara. Ég útvega einnig læst svæði svo að gestir sem vilja vera lengur í borginni eftir útritun geti geymt farangur sinn á öruggum stað.“

  Einnig má nota bókunarstillingarnar til að:

  • Til að velja hve langan tíma þarf fyrir undirbúning fyrir gesti. Sumir gestgjafar leyfa til dæmis ekki bókanir samdægurs eða næsta dag vegna þess að þeir vilja hafa meiri tíma til að fylgja 5 skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar.
  • Til að tilgreina lágmarks- og hámarksdvöl. Sumir gestgjafar gera kröfu um gistingu í að minnsta kosti tvær nætur en aðrir í viku eða lengur yfir háannatíma.
  • Til að samstilla dagatalið á Airbnb og önnur netdagatöl til að vita alltaf af væntanlegum bókunum.

  Að velja hvernig gestir geta bókað eignir

  Gestir geta bókað eignina þína á tvennan hátt: annaðhvort með hraðbókun eða handvirkri bókunarbeiðni.

  Með hraðbókun geta gestir sem uppfylla allar kröfur þínar og ganga að húsreglunum bókað samstundis allar lausar dagsetningar á heimilinu. Bókanir aukast oft hjá gestgjöfum sem nota þetta tól af því hve auðvelt gestir eiga með að bóka.*

  Ég gerði prófun þar sem ég birti skráninguna mína fyrst með handvirkum beiðnum og síðan með hraðbókun. Með hraðbókun fékk ég töluvert fleiri bókanir.
  Kevino,
  Mexíkóborg, Mexíkó

  Í eftirfarandi tilvikum vilja gestgjafar oft frekar hafa handvirka bókunarbeiðni:

  • Þegar framboð er ófyrirsjáanlegt
  • Þegar gestgjafar vilja ræða við gesti fyrir bókun vegna einhvers sérstaks við eignina, svo sem mjög fábrotnar aðstæður á staðnum
  • Þegar gesti vantar gistiaðstöðu fyrir 28 nætur eða lengur

  Þetta eru bara nokkrar af þeim fjölmörgu stillingum sem við vonum að veiti þér betri stjórn á því hvenær og hvernig eignin þín er bókuð og hjálpi þér að sinna gestum eins og þér hentar.

  *Samkvæmt gögnum sem safnað var innanhúss hjá Airbnb frá október 2018 til mars 2020.

  Aðalatriði

  • Haltu skráningunni þinni réttri til að fá bókanirnar sem þú vilt, þegar þú vilt

  • Samstilltu dagatölin þín til að koma í veg fyrir afbókanir og viðurlög

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

  Airbnb
  1. des. 2020
  Kom þetta að gagni?