Stökkva beint að efni
Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

  Nauðsynjar: Fyrstu skrefin á Airbnb

  Kynntu þér hvernig þú gerist gestgjafi, allt frá því að útbúa skráninguna þína til undirbúnings á eigninni.
  Höf: Airbnb, 18. des. 2019
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 7. jún. 2021

  Aðalatriði

  • Skoðaðu reglur á staðnum varðandi heimagistingu

  • Skráðu eignina þína og ákveddu verð og stillingar á dagatali

  • Lagaðu til og komdu fyrir þeim nauðsynjum í eigninni sem gestir eru hrifnir af

  • Byrjaðu að taka á móti gestum og afla tekna

  • Kynntu þér meira í handbók okkar þar sem gestaumsjón er lýst í víðu samhengi

  Skráðu eignina þína

  Líttu á skráningarlýsinguna sem auglýsingu fyrir eignina þína. Hafðu hana eins heillandi og mögulegt er en greindu samt heiðarlega frá hvers konar sérkennum.

  • Byrjaðu á grunninum. Sláðu inn upplýsingar eins og staðsetningu eignarinnar þinnar, tegund eignar sem þú býður upp á og fjölda svefnherbergja og baðherbergja sem gestir hafa aðgang að.
  • Taktu myndir af eigninni. Gestir elska að skoða myndir þegar þeir taka ákvörðun um hvar þeir vilja gista. Taktu til svo myndirnar líti sem best út. Taktu myndir af hverju rými í dagsbirtu og notaðu langsnið þegar þú getur.
  • Leggðu áherslu á það sem er einstakt. Hugsaðu um hvað ber af við eignina þína, eins og útsýnið eða sundlaug, þegar þú skrifar skráningartitil og lýsingu. Hugsaðu einnig um þá hluta lýsingarinnar sem gestir ættu að vita af áður en þeir bóka eins og stiga og bílastæði.

  Komdu reglu á skipulagið

  Næsta skref þitt verður að skipuleggja allt saman fyrir skráninguna þína til að gestaumsjónin gangi vel.

  Undirbúðu eignina þína

  Hvort sem þú átt von á fyrsta gestinum eða þeim hundraðasta eru þetta þau skref skref sem þú þarft að ganga í gegnum til að tryggja að eignin sé til reiðu.

  • Lagaðu til. Þrífðu hvert herbergi sem gestir hafa til afnota, sérstaklega svefnherbergi, baðherbergi og eldhúsið. Passaðu að ekki sé hár, ryk eða mygla á yfirborðum og gólfum og búðu um rúm með nýþvegnum rúmfötum.
  • Geymdu verðmæti á öruggum stað. Ef þú ert með skartgripi, vegabréf eða önnur verðmæti gæti verið gott að geyma þau í læstu herbergi, skáp, öryggisskáp eða geymslu. Þú getur einnig geymt slíkt hjá fjölskyldu eða vinum.
  • Kauptu allar nauðsynjar. Gott er að útvega þægindi eins og sápu, hárþvottalög, salernispappír, sængurföt og handklæði svo að gestum líði eins og heima hjá sér. Auk þess er gott að vera með varabirgðir á staðnum.
  • Gefðu upplýsingar um innritun. Búðu þig undir að inn- og útrita gesti eða fáðu vini þína og fjölskyldu til að hjálpa til. Þú getur ávallt notað lyklabox eða rafræna læsingu og gefið gestum innritunarleiðbeiningar í Airbnb appinu ef enginn er á staðnum.
  • Gakktu frá lausum endum. Gestir kunna að meta haganlega hönnun. Húsleiðbeiningar með leiðbeiningum og hollráðum hjálpa gestum að ná áttum. Gestum finnst einnig einstaklega vel tekið á móti sér þegar vínflaska eða lítil gjöf bíður þeirra; en það er alls engin krafa um það.

  Þegar þú hefur sett upp skráningu þína og eign er allt til reiðu til að taka á móti gestum og afla tekna!

  Aðalatriði

  • Skoðaðu reglur á staðnum varðandi heimagistingu

  • Skráðu eignina þína og ákveddu verð og stillingar á dagatali

  • Lagaðu til og komdu fyrir þeim nauðsynjum í eigninni sem gestir eru hrifnir af

  • Byrjaðu að taka á móti gestum og afla tekna

  • Kynntu þér meira í handbók okkar þar sem gestaumsjón er lýst í víðu samhengi

  Airbnb
  18. des. 2019
  Kom þetta að gagni?