Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hafðu stjórn á dagatals- og bókunarstillingum

  Stilltu framboðið hjá þér og taktu við bókununum sem þú vilt fá.
  Höf: Airbnb, 20. ágú. 2020
  4 mín. lestur
  Síðast uppfært 20. ágú. 2020

  Aðalatriði

  • Með stillingum fyrir dagatal og bókanir getur þú tekið á móti gestum hvenær sem þér hentar og stjórnað því hvernig gestir bóka

  • Samstilling á dagatölum þínum getur hjálpað til að koma í veg fyrir afbókanir og viðurlög

  • Kröfur til gesta sem bóka samstundis (eins og opinber skilríki og að hafa fengið jákvæðar umsagnir frá öðrum gestgjöfum) geta dregið út áhyggjum

  Eitt það mikilvægasta við gestaumsjón á Airbnb er að uppfæra dagatalið hjá sér svo að gestir geti einungis bókað eignina þína þær nætur sem eignin er í raun laus; og þegar þú (eða einhver sem færð til aðstoðar) getur tekið á móti gestum.

  Uppsetning á framboði

  Þú ættir að setja dagatalið þitt þannig upp að dagsetningar sem þú vilt bjóða gestum birtist „lausar“ og dagsetningar sem þú ert ekki laus eða ekki viss um séu fráteknar. Annars gætir þú þurft að afbóka sem getur valdið þér og gestum þínum stressi og kostnaði og gæti orðið til viðurlaga.

  Hér eru nokkrar af þeim stillingum sem þú getur notað til að fá bókanirnar sem þú vilt:

  • Fyrirvari : Þú getur valið hve mikinn fyrirvara þú þarft til að undirbúa þig fyrir gesti, til dæmis til að forðast bókanir samdægurs eða næsta dag.
  • Undirbúningstími: Þessi stilling tekur sjálfkrafa frá nætur fyrir og eftir bókun um leið og þær eru staðfestar þannig að þú hafir meiri tíma til að undirbúa eignina fyrir næsta gest.
  • Bókunartímabil: Þú getur einnig stjórnað hve mikinn fyrirvara þú þarft til að samþykkja bókanir. Til dæmis getur þú valið að taka dagsetningar frá 3, 6 eða 12 mánuði frá deginum í dag. Þetta kallast „rúllandi bókunartímabil“ sem þýðir að með hverjum degi sem líður opnast nýr dagur til að bóka síðar. Passaðu því að fylgjast vel með dagatalinu þínu.
  • Lengd ferðar: Þú getur stillt lágmarks- og hámarkslengd gistingar fyrir gestina þína og útbúið sérsniðnar reglur fyrir ákveðna daga eða árstíðir. Sumir gestgjafar gera til dæmis kröfu um gistingu í að minnsta kosti tvær nætur en aðrir í viku eða lengur á háannatíma á staðnum.
  • Inn- og útritunartími: Þú getur einnig tilgreint tíma fyrir inn- og útritun og ef þú vilt getur þú lokað fyrir innritun tiltekna vikudaga.

  Kynntu þér hvernig þú getur breytt bókunarstillingum þínum

  Dagatalsstillingar

  Dagatalið þitt sýnir nákvæmlega framboð eignarinnar hvern dag og þegar það er uppfært er öruggt að þú fáir einungis gesti þá daga sem þú getur tekið á móti þeim. Þú getur samstillt dagatalið þitt við önnur dagatöl á Netinu svo að þú vitir alltaf af væntanlegum bókunum. Þessi eiginleiki tekur einnig sjálfkrafa frá daga í dagatalinu þínu á Airbnb þegar þeir eru fráteknir í samstilltum dagatölum.

  Taktu dagsetningar frá handvirkt
  Dagatalið sýnir framboð miðað við bókunarstillingarnar hjá þér en þú getur einnig tekið frá dagsetningar handvirkt þegar þú getur ekki tekið á móti gestum eða þegar þú þarft að bóka eignina þína til eigin nota.

  Frekari upplýsingar um hvernig dagsetningar eru teknar frá eða boðnar í dagatalinu þínu

  Vertu með sérsniðið verð
  Að lokum inniheldur dagatalið þitt tól til að sérsníða verð tiltekna daga. Þú gætir til dæmis stillt verð fyrir orlof, helgar eða sérstaka viðburði til að bregðast við mikilli eftirspurn.

  Frekari upplýsingar um helgarverð og sérsniðin verð

  Hvernig gestir geta bókað

  Þú getur einnig valið hvernig gestir bóka eignina þína: annaðhvort með hraðbókun eða með því að gera bókunarbeiðnir handvirkt.

  Hraðbókun
  Hraðbókun gerir fólki sem uppfyllir allar kröfur til gesta og samþykkir húsreglurnar þínar kleift að hraðbóka allar lausar dagsetningar á heimilinu þínu. Uppfært dagatal er undirstaða þess að ná árangri með hraðbókun.

  Annars gætu óvæntar bókanir komið flatt upp á þig eða þú gætir þurft að fella niður bókun sem varð vegna villu við skipulag, sem gæti orðið til viðurlaga. Margir gestgjafar hafa sagt okkur að þeir afli meiri tekna með hraðbókun með því að einfalda bókunarferli gesta og skráningar með hraðbókun koma yfirleitt framar fyrir í leitarniðurstöðum á Airbnb.

  Handvirkar bókunarbeiðnir
  Sumir gestgjafar bjóða þó ekki upp á hraðbókun. Þú getur einnig krafist þess að gestir geri bókunarbeiðni. Þessi valkostur gæti verið betri fyrir þig ef framboðið breytist oft hjá þér og þú ert ekki viss um að þú getir haldið dagatalinu þínu uppfærðu eða ef eignin þín hefur einstaka eiginleika sem geta verið sumum gestum erfiðir (eins og til dæmis mjög fábrotnar aðstæður).

  Ef þú ert gestgjafi sem býður einungis gistingu fyrir gesti sem dvelja í 28 daga eða lengur gæti verið betra fyrir þig að nota bókunarbeiðnir til að skipuleggja gistinguna fyrir bókun.

  Frekari upplýsingar um hvernig er kveikt og slökkt á hraðbókun

  Uppsetning krafna til gesta

  Til að draga úr áhyggjum getur þú bætt við bókunarkröfum fyrir gesti sem nota hraðbókun þar sem þú tekur fram að þeir þurfi að framvísa opinberum skilríkjum eða að þeir verði að hafa fengið jákvæða umsögn eða meðmæli annarra gestgjafa. Gestir sem vilja gista í eigninni þinni en uppfylla ekki kröfurnar fyrir hraðbókun hjá þér verða að senda þér bókunarbeiðni.

  Þegar þú skilur dagatals- og bókunarstillingarnar hefur þú fulla stjórn á því hvernig og hvenær þú tekur á móti gestum svo að reynsla þín af Airbnb verði sem best!

  Aðalatriði

  • Með stillingum fyrir dagatal og bókanir getur þú tekið á móti gestum hvenær sem þér hentar og stjórnað því hvernig gestir bóka

  • Samstilling á dagatölum þínum getur hjálpað til að koma í veg fyrir afbókanir og viðurlög

  • Kröfur til gesta sem bóka samstundis (eins og opinber skilríki og að hafa fengið jákvæðar umsagnir frá öðrum gestgjöfum) geta dregið út áhyggjum

  Airbnb
  20. ágú. 2020
  Kom þetta að gagni?