Nýttu þér máttinn í gagnkvæmum stuðningi gestgjafa

Vertu í sambandi við aðra gestgjafa til að skapa heild og fá ábendingar
Airbnb skrifaði þann 3. maí 2023
2 mín. lestur
Síðast uppfært 3. maí 2023

Aðalatriði

 • Í Gestgjafaklúbbum getur þú spjallað og átt í samstarfi við aðra gestgjafa á svæðinu, bæði á Netinu og í eigin persónu

 • Kíktu í félagsmiðstöðina okkar og vertu í sambandi við gestgjafa og fulltrúa Airbnb frá öllum heimshornum

Frá árinu 2007 hafa meira en fjórar milljónir gestgjafa skráð eignir sínar á Airbnb. Margir þessara gestgjafa hafa fundið tenginguna og aðstoðina sem þeir þörfnuðust í gegnum gestgjafaklúbba á staðnum eða félagsmiðstöð Airbnb.

Gakktu í gestgjafaklúbb og njóttu góðs af stuðningsneti á staðnum

Gestgjafaklúbbar eru reknir af og fyrir gestgjafa um allan heim, í gegnum einkahópa á Facebook og samkomur. Þegar þú gengur í gestgjafaklúbbinn á þínu svæði færð þú aðgang að:

 • Ábendingum frá gestgjöfum sem hafa þekkingu á reglugerðum fyrir skammtímaútleigu þar sem þú ert
 • Samkomum á Netinu og í eigin persónu sem geta leitt til þýðingarríkra tengsla
 • Innherjaaðgengi að nýjustu fréttum og vöruuppfærslum Airbnb
 • Mögulegum tilvísunum frá öðrum gestgjöfum sem fá beiðni sem þeir geta ekki orðið við
 • Samfélagsheild og aðstoð þegar þú þarft á að halda

„Það er ekki svo langt síðan einn af gestgjöfunum í samfélagi okkar átti í vandræðum við að fá nógu margar bókanir,“ segir Janvi, samfélagsleiðtogi í Kenía. „Innan fáeinna mínútna höfðu aðrir í hópnum veitt ábendingar um að setja upp samkeppnishæft gistináttaverð, ráða ljósmyndaþjónustu til að taka myndir af eigninni og gera endurbætur á skreytingunum. Það veitir manni alltaf innblástur þegar samfélagið tekur höndum saman til að veita gagnkvæman stuðning.“

Opnaðu félagsmiðstöðina og vertu hluti af samræðunum

Félagsmiðstöð Airbnb er vettvangur á Netinu sem tengir saman nýja og reynda gestgjafa alls staðar að úr heiminum. Gestgjöfum er boðið í líflegt rými sem einkennist af samvinnu þar sem hægt er að:

 • Leita að fyrirliggjandi umræðum og skoða ábendingar um allt milli himins og jarðar
 • Fá ráðleggingar um hvernig er best að bregðast við tilteknum aðstæðum, eins og að svara skilaboðum gesta eða neikvæðri umsögn
 • Deila hlekk á skráningarsíðu með öðrum gestgjöfum til að fá athugasemdir og ábendingar um hvað má bæta
 • Skiptast á reynslusögum um gestaumsjónina, eins og falleg skilaboð frá gestum eða vandræði með dagatalið
 • Senda athugasemdir beint til starfsfólks Airbnb

„Ég opnaði félagsmiðstöðina þremur árum eftir að ég varð gestgjafi, til að leita að úrlausn vegna tiltekins tæknilegs vandamáls,“ segir Lawrene, gestgjafi í Nova Scotia, Kanada. „Þegar ég las í gegnum umræðurnar áttaði ég mig á því að ég hefði getað komið í veg fyrir mörg algeng vandamál ef ég hefði kíkt á hana fyrr.“

„Þetta er svo sannarlega samfélag. Hópur fólks sem veitir ráðleggingar og aðstoð undir eigin nafni en ekki undir dulgervi tölvumynda og notendanafna. Þetta er fólk sem er örlátt og ber hag annarra fyrir brjósti. Hér eru svo margir gestgjafar sem mig langar að gista hjá einn daginn.“

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

 • Í Gestgjafaklúbbum getur þú spjallað og átt í samstarfi við aðra gestgjafa á svæðinu, bæði á Netinu og í eigin persónu

 • Kíktu í félagsmiðstöðina okkar og vertu í sambandi við gestgjafa og fulltrúa Airbnb frá öllum heimshornum

Airbnb
3. maí 2023
Kom þetta að gagni?