Endurhugsaðu verðstefnu þína reglulega
Þú stjórnar ávallt verðinu hjá þér og hversu oft þú endurskoðar það.
Ein leið til að halda verðinu samkeppnishæfu er að breyta því reglulega í takt við ferða- og efnahagsþróun á svæðinu.
Fylgstu vel með dagatalinu þínu
Þú getur haft umsjón með mörgu úr dagatalinu þínu, eins og hvenær þú tekur á móti gestum og hvað þú tekur fyrir. Þú getur:
Fylgst með svæðisbundinni eftirspurn. Berðu verðið hjá þér reglulega saman við meðalverð sambærilegra eigna í nágrenninu.
Breytt verði í kringum tilteknar dagsetningar. Taktu til greina árstíðabundnar breytingar, sérstaka viðburði og daglega þróun sem gæti haft áhrif á svæðisbundna eftirspurn.
Ýtt undir lengri gistingu. Íhugaðu að bjóða afslætti fyrir viku- eða langdvöl, en lengri dvöl minnkar umstangið á milli gesta og getur fyllt dagatalið fyrr.
Hagað stillingum í samræmi við athugasemdir. Margar bókanir og góðar umsagnir frá gestum gætu réttlætt hækkun á verði.
„Ég skoða dagatalið mitt á hverjum degi,“ segir Daniel, meðlimur ráðgjafaráðs gestgjafa á Tenerife á Kanaríeyjum. „Ég vil geta áttað mig á eftirspurn og framboði til að geta hagað málum hjá mér í samræmi við það.“
Gestgjafar hafa deilt ýmsum leiðum sem þeir nota til að breyta verðinu hjá sér með tímanum, meðal annars að:
Skipuleggja sig fram í tímann. „Við fáum venjulega bókanir fyrir gamlárskvöld strax í ágúst. Mundu því að setja inn verð fyrir hátíðardaga snemma,“ segja Branka og Silvia, gestgjafar í Zagreb í Króatíu.
Stilla lágmarksfjölda gistinátta. „Dvöl þarf að vara minnst fjóra daga um hátíðir og gamlárskvöld er dýrast,“ segir Letti frá Atascosa í Texas.
Nýta rólegu tímabilin. „Ég reyni að sjá kostina á tímum þar sem lítið er að gera og hugsa um hvernig ég get náð til fleiri gesta,“ segir Katie Kay, meðlimur ráðgjafaráðs gestgjafa í Lake Arrowhead í Kaliforníu. „Ætti ég að bæta nýjum þægindum við? Eru skreytingarnar hjá mér að verða þreyttar? Áhersla á hönnun og þægindi er frábær leið til að auka bókanir og virði eignarinnar.“
Helsti mælikvarðinn á árangur skráningar þinnar eru þættir eins og hve margar bókanir þú færð og hvort umsagnirnar séu góðar.
Lífgaðu upp á skráningarsíðuna
Eignin þín og hvernig þú sinnir gestum gæti tekið breytingum með tímanum. Þú hefur ekki stjórn á sumum hlutum, eins og nýjum nágrönnum eða staðbundnum reglugerðum — á meðan aðrir hlutir eru alfarið undir þér komnir, eins og hvort þú bætir við fleiri þægindum eða uppfærir húsreglurnar hjá þér.
Uppfærðu skráningarsíðuna þína reglulega þannig að hún endurspegli nákvæmlega það sem þú býður upp á. Með því að tilgreina eins margar upplýsingar og mögulegt er, eiga gestir betra með að ákvarða hvort tiltekin eign henti þörfum þeirra eða ekki.
Algengar uppfærslur eru meðal annars:
Myndirnar. Fangaðu blæbrigði mismunandi árstíða ásamt breytingum á innbúinu með skráningarmyndunum þínum.
Þægindin. Gestir sía oft eftir vinsælum þægindum þegar þeir leita að gistingu og því ættir þú að uppfæra þín reglulega.
Skráningarlýsingin. Taktu fram allar mikilvægar breytingar á eigninni, sérstaklega þær sem gera hana eftirsóknarverðari.
Pamellah, frumkvöðull og fyrrverandi meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa í Malindi, Kenía, segir að helsta spurningin sem hún spyrji gestgjafa sem vilja aðstoð við að fá fleiri bókanir sé: „Hvenær sinntir þú skráningunni þinni síðast?“
Með því svara gestum tímanlega getur þú stuðlað að fleiri bókunum. Pamellah mælir með því að gestgjafar uppfæri skráningarmyndir sínar oft og svari skilaboðum gestum tímanlega. Hún mælir einnig með því að bera verð reglulega saman við álíka eignir í nágrenninu, en þú getur gert það beint úr dagatalinu.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.