Greindu skýrt frá væntingum til allra gesta

Nákvæmni skiptir öllu máli þegar kemur að gestaumsjón.
Airbnb skrifaði þann 17. feb. 2023
2 mín. lestur
Síðast uppfært 17. feb. 2023

Samkvæmt grunnreglum gestgjafa ætti skráningarlýsing að lýsa eign rétt og nákvæmlega og endurspegla þá eiginleika og þau þægindi sem standa til boða frá innritun til útritunar. Gestir verða fyrir vonbrigðum ef upplifun þeirra á staðnum stemmir ekki við lýsingu þína á eigninni.

Að gefa raunhæfar væntingar

Ekki láta of vel af eigninni eða sleppa því að minnast á mikilvæg atriði. Það er best að tala um hugsanlega ókosti eignarinnar og hverfisins af hreinskilni, til dæmis ef gardínur hleypa inn mikilli morgunbirtu eða ef eignin er nálægt byggingarsvæði.

Gættu þess að gefa réttar væntingar með þessum ábendingum:

  • Láttu gesti vita nákvæmlega í skráningarlýsingunni hverju má búast við og skrifaðu myndatexta með myndunum sem þú setur inn. Láttu gesti vita ef það er hundur á staðnum eða ef tröppurnar braka.
  • Gefðu upp réttan fjölda af svefn- og baðherbergjum. Tegund skráningarinnar ætti einnig að passa við eignina eins og hún er í raun. Sé hún í íbúðarbyggingu ætti til dæmis ekki að lýsa henni sem sveitaheimili.
  • Ekki ýkja þægindin. Ef þú ert í klukkutímafjarlægð frá vinsælu kennileiti skaltu ekki taka fram að það sé í nágrenninu. Láttu vita nákvæmlega hve langt í burtu það er. Sé sundlaug eða heitur pottur með takmarkaðan opnunartíma, eða ef hann fer eftir árstímum, skaltu taka það fram í skráningarlýsingunni.

Að gleðja gesti

Gestgjafar sem ná árangri lofa litlu og fara svo fram úr væntingum. Það þýðir að þeir forðast fagurgala í skráningarlýsingum og einbeita sér að frábærri gestrisni.

Fylgdu þessum ábendingum til að heilla gestina við innritun:

  • Settu inn myndir sem sýna eignina eins og hún er. Forðastu gleiðlinsu eða mikla myndvinnslu sem lætur eignina líta út fyrir að vera stærri eða bjartari en hún er í raun. Sums staðar er hægt að fá atvinnuljósmyndara frá Airbnb.
  • Sinntu reglubundnu viðhaldi. Skoðaðu eignina reglulega til að það sem stendur í skráningarlýsingunni virki örugglega og að allt standi til boða. Ef þú ert með heitan pott, sundlaug, uppþvottavél og annað slíkt skaltu ganga úr skugga um að allt sé í góðu standi fyrir komu gesta.
  • Bjóddu upp á eitthvað aukalegt sem þakklætisvott til gesta þinna. Þetta gæti verið eitthvað smátt eins og handskrifaður miði til að bjóða fólk velkomið eða smákökuaskja.
Airbnb
17. feb. 2023
Kom þetta að gagni?