Uppsetning á einfaldri innritun sem virkar alltaf

Gestirnir þínir ættu að hafa greiðan aðgang að eigninni.
Airbnb skrifaði þann 31. maí 2023
1 mín. lestur
Síðast uppfært 31. maí 2023

Samkvæmt grunnreglum gestgjafa ætti að veita gestum nauðsynlegar upplýsingar bæði til að komast inn í eignina við innritun og meðan á dvöl þeirra stendur. Árangursríkir gestgjafar bjóða oft sjálfsinnritun með tækjum eins og snjalllásum, talnaborðum eða lyklaboxum og eru með varaáætlun fari eitthvað úrskeiðis.

Einföldu innritunarferli komið í kring

Komdu þér upp einföldu innritunarferli og prófaðu það til að tryggja að það virki fyrir alla gesti í hvert skipti.

  • Notaðu Airbnb appið til að bæta ítarlegum innritunarleiðbeiningum við skráningarsíðuna. Appið mun biðja þig um að setja inn myndir af innritunarferlinu ásamt stuttum leiðbeiningum sem gestir geta nálgast á einfaldan hátt.

  • Sláðu inn rétt heimilisfang og staðsettu pinnann á kortinu. Ef eignin er utan alfaraleiðar eða engin símaþjónusta er á svæðinu skaltu láta nákvæma leiðarlýsingu fylgja með til að koma í veg fyrir misskilning.

  • Sendu innritunarleiðbeiningarnar þremur dögum fyrir innritun. Gakktu úr skugga um að þær hafi borist gestunum og athugaðu hvort viðkomandi hafi einhverjar spurningar.

  • Vertu til taks við innritun. Ef eitthvað kemur upp á þarf að vera hægt að ná í þig til að leysa úr málunum þegar í stað.

Að skipta lyklum út fyrir aðra valkosti

Ein leið til að auðvelda innritun er að nota snjalllás eða talnaborð þannig að gestir geti opnað útidyrnar með kóða. Þú getur breytt kóðanum fyrir hverja innritun og sent gestinum einstakt númer.

Gakktu reglulega úr skugga um að öll kerfi virki. Hvort sem þú reiðir þig á tæki eða tekur á móti gestum í eigin persónu er best að hafa lyklabox með varalykli.

Airbnb
31. maí 2023
Kom þetta að gagni?