Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

  Þægindin sem gestir vilja

  Vel búin eign getur verið lykilatriði til að fá gesti.
  Höf: Airbnb, 19. nóv. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 5. apr. 2022

  Aðalatriði

  • Skoðaðu 10 vinsælustu þægindin núna, þar á meðal gæludýravænar eignir, þráðlaust net, ókeypis bílastæði og fleira

  • Uppfærðu þægindin hjá þér til að tryggja að gestir finni þig þegar þeir leita

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

  Samkvæmt neytendakönnun sem Airbnb lét vinna segir meirihluti ferðalanga að þægindi séu undirstaða frábærrar ferðar. Þetta er enn mikilvægara núna þar sem gestir leita að lengri gistingu.

  Auk þess sía gestir oft leitarniðurstöður til að finna 10 vinsælustu þægindin. Passaðu að þú bætir við eða uppfærir þægindin svo að þau komi fram í skráningarlýsingunni þinni ef þú ert með þau til að vekja athygli í leitarniðurstöðum. Ef þú íhugar vandlega hvernig eignin er útbúin og bætir vinsælum þægindum við skráninguna þína hjálpar það þér að vekja athygli á þér.

  Skoðaðu þessi 10 vinsælu þægindi

  Margir gestir sía út eignir með nauðsynlegum þægindunum eða eiginleikunum við leit að skráningum. Mundu því að taka eins mikið fram og þú getur í skráningarlýsingunni. Gestir leita oft eftir eignum með:*

  1. Sundlaug
  2. Þráðlaust net
  3. Eldhús
  4. Ókeypis bílastæði
  5. Nuddpottur
  6. Þvottavél eða þurrkari
  7. Loftræsting eða upphitun
  8. Sjálfsinnritun
  9. Hentug vinnuaðstaða fyrir ferðatölvu
  10. Gæludýr leyfð

   Vertu með nóg af nauðsynjum

   Gestir gera ráð fyrir að finna salernispappír, hand- og líkamssápu, handklæði og rúmföt og því ættir þú að sjá til þess að nóg sé af þessum nauðsynjum í eigninni. Airbnb mælir með því að bjóða að lágmarki:

   • Eitt handklæði fyrir hvern gest
   • Einn kodda fyrir hvern gest
   • Rúmföt fyrir hvert gestarúm

   Gestir hafa einnig sagt okkur að þeir vilji geta þrifið meðan á dvöl stendur. Hjálpaðu gestum að hafa það gott og öruggt með því að hafa nóg af hreinsiefnum fyrir þá, þ.m.t.:

   • Einnota eldhúsþurrkur
   • Einnota hanska
   • Alhliða hreinsiefni
   • Sótthreinsiþurrkur eða -úða
   • Bakteríudrepandi handhreinsi

   Hafðu öryggi í huga

   Einfaldar öryggisráðstafanir geta verið gagnlegar til að vernda gesti þína og heimilið þitt. Íhugaðu að hafa eftirfarandi á staðnum:

   • Reykskynjari
   • Kolsýringsskynjari
   • Slökkvitæki
   • Sjúkrakassi
   • Neyðaráætlun og neyðarnúmer á staðnum

   Fylgdu ábendingum frá alþjóðlegum hollustu- og öryggisstofnunum svo að allt sé til reiðu

   Leggðu áherslu á aðgengi

   Gestir með aðgengisþarfir leita eftir sérhæfðum þægindum. Þrepalaus inngangur, breiðar dyragáttir og gangar (a.m.k. 81 cm á breidd) og rúm í aðgengilegri hæð eru dæmi um eiginleika fyrir hentug heimili. Skráningar með aðgengiseiginleikum koma fyrst í leit á Airbnb og því er góð hugmynd að leggja áherslu á þá undir þægindum og á myndum.

   Hafðu allt tilbúið fyrir fjarvinnufólk

   Hvort sem gestir flytja tímabundið til að vera nær fjölskyldunni eða nota tækifærið til að skipta um umhverfi sýna gögn Airbnb að gestir vinna núna meira fjarvinnu en nokkru sinni áður.

   Gestir leita að eignum sem auðvelda fjarvinnu og að flytja tímabundið og því er sniðugt að hugsa um á hverju gestirnir gætu þurft að halda. Dæmi:

   • Hratt og áreiðanlegt þráðlaust net
   • Vinnuaðstaða fyrir fartölvu
   • Góð lýsing
   • Fullbúið eldhús
   • Skrifstofuvörur

   Kynntu þér hvernig þú getur undirbúið eignina þína fyrir fjarvinnufólk

   Sýndu eiginleika fyrir börn og gæludýr

   Fleiri gestir eru að ferðast með allri fjölskyldunni svo að skráningin getur vakið meiri athygli ef þú býrð vel að börnum og gæludýrum.

   Þú gætir lagt áherslu á eftirfarandi þægindi svo að foreldrar og gæludýraeigendur þurfi ekki að ferðast langt með fyrirferðamikið dót:

   • Rúm og barnastól
   • Baðker
   • Loftræstingu
   • Þvottavél og/eða þurrkara
   • Auka hreinlætisvörur
   • Húsgagnahlífar
   • Skálar fyrir gæludýramat og vatn
   • Handklæði til að þurrka af fótum gæludýra við dyrnar

   Bættu við nokkrum atriðum sem sýna umönnun

   Ein besta leiðin til að bæta umsagnirnar er að gleðja gesti með smá aukaþægindum eins og morgunverði eða góðri kaffiaðstöðu. Það eru endalausar leiðir til að koma eigninni sinni á hærra stig allt frá því að bjóða veitingar til þess að vera með sundleikföng.

   Ertu ekki viss um hvað gestirnir þínir kunna að meta? Upplifðu eignina þína eins og gestir með því að gista þar yfir nótt. Þú átt örugglega eftir að taka eftir einhverju sem væri hægt að bæta við svo að gisting gesta verði yndisleg.

   Gátlistinn

   Grunnþægindi:

   • Salernispappír
   • Hand- og líkamssápa
   • Eitt handklæði fyrir hvern gest
   • Rúmföt fyrir hvert rúm
   • Einn kodda fyrir hvern gest
   • Auka hreinlætisvörur

   Vinsælustu þægindin sem gestir leita að:*

   • Sundlaug
   • Þráðlaust net
   • Eldhús
   • Ókeypis bílastæði
   • Heitur pottur
   • Þvottavél eða þurrkari
   • Loftræsting eða upphitun
   • Sjálfsinnritun
   • Hentug vinnuaðstaða fyrir ferðatölvu
   • Gæludýr leyfð

   Öryggisþægindi:

   • Kolsýringsskynjari
   • Reykskynjari
   • Slökkvitæki
   • Sjúkrakassi
   • Neyðaráætlun og -símanúmer á staðnum

   Aðgengisþægindi:

   • Þrepalaus inngangur
   • Breiðir inngangar (a.m.k. 81 cm)
   • Breiðir gangar (a.m.k. 91 cm)
   • Aðgengilegt baðherbergi

   Annað sem gestir kunna að meta:

   • Auka salernispappír, rúmföt og handklæði
   • Nauðsynlegar snyrtivörur eins og sjampó og hárnæringu
   • Uppþvottalög og hreinsiefni
   • Nauðsynjar í eldhús eins og kaffivél, eldunaráhöld, diska og hnífapör
   • Vínglös
   • Nauðsynjar fyrir matargerð svo sem salt, pipar og olíu
   • Kaffi og te
   • Léttan morgunverð eða snarl
   • Herðatré
   • Millistykki og hleðslutæki

   Þægindi fyrir fjarvinnu:

   • Hratt og áreiðanlegt þráðlaust net
   • Vinnuaðstaða fyrir ferðatölvu
   • Góð lýsing
   • Fullbúið eldhús
   • Skrifstofuvörur

   Þægindi fyrir fjölskyldur og gæludýr:

   • Rúm og barnastóll
   • Baðker
   • Loftræsting
   • Þvottavél og/eða þurrkari
   • Auka hreinlætisvörur
   • Húsgagnahlífar
   • Skálar fyrir gæludýramat og vatn
   • Handklæði til að þurrka af fótum gæludýra við dyrnar

    *Samkvæmt innanhússgögnum Airbnb sem mældu hvaða þægindum var leitað að oftast um allan heim frá 1. janúar til 31. desember 2021.

    Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

    Aðalatriði

    • Skoðaðu 10 vinsælustu þægindin núna, þar á meðal gæludýravænar eignir, þráðlaust net, ókeypis bílastæði og fleira

    • Uppfærðu þægindin hjá þér til að tryggja að gestir finni þig þegar þeir leita

    • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar
    Airbnb
    19. nóv. 2020
    Kom þetta að gagni?