Hvernig lengri gisting getur komið sér vel við gestaumsjón

Færri gestir sem bóka fleiri nætur geta einfaldað gestaumsjónina og aukið tekjurnar.
Airbnb skrifaði þann 11. maí 2022
3 mín. lestur
Síðast uppfært 12. maí 2023

Það getur verið góð markaðsstefna að taka á móti gestum í lengri gistingu. Þannig getur þú skapað fyrirsjáanlegri tekjustraum, minnkað umstang á milli gesta og sinnt gestaumsjón af meiri sveigjanleika.

Dagatalið fyllt

Lengri gisting eykur líkurnar á því að dagatalið fyllist hratt. Hvort sem um er að ræða vikulanga dvöl (sjö nætur í það minnsta) eða langdvöl (28 nætur minnst) getur lengri gisting fækkað lausum dögum á milli bókana.

Lengri gisting skapar einnig fyrirsjáanlegra og stöðugra tekjustreymi. Þegar þú tekur á móti gesti lengur en í mánuð færð þú greitt með reglubundnum innborgunum.

Þú getur ýtt undir lengri gistingu með því að bjóða viku- og mánaðarafslátt:

  1. Pikkaðu eða smelltu á stillingartáknið í dagatalinu.

  2. Flettu niður að afslætti í verðflipanum.

  3. Veldu vikuafslátt eða mánaðarafslátt. Þú munt sjá ráðlagðan afslátt sem miðast við eignina og eftirspurn á álíka eignum í nágrenninu.

  4. Færðu rennistikuna á milli 0 og 99% til að stilla afsláttinn og skoða hvernig hann breytir meðalverðinu fyrir vikulega eða mánaðarlega dvöl.

  5. Að neðan velur þú verðið sem gestir greiða til að fá sundurliðun á verðinu, að meðtöldum öllum gjöldum og tekjum.

  6. Pikkaðu eða smelltu á „vista“ til að nota afsláttinn sem þú stilltir.

Sumir gestgjafar vilja fá gesti sem hyggja á lengri dvöl. Þeir deila hlekkjum á skráningar sínar með fyrirtækjum á svæðinu eða háskólum þar sem nemendur eða starfsfólk gætu verið að leita eftir tímabundnu húsnæði.

„Ég hef eingöngu áhuga á því að taka á móti gestum í lengri tíma,“ segir Patricia, ofurgestgjafi í Austin, Texas. „Ég vona að ég geti skapað heimili fyrir fjarvinnufólk sem vinnur að verkefnum að heiman í einn til þrjá mánuði í senn.“

Dregið úr vinnuálagi

Lengri bókanir þýða almennt minna umstang á milli gesta og þar af leiðandi minni vinnu, sérstaklega hvað snertir samskipti við gesti með skilaboðum og þrif á eigninni.

Gestgjafar verja til dæmis minni tíma í samskipti við gesti sem dvelja í mánuð heldur en þeir myndu verja í samskipti við marga gesti sem gista aðeins nokkrar nætur í senn.

Sumir gestgjafar útvega ræstiþjónustu og hreinsivörur til að halda öllu snyrtilegu. „Ég býð upp á vikuleg þrif án endurgjalds með hreinum rúmfötum og áfyllingum á nauðsynjar svo að ég geti tryggt að allt gangi vel,“ segir Omar, ofurgestgjafi í Mexíkóborg sem hefur tekið á móti fjölskyldum og fólki í fjarvinnu í allt að sex vikur í senn.

Sveigjanleg gestaumsjón

Langtímagisting getur verið rétta svarið ef þú ert að heiman í lengri tíma í senn. Samgestgjafinn Maggie frá Northampton í Massachusetts segir að heimili foreldra hennar hafi staðið autt á meðan þau dvöldu veturlangt í Púertó Ríkó. „Við fórum frá því að þéna ekkert, til þess að nota Airbnb og afla 3.500 Bandaríkjadala á mánuði,“ segir hún.

Langtímagisting getur einnig komið sér vel á svæðum sem setja takmarkanir á skammtímaleigu. Gættu þess að lágmarks- og hámarksdvölin sem þú setur sé í samræmi við staðbundin lög og reglur.

Ef þú ert á svæði sem leyfir bæði styttri og lengri bókanir, ættir þú að íhuga að breyta stillingunum hjá þér reglulega. Þetta getur hjálpað þér að fá sem mest út úr árstíðabundinni eftirspurn þar sem þú ert og fengið gesti til að bóka allar nætur eða vikur sem eru í boði milli langdvala hjá þér.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
11. maí 2022
Kom þetta að gagni?