Fínstilltu dagatalsstillingarnar fyrir lengri gistingu

Stilltu framboðið hjá þér til að vekja áhuga gesta sem leita sér að lengri gistingu.
Airbnb skrifaði þann 11. maí 2022
2 mín. lestur
Síðast uppfært 11. maí 2022

Aðalatriði

  • Uppfærðu dagatalið hjá þér til að leyfa lengri gistingu

  • Ef þú lokar á einn eða tvo daga milli gistinga hjálpar það þér við undirbúninginn fyrir næstu gesti

Gestir í dag leita að lengri gistingu sem gerir þeim kleift að eyða meiri tíma í að heimsækja fjölskyldu eða njóta ávinnings af fjarvinnu á nýjum stað.

Gisting með þessum hætti er frábært tækifæri fyrir þig sem gestgjafa til að fylla dagatalið þitt og gera verkefni eins og þrif, samskipti við gesti og umsjón með bókunum skilvirkari. Svona breytir þú framboði hjá þér til að taka á móti gestum sem vonast til að njóta eignarinnar í nokkrar vikur eða lengur.

Uppfærðu dagatalið hjá þér til að leyfa lengri gistingu

Eftir að þú hefur uppfært skráningarlýsinguna þannig að tekið sé fram að lengri gisting sé leyfð skaltu gæta þess að dagatalið sýni rétt framboð. Allar takmarkanir sem þú setur á lengd ferðar verða að vera í samræmi við áætlanir þínar um að bjóða lengri gistingu.

Svona getur þú yfirfarið framboðið hjá þér

„Ég vil opna dagatalið mitt fyrir lengri gistingu með sex mánaða fyrirvara og með 30 gistinátta lágmarki.“
Host Oliver,
New York-borg

Breyttu stillingunum til að gestaumsjónin gangi betur fyrir sig

Prófaðu að uppfæra framboðsstillingarnar til að móta stefnu sem uppfyllir þarfir þínar sem gestgjafa og kemur til móts við gesti í langdvöl. Örfáar einfaldar breytingar geta skipt sköpum.

  • Fyrirvari: Stilltu hve langan fyrirvara (einn dag, tvo daga o.s.frv.) þú þarft fyrir hverja bókun svo að ekkert komi þér á óvart. Fyrirvari veitir þér einnig meiri tíma til að ræða skipulag við gesti sem gista lengur. Frekari upplýsingar um fyrirvara
  • Undirbúningstími: Þú skapar þægilegt umhverfi fyrir gesti með því að gera ráð fyrir tíma milli gistinga til að þrífa vel og vandlega. „Við Henry erum bæði í dagvinnu og viljum ekki þurfa að flýta okkur við þrifin. Við tökum frá nokkra daga þegar dvöl sem staðið hefur yfir í tvær vikur eða lengur lýkur svo að við getum gefið okkur góðan tíma og þrifið vel,“ segir Jessica, gestgjafi í Seúl, Suður-Kóreu. Frekari upplýsingar um undirbúningstíma
  • Framboðstímabil: Þú stjórnar hve langt fram í tímann þú vilt samþykkja bókanir. Til dæmis getur þú valið að taka dagsetningar frá þrjá, sex eða tólf mánuði frá deginum í dag. „Ég vil opna dagatalið mitt fyrir lengri gistingu með sex mánaða fyrirvara og með 30 gistinátta lágmarki,“ segir Oliver, gestgjafi í New York-borg. Frekari upplýsingar um stillingu á framboði
  • Reglusett: Gestgjafar með sex eða fleiri skráningar geta útbúið og breytt reglusettum. Þú getur notað reglusett til að breyta verðinu sjálfkrafa eftir árstíma, veita gestum afslátt sem bóka lengri gistingu, bæta við kröfum um lengd ferðar og fleira sem sparar þér tíma sem gestgjafi. Frekari upplýsingar um reglusett

Lengri gisting getur hjálpað þér að mæta mæta eftirspurn gesta, fylla dagatalið þitt og minnkað vinnuálag en samt hjálpað þér að tengjast gestum hvaðanæva úr heiminum.

Aðalatriði

  • Uppfærðu dagatalið hjá þér til að leyfa lengri gistingu

  • Ef þú lokar á einn eða tvo daga milli gistinga hjálpar það þér við undirbúninginn fyrir næstu gesti

Airbnb
11. maí 2022
Kom þetta að gagni?