Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Þetta þarftu að vita um að taka á móti fjölskyldum

  Undirbúðu eignina þína vandlega og uppfærðu skráninguna til að stækka markhópinn.
  Höf: Airbnb, 21. júl. 2020
  7 mín. lestur
  Síðast uppfært 28. apr. 2022

  Aðalatriði

  • Með undirbúningi eignar fyrir fjölskyldur er hægt að auka líkur á að fá bókanir

  • Uppfærðu skráningarlýsinguna til að nefna að eignin sé fjölskylduvæn og sýndu það á ljósmyndum

   • Vertu með þægindi eins og færanlegt ungbarnarúm og barnastól

   • Skoða aðstoð sem Airbnb býður ef vandamál kemur upp

   Foreldrar hafa úr fleiri stöðum að velja til að búa á og vinna vegna lokana á mörgum skrifstofum, skólum og dagheimilum. Margir þeirra hafa áhuga á að ferðast meira eða jafnvel flytja fjölskylduna tímabundið um set á staði þar sem er meira pláss og hægt að stunda útivist.

   Þótt sums staðar sé ekki öruggt að taka á móti börnum og gæludýrum þarftu að vita eftirfarandi ef þú getur tekið á móti þeim í eigninni þinni.

   Það borgar sig að skipuleggja sig fyrir fram áður en fjölskyldur koma á staðinn

   Ef þú hefur áhyggjur af gestum með börn eða gæludýr í þinni eign er ýmislegt sem þú getur gert til að létta á þeim.

   Láttu vita fyrir fram af því sem eignin hefur upp á að bjóða, og það sem vantar.

   Hjálpaðu foreldrum með að pakka rétt með því að greina frá öllum þægindum fyrir fjölskylduna sem þú hefur upp á að bjóða. Í ferðahandbókinni má einnig gefa ráðleggingar um hvar hægt sé að kaupa eða verða sér úti um birgðir.

   Svona geturðu undirbúið eignina þína með tímanum til að auðvelda breytinguna í að taka á móti fjölskyldum:

   • Veldu sterkbyggð og örugg húsgögn og forðastu gler ef þú getur
   • Auðveldaðu þrif með því að forðast óreiðu og óþarfar skreytingar
   • Færðu brothætta og beitta hluti þangað sem börn ná ekki til
   • Komdu í veg fyrir að leirtau brotni með því að hafa plastbolla og -diska sem má nota oft í eldhúsinu
   • Íhugaðu að setja barnalása á skápa og hlífar á innstungur
   • Veldu endingargóð efni sem er auðvelt að hreinsa, eins og efnin sem notuð er fyrir útipúða
   • Hyldu harðviðargólf með mottum sem þola þvott

   Gríptu til nauðsynlegra öryggisráðstafana til að vernda heimili þitt og gesti.

   • Öllum líður betur þegar reyk- og kolsýringsskynjari og slökkvitæki eru nærri eldavél í eldhúsinu
   • Mundu að haka við þessi þægindi í skráningunni og ekki gleyma að skipta reglulega um rafhlöður
   • Gefðu upp neyðarnúmer á staðnum í húsleiðbeiningunum og á þægilegu spjaldi fyrir gesti

   Íhugaðu að krefjast ræstingagjalds.
   Margir gestgjafar eru með ræstingagjald* til að vega á móti kostnaði við birgðir eða hreingerningaþjónustu. Hér eru frekari upplýsingar um hvernig ræstingagjald er innheimt ef þú innheimtir það ekki nú þegar.

    Hafðu á hreinu hvað þarf að gera ef vandamál koma upp.
    Slys geta orðið, sama hversu góður undirbúningurinn er, en það er hægt að gera ýmiskonar öryggisráðstafanir þegar tekið er á móti gestum á Airbnb.

    Öllum líður betur þegar þægindi eru til staðar

    Ef þú vilt vekja áhuga ferðalanga með fjölskyldur geta hugulsamleg viðbótaratriði hjálpað þér að skara fram úr sem rétti gestgjafinn. Búðu þig undir að útvega hluti sem er beðið oft um, eins og fleiri handklæði og lök, svo að dvölin verði líkari því sem þau eiga að venjast heima hjá sér. Einnig er gott að hafa nægan salernispappír sem og salt, svartan pipar og aðrar nauðsynjar fyrir matargerð.

    Fáðu fleiri hugmyndir frá gestgjafanum Elsie í Nashville, Tennessee, sem segir frá því hvernig hún gerir sína eign fjölskylduvæna:

    Ábending: Það er auk þess aldrei hægt að hafa of mikið af hreinlætisvörum, sérstaklega eldhúspappír, sótthreinsiþurrkum og blettaeyði né búa sig of vel undir lengri dvöl.

    Láttu gesti vita af því sem þú býður upp á

    Þegar þú hefur búið eign þína undir fjölskyldur er komið að því að sýna hvað hún hefur fram að færa með því að uppfæra skráningarlýsinguna og þægindin hjá þér.

    • Uppfærður skráningartitill og -lýsing geta hjálpað þér að vekja áhuga réttu ferðalanganna og gefið skýrar væntingar
    • Gestir sem ferðast með börn geta notað leitarsíur til að þrengja valkosti sína svo að þú ættir einnig að muna eftir því að uppfæra þægindin hjá þér. (Ef þú ert með meira en eina skráningu getur þú uppfært þægindin fyrir allar eignirnar á skráningasíðunni.) Barnarúm og barnastóll eru nauðsynleg þægindi fyrir gesti með ungbörn.
    • Nefndu þægindi eins og loftræstingu, þvottavél, þurrkara og eldhús ef slíkt er til staðar í eigninni þinni
    • Ef þú ert með þvottavél skaltu nefna hvort þú útvegir þvottaefni og hvort það kosti eitthvað aukalega að þvo
    • Það er auðveldara að baða börn í baðkeri. Mundu að nefna í skráningunni hvort þú sért með baðker og settu inn mynd í myndasafnið
    • Gakktu úr skugga um að myndirnar þínar sýni allt sem þú hefur lýst. Skoðaðu ítarlegan leiðarvísi okkar fyrir myndatöku til að kynna þér hvernig hægt er að sýna fram á allt sem þú gerir til að mæta þörfum ferðamanna eins og er.

    Þótt það gæti þurft að leggja aukavinnu í að undirbúa eignina fyrir fjölskyldur með börn eru þessi notalegu þægindi eitt það besta sem hægt er að gera til að gleðja alla gesti.

    *Að undanskildum gestgjöfum sem bjóða gistingu á meginlandi Kína. Frekari upplýsingar

    Eignavernd gestgjafa og ábyrgðartrygging gestgjafa ná hvorki yfir gestgjafa sem bjóða gistingu í gegnum Airbnb Travel, LLC né gestgjafa á meginlandi Kína og í Japan þar sem gestgjafavernd í Kína og gestgjafatrygging í Japan gilda. Eignavernd gestgjafa tengist ekki ábyrgðartryggingu gestgjafa.

    Hafðu í huga að allar upphæðir eru sýndar í Bandaríkjadölum og mundu að aðrir skilmálar, skilyrði og undanþágur eiga einnig við.

    Upplýsingar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

    Aðalatriði

    • Með undirbúningi eignar fyrir fjölskyldur er hægt að auka líkur á að fá bókanir

    • Uppfærðu skráningarlýsinguna til að nefna að eignin sé fjölskylduvæn og sýndu það á ljósmyndum

     • Vertu með þægindi eins og færanlegt ungbarnarúm og barnastól

     • Skoða aðstoð sem Airbnb býður ef vandamál kemur upp

     Airbnb
     21. júl. 2020
     Kom þetta að gagni?