Að bjóða upp á fimm stjörnu gistingu

Prófaðu þessar ábendingar til að fínstilla gestaumsjónina þína.
Airbnb skrifaði þann 17. feb. 2023
2 mín. lestur
Síðast uppfært 17. feb. 2023
Meiri líkur eru á að gestir bóki eignir með frábærar umsagnir. Ef þú færð lágar einkunnir getur þú gert ýmislegt til að bæta upplifun gesta þinna og ná fimm stjörnu umsögnum.

Skýrar væntingar

Passaðu að skráningarlýsingin geri ítarlega og nákvæma grein fyrir eigninni þinni.

  • Ekki lofa of miklu. Segðu frá aðalatriðum og sérkennum, allt frá heita pottinum eða arninum til brakandi gólffjala eða hávaða frá götunni.

  • Settu inn hágæðamyndir og notaðu myndatexta til að benda á hugsanleg vandamál í skráningarlýsingunni. Miðaðu við að taka tvær til þrjár myndir af hverju herbergi eða svæði—þar á meðal af helstu þægindunum.

  • Ekki nota ofur vítt sjónarhorn eða breyta myndunum þínum of mikið svo að herbergin líti út fyrir að vera stærri eða bjartari en þau eru.

Árangursrík samskipti

Mundu að gestir sem gista í eign þinni geta bara haft samband við þig.

  • Sýndu frumkvæði og staðfestu að gestir hafi allt sem þarf áður en þeir mæta, eins og leiðarlýsingu og leiðbeiningar til að komast inn.

  • Svaraðu skilaboðum gesta eins hratt og þú getur.

  • Gættu að inngildingu í skilaboðum þínum en það er lykillinn að því að taka vel á móti öllum gestum.

  • Notaðu Airbnb appið og verkfæri eins og hraðsvör og tímasett skilaboð til að auðvelda samskipti.

  • Sendu innritunarleiðbeiningar með minnst sólarhrings fyrirvara svo að gestir hafi tíma til að lesa þær og spyrja spurninga. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir gesti með aðgengisþarfir.

Móttaka gesta

Stundum er munurinn á fjögurra og fimm stjörnu umsögn einfaldlega sá að gefa smáatriðunum gaum.

  • Hreinlæti er lykilatriði. Passaðu að allir fletir, gólf og vefnaður séu hrein og rykhreinsuð. Athugaðu hvort þú finnir hár eftir hreinsun eða óhreinindi eða ryk. Jafnvel þótt eignin þín sé glæsileg, verður hún að vera tandurhrein til að fá fimm stjörnu umsagnir.

  • Komdu persónulega fram með því að skilja eftir handskrifaðan miða eða kynna þig í appinu.

  • Gerðu eignina þína heimilislega. Ef það er eldhús getur þú til dæmis bætt við pottum og pönnum, framreiðsluskeiðum og nauðsynjum fyrir matreiðslu.

  • Litlu atriðin skipta sköpum, eins og að skilja eftir teppi á sófanum eða bjóða upp á kaffi eða te.

Að standa við bókanir

Samkvæmt grunnreglum gestgjafa ætti ekki að fella niður staðfestar bókanir. Þegar afpöntun er óhjákvæmileg ætti að gera sitt besta til að afbóka með eins miklum fyrirvara og mögulegt er. Hafðu samband við Airbnb ef þú þarft á aðstoð að halda.

Airbnb
17. feb. 2023
Kom þetta að gagni?