Skrifaðu húsleiðbeiningar til að deila upplýsingum um eignina þína

Sparaðu þér tíma og gefðu mikilvægar upplýsingar með forskrifuðum leiðbeiningum.
Airbnb skrifaði þann 18. nóv. 2020
3 mín. lestur
Síðast uppfært 17. nóv. 2021

Aðalatriði

  • Útbúðu húsleiðbeiningar

  • Hafðu það stutt og auðskiljanlegt

  • Nefndu fyrst lykilorðið fyrir þráðlausa netið

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

„Hvernig tengist ég þráðlausa netinu? Hvar er hitastillirinn? Hvaða fjarstýring gerir hvað?“ Þetta eru bara dæmi um spurningar sem gætu vaknað hjá gestum sem gista í eigninni þinni. Þú getur hjálpað þeim að finna svör, og verið viss um að þeir noti rétt heimilistæki og aðra eiginleika, með húsleiðbeiningum Airbnb.

Með húsleiðbeiningum getur þú gefið gestum skýrar og ítarlegar leiðbeiningar og sagt þeim hvar þeir geti fundið mikilvæga hluti eins og öryggisbúnað og beininn fyrir þráðlausa netið. Útbúðu handbókina einu sinni og þú munt spara mikinn tíma á að þurfa ekki að endurskrifa eða endursenda tölvupósta fyrir hverja bókun. Þar sem gestir hafa svo aðgang að henni beint úr appinu geta þeir skoðað hana hvenær sem er og hvar sem er. Gestgjafinn Neil frá Mountain View, Kaliforníu, er ánægður að með henni fær hann sjaldnar „textaskilaboð seint á kvöldin, örvæntingarfull símtöl og það sem verst er, slæmar umsagnir.“

Gerðu sem mest með húsleiðbeiningunum með þessum áreiðanlegu ábendingum annarra gestgjafa.

Byrjaðu á aðgangsorði fyrir þráðlaust net

Þetta er eitt af því fyrsta sem gestir biðja um þegar þeir koma og því setja margir gestgjafar það efst í húsleiðbeiningarnar sínar. „Allir vilja lykilorðið að þráðlausa netinu svo að það er brellan mín til að fólk opni húsleiðbeiningarnar og lesi þær vonandi,“ segir Marit Anne frá Troms í Noregi.

Þeta er sérstaklega mikilvægt fyrir fólk í fjarvinnu sem gæti þurft að mæta á fjarfundi, senda töluvpóst eða skrifa skýrslu fljótlega eftir komu á staðinn.

Gefðu upplýsingar um bílastæði

Reglur um bílastæði við götu og skilti geta valdið ruglingi, og þá sérstaklega ef gestir tala annað tungumál. Gott er að gefa skýrar leiðbeiningar eins og gestgjafarnir Ben og Angel frá Wellington, Nýja-Sjálandi: „Þú mátt leggja fyrir framan hvítu rimlagirðinguna hægra megin við innkeyrsluna, nærri limgerðinu.“

Bentu á þægindi fyrir gæludýr og fjölskyldur

Ef þú tekur á móti gæludýrum eða börnum í eigninni getur verið gott að benda á öll viðeigandi þægindi hjá þér. Húsleiðbeiningarnar koma sér sérstaklega vel þar sem þú getur látið gesti fá þær fyrir komu til að skipuleggja sig. Þú getur notað húsleiðbeiningarnar þínar til að:

  • Lýstu því hvar má finna skálar fyrir gæludýramat og vatn
  • Taktu fram hvaða handklæði eru fyrir óhreina fætur og loppur
  • Láttu vita af öllum þægindum fyrir börn eins og barnavagn eða hástól
  • Taktu fram hvaða herbergi eru með reyk- og kolsýringsskynjara

Segðu gestum hvar þægindin eru (og hvernig þau virka)

Eftir langa ferð getur verið erfitt að finna og nota sumar nauðsynjar á heimilinu. Gestgjafarnir Joh og Gian frá San Francisco gefa þessi dæmi:

  • „Hitari: Hitastillirinn er á veggnum nálægt sjónvarpinu. Mundu að slökkva á honum þegar þú ferð.
  • Salernið: Vinsamlegast ekki sturta neinu nema salernispappír niður í klósettið. Það er lítil ruslakarfa fyrir allt annað.
  • Eldhúsmunir: Diskar og bollar eru í efri skápum báðum megin við örbylgjuofninn. Hnífapörin eru í skúffunni vinstra megin við ofninn og pönnurnar eru í skápnum. Þú mátt nota allt sem þú þarft til að útbúa gómsæta máltíð. Að því loknu getur þú sett óhreina diska í uppþvottavélina. Við kveikjum á vélinni þegar hún er full.“

Gestgjafar sem búa ekki í eða nálægt eigninni mæla einnig með því að gefa leiðbeiningar um rusl, vatn og annað sem á sérstaklega við á staðnum:

  • „Rusl: Settu ruslið þitt í 125 lítra ruslafötuna í kjallaranum. Ekki setja rusl út eða á veröndina þar sem fuglar, þvottabirnir og aðrar skepnur geta komist í það.“ —Kim, Upson, Wisconsin
  • „Vatn og rafmagn: Vinsamlegast hugsaðu um hve mikið vatn og rafmagn þú notar. Það er takmarkað heitt vatn.“ —Fred, Placencia, Belís

Endaðu á ítarlegum leiðbeiningum fyrir heimilis- og rafmagnstæki

Ítarlegar leiðbeiningar eru lykilatriði segja gestgjafarnir Joh og Gian. Svona lýsa þau hvernig efnisveiturnar eru notaðar hjá þeim:

„Tenging við Netflix, Prime Video og aðrar efnisveitur:

  1. Kveiktu á sjónvarpinu í svefnherberginu og bíddu andartak. Fyrst sérðu ekkert nema snjó.
  2. Eftir eina mínútu ýtir þú á marglita tígulhnappinn.
  3. Veldu appið sem þú vilt tengjast og ýttu á aðalhnappinn. Við gerðum gestaaðgang sem þér er velkomið að nota á Netflix.“

Notaðu fá og vinaleg orð

Margir gestgjafar leggja áherslu á mikilvægi þess að hafa húsleiðbeiningarnar stuttar og nákvæmar. „Þú vilt ekki að gestum líði eins og þeir þurfi að ganga á eggskeljum svo að gestgjafinn verði ánægður,“ segir gestgjafinn Tina frá Nanaimo, Kanada. „Finndu rétta jafnvægið milli þinna þarfa og þess að taka vel á móti gestum á heimili þínu.“

Þegar þú hefur skrifað húsleiðbeiningarnar gæti verið gott að hafa plasthúðað skilti á staðnum, sem er auðvelt að þrífa, með skýrum leiðbeiningum um tengingu við þráðlausa netið. Það er góð viðbót til að gestir finni auðveldlega upplýsingarnar. Og til að ýta undir frábærar umsagnir í hvert sinn.

Frekari upplýsingar um að bæta við húsleiðbeiningum

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Útbúðu húsleiðbeiningar

  • Hafðu það stutt og auðskiljanlegt

  • Nefndu fyrst lykilorðið fyrir þráðlausa netið

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar
Airbnb
18. nóv. 2020
Kom þetta að gagni?