Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Svör Airbnb: Verðverkfæri sem hjálpa gestgjöfum að ná árangri

  Frekari upplýsingar um hvernig sérsniðin verð eru stillt fyrir helgar, frídaga og fleira.
  Höf: Airbnb, 26. apr. 2018
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 29. jún. 2021

  Spurt var: Getur Airbnb boðið gestgjöfum meiri sveigjanleika og valkosti við verðlagningu?

  Áður en spurningum gestgjafa var svarað síðast báðu þið um aukinn sveigjanleika við verðlagningu. Við höfðum beint samband við teymið sem skipuleggur og smíðar þessi tól til að komast að því hvað sé í vændum. Niðurstöðurnar voru óvæntar. Í ljós kom að við höfum smíðað lausnir fyrir mikið af því sem þið biðjið um en margir gestgjafar vita ekki um þær verðstillingar sem eru í boði eða nota þær ekki. Við komumst einnig að því að sumar afsláttartegundir geta komið sér illa fyrir reksturinn frekar en að bæta hann. Finnst þér þetta áhugavert? Það fannst okkur.

  Skoðum hvaða valkosti þið hafið og hvernig athugasemdir ykkar stýra því sem við byggjum upp svo að þið hafið örugglega nýjustu innsýn um verðlagningu.

  Núverandi verðlagningarleiðir
  Þið báðuð sérstaklega um möguleika á að setja mismunandi verð eftir lengd gistingar eða miðað við vikudaga (til dæmis að innheimta annað verð fyrir gistingu í miðri viku samanborið við helgargistingu). Við erum í raun með réttu tólin fyrir hvort tveggja! Þú getur boðið afslátt af gistingu sem varir lengur en viku eða mánuð og sett upp sérsniðið helgarverð.

  Þið báðuð einnig um að geta rukkað gesti miðað við hve mörg rúm þeir nota frekar en hve margir gestir gista á staðnum. Okkur er ljóst að þvotturinn verður meiri þegar fleiri rúm eru notuð en gestir eiga stundum erfitt með að sjá fyrir hversu mörg rúm þeir munu nota þegar þeir ganga frá bókun. Ekki er til dæmis í öllum skráningum lýst hvort rúmin séu af queen-stærð eða tvíbreið, hve margir svefnsófar eru til staðar eða hvernig rúmunum er raðað í herbergi. Sumir gestir gætu viljað sjá eignina áður en þeir ákveða hvort þeir deili tvíbreiðu rúmi eða sofi á svefnsófanum. Gestir geta hins vegar greint nákvæmlega frá því hve margir munu gista og þú getur innheimt gjöld vegna viðbótargesta til að taka mið af því. Ef þú hefur áhyggjur af kostnaði samfara þrifum og innritun fyrir styttri gistingu geturðu bætt ræstingagjaldi við* til að standa undir þeim kostnaði.

  Hvernig athugasemdir gestgjafa hafa áhrif á starf okkar
  Athugasemdirnar ykkur sýna okkur hvaða virkar ekki og hvað við getum bætt hjá okkur. Við einbeitum okkur að því að gera öll tólin þægilegri og aðgengilegri miðað við óskir ykkar. Við erum að aðstoða gestgjafa við að skilja hvernig verðverkfærin virka saman, hvaða reglur eru í forgangi þegar margar reglur skarast á og hvernig nota má verkfærin til þess að fá mestan ávinning.

  Við reynum að taka tillit til þess sem fjöldi gestgjafa vill þegar ný verðtól eru smíðuð og reynum um leið að halda öllu nógu einföldu til að gestir vilji áfram bóka eignir hjá Airbnb. Þess vegna óskum við eftir athugasemdum gestgjafa, prófum nýjar hugmyndir og fylgjumst með því sem kemur fyrir bókanir þegar við bætum nýjum valkostum við.

  Hér er smá innsýn um hvernig við prófum og kennum það sem við lærum: Stundum getum við séð fyrir traust tækifæri til að auka tekjurnar. Til dæmis sérðu kannski upplýsingaskilaboð í dagatalinu og tölvupóstum sem vekja athygli á afsláttarmöguleikum fyrir tilteknar dagsetningar sem annars væru óbókaðar. Þegar þú notar þessa afslætti leggjum við áherslu á þau verðmæti sem þú býður ferðamönnum og það vekur áhuga á bókunum.

  Við teljum að stundum sé betra að gera minna. Við nýlegar prófanir tókum við til dæmis eftir því að gestgjafar bættu við afslætti fyrir gistingu í 3 til 6 nætur á svæðum þar sem ferðamenn leituðu að gistingu. Það kom í ljós að þeir gestir sem bókuðu þessar eignir með afslætti hefðu líklega bókað þær á fullu verði fyrir sama tímabil. Svona innsæi miðlum við áfram með hönnun okkar og ráðleggingum.

  Þú ræður alltaf verðinu fyrir eignina þína. Og við lofum að segja frá því hvernig við sjáum að verðlagning virki best. Við erum spennt yfir því að Airbnb bjóði þér sveigjanleika varðandi samkeppnishæft verð, einfalda bókunarupplifun fyrir gestina þína og við lofum að við munum halda áfram að hlusta á hugmyndir ykkar um hvernig verðlagning getur orðið enn betri.

  *Að undanskildum gestgjöfum sem bjóða gistingu á meginlandi Kína. Frekari upplýsingar Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
  Airbnb
  26. apr. 2018
  Kom þetta að gagni?