Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Svör Airbnb: Verðtillögur

  Frekari upplýsingar um snjallverð og væntanlegar endurbætur.
  Höf: Airbnb, 21. ágú. 2018
  5 mín. lestur
  Síðast uppfært 5. mar. 2020

  Þið spurðuð: Þið eruð stöðugt að biðja mig um að lækka verðið hjá mér. Hvers vegna? Við hvern eru þið að bera mig saman?

  Þetta var vinsælasta spurningin sem við svöruðum í spurningum gestgjafa í júlí 2018 og hún kemur oft upp. Því höfum við tekið hér saman svörin og tengdar fréttir. Kíkjum á þetta.

  Þú ræður alltaf verðinu á eigninni þinni
  Mikilvægt er að þú vitir að þú stjórnar alltaf verðinu sem þú setur á eignina þína. Þú getur ákveðið út frá viðskiptamarkmiðum þínum og áhættuþoli hve hátt eða lágt á að fara og hvenær þú átt að breyta verðinu til að hvetja til bókana eða hámarka hagnað. Markmið okkar við að bjóða upp á verðtillögur er að gefa þér þær upplýsingar sem þú þarft til að fá bókanir og að breyta verðinu þínu er oftast skilvirkasta leiðin til að gera það. Markmiðið er að setja inn verð fyrir skráninguna þína sem samsvarar því sem gestir leita að—og vilja greiða—þegar ferðin hefst.

  Verðtillögur þegar eftirspurn er lítil—og þegar eftirspurn er mikil
  Við höfum fréttir varðandi það hvernig við erum að þróa og senda þær upplýsingar sem þú þarft til að verðleggja eignina þína á samkeppnishæfan máta—bæði þegar eftirspurn er lítil og mikil. Verðverkfærin sem við útbúum er ætlað að hjálpa þér að auka tekjurnar með því að fá bókanir. Í gegnum tíðina hafa þessi verkfæri verið til þess fallin að hjálpa þér að setja upp samkeppnishæft verð þegar eftirspurn er lítil. Þegar eftirspurnin er lítil eru meiri líkur á að fá bókanir ef þú býður lægra verð. Sum ykkar gætu viljað halda verðinu hærra jafnvel þótt það þýði að eignin bókist ekki og það er auðvitað algjörlega í lagi. Þú ræður alltaf verðinu á eigninni þinni.

  Sum ykkar hafa sagt okkur að tillögurnar sem þið fáið séu stundum svo lágar að þið efist um það að það sé þess virði að halda áfram sem gestgjafi á Airbnb. Athugið að við lítum á ykkur sem kjarna samfélagsins okkar—það er ekkert Airbnb án gestgjafa á Airbnb! Ásetningur okkar er aðeins að veita þér eins áreiðanlegar upplýsingar og við getum svo þú getir tekið upplýstar viðskiptaákvarðanir sem henta þér. Það getur verið að verðtillögur okkar endurspegli ekki alltaf hvernig þú tekur á móti gestum eða hvað gerir staðinn þinn einstakan. Því skiptir máli að setja inn lágmarksverð sem tryggir að snjallverð færi þér aðeins bókanir á verði sem er þess virði fyrir þig. Við gætum samt sem áður sent þér tillögur fyrir neðan lágmarksverðið til að láta þig vita á hvaða verði við teljum að þú fengir bókanir. Þér er frjálst að hunsa þær ef þær ganga ekki fyrir þig. Okkur er einnig ljóst að þessar upplýsingar eru ekki alltaf eitthvað sem þú hefur áhuga á. Við erum því að vinna að leiðum til að láta okkur vita ef þú vilt fá færri eða engar tilkynningar í innhólfið þitt.

  Við höfum fjallað um verðtillögur þegar eftirspurn er lítil en hvað um það þegar hún er mikil? Mörg af dagatölum ykkar eru einmitt mikið bókuð. Það sem þið viljið í raun eru tól sem passa að þið farið ekki á mis við tekjur með of lágu verði þegar eftirspurn er mikil. Þess vegna höfum við eytt fyrrihluta 2018 í að vinna að þessu vandamáli og höfum innleitt endurbætur á snjallverðstillögum okkar til að vera í meira samræmi við markaðinn þegar eftirspurn er mikil.

  Uppfærða líkanið skoðar gögn Airbnb frá fyrri árum og sambandið milli eftirspurnar (bókanir) og verðs bókaðra eigna á þínu svæði. Ábendingar þínar um snjallverð munu nú vera betri í að taka tillit til þessara þátta. Þetta er aðeins fyrsta skrefið. Við erum enn að vinna að fleiri leiðum til að láta verðtillögur okkar henta markmiðum þínum betur og leiðum til að bjóða þér upp á fleiri markaðsgögn, frekar en tillögur, svo þú getir tekið upplýstar verðákvarðanir. Við byrjuðum að prófa þessar nýju hugmyndir í sumar.

  Hvernig eignin þín er borin saman við aðrar
  Sum ykkar spurðu hvernig eignin ykkar er borin saman við aðrar. Þegar kemur að samanburði skoðum við skráninguna þína frá sjónarmiði gesta og berum hana saman við aðrar eignir sem hafa verið bókaðar. Til viðbótar við að finna eignir sem taka á móti svipuðum fjölda gesta og eru staðsettar nálægt þinni eign þá skoðum við hvað gestir smella á áður og eftir að hafa skoðað eignina þína. Þú yrðir stundum hissa (og við erum það einnig) á því sem gestir telja sambærilegt.

  Næst reynum við að ganga úr skugga um að skráning þín sé borin saman við aðrar skráningar sem ganga vel og eru samkeppnishæfar. Því miður fá margar eignir á verkvanginum fáar bókanir, einkum þegar eftirspurn er lítil. Við áttum okkur á því að flest ykkar bera skráningar ykkar saman við aðrar með því að leita sem gestir á svæðinu en það getur gefið mjög ólíkar niðurstöður frá samanburði okkar. Þetta er vegna þess að það er erfitt að meta hversu vel skráningar ganga aðeins með því að leita. Ennfremur, ef þú leitar að dagsetningum, sérðu yfirleitt aðeins skráningar sem hafa ekki verið bókaðar. Verðlagning þessara eigna er gjarnan minna samkeppnishæf en verðlagning þeirra eigna sem hafa þegar verið bókaðar þessa daga. Þannig að ef þú skoðar aðeins lausar eignir þá getur þú ekki séð hvort þær bókist vel eða hvort verðið hjá þeim gæti verið of hátt.

  Þrátt fyrir allt þetta tekur líkanið okkar stundum ekki tillit til allra þátta sem skipta þig máli í samanburði. Þess vegna höldum við áfram að bæta það hvernig við hugsum um samanburð og erum að vinna að því að auka þýðingu verkfæra okkar og tillagna.

  Endurbætur í vinnslu
  Þökk sé athugasemdum þínum höfum við gert nokkrar breytingar varðandi það hvernig við reiknum út og sendum verðtillögur. Hér eru nokkur atriði sem þú getur hlakkað til:

  • Við höfum gert endurbætur sem munu draga úr fjölda tölvupósta sem tengjast verðtillögum um allt að 15%
  • Við höfum bætt við möguleikum svo svo þú getir gert athugasemdir beint við tölvupóstana okkar til þín svo við getum verið viss um að þú fáir þær upplýsingar sem þú þarft, þegar þú þarft þær
  • Við höfum bætt samræmi milli skilaboðanna sem þú færð varðandi verð
  • Við erum að vinna að spennandi eiginleika sem mun gefa þér nýjustu markaðsupplýsingarnar fyrir hverja dagatalsnótt. Þessi eiginleiki tekur mið af hlutum eins og hve margir gestir eru að leita á þínu svæði, hve margir þessara gesta hafa þegar bókað og á hvaða verði eignir í nágrenninu bókast.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Airbnb
  21. ágú. 2018
  Kom þetta að gagni?