Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Að bæta aukagjöldum við vegna ræstinga og aukagesta

  Notaðu snjalla verðstefnu til að standa undir kostnaði.
  Höf: Airbnb, 5. des. 2019
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 29. jún. 2021

  Aðalatriði

  • Bættu við viðbótargjöldum til að standa straum af útgjöldum

  • Uppfærðu verð hjá þér
  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

  Með viðbótargjöldum er hægt að standa undir kostnaði við þrif og óvænt útgjöld. Með góðri verðstefnu er náð góðu jafnvægi milli þess að standa straum of kostnaði og halda eigninni samkeppnishæfri. Í þessari grein eru upplýsingar sem er gott að hafa í huga við ákvörðun um viðbótargjöld vegna eignar.

  Ræstingagjald

  Þrif geta verið dýr og tímafrek. Ef þú bætir við gjaldi getur það því hjálpað til við að standa undir kostnaði við ræstingar og hreinlætisvörur. Hafðu í huga að því hærra sem ræstingagjaldið* er því meiri kröfur gera gestir til hreinlætis.

  Mikilvægt er að stjórna væntingum varðandi það sem ræstingagjaldið inniheldur og hvað (ef eitthvað) gestir verða beðnir um að gera. Viltu biðja gesti um að setja diskana í uppþvottavélina eða taka rúmfötin af fyrir útritun? Ef svo er skaltu íhuga að innheimta mjög lágt ræstingagjald, eða ekkert gjald, og ef þú innheimtir gjaldið skaltu tilgreina í skráningunni hvað gjaldið nær yfir. Gestir gætu gert ráð fyrir að geta yfirgefið eignina við brottför eins og þeir gera á hóteli. Aðrar góðar venjur sem er gott að hafa í huga:

  • Miðaðu við að nota ræstingagjaldið til að standa undir kostnaði við þrif, ekki til að afla aukatekna.
  • Ef þú ert nýr gestgjafi gæti verið gott að bíða með að bæta ræstingargjaldi við þar til þú hefur fengið nokkrar góðar umsagnir til að fá fleiri bókanir.
  • Við gerum kröfu um að allir gestgjafar sem bjóða gistingu* skuldbindi sig til að fylgja fimm skrefa ferli ítarlegra ræstingarreglna Airbnb til að tryggja öryggi samfélagsmeðlima meðan á COVID-19 stendur.

  Kynntu þér hvernig ræstingargjaldi er bætt við

  Kostnaður vegna viðbótargesta

  Gjald fyrir viðbótargesti gerir þér kleift að hækka verð þegar fleiri gestir bóka saman. Ef þú átt íbúð með einu svefnherbergi með hjónarúmi gæti verið gert ráð fyrir plássi fyrir tvo gesti. En ef þú ert með svefnsófa í stofunni gæti verið að þú leyfir allt að fjóra gesti gegn viðbótargreiðslu fyrir tvo aukagesti.

  Sumir gestgjafar eru ekki með þetta gjald en það getur verið góð leið til að standa undir kostnaði varðandi aukna nýtingu, til dæmis aukna notkun á tækjum og vörum eins og salernispappír og sápu eða vegna viðbótarþrifa. Atriði sem hafa þarf í huga þegar gjaldi fyrir aukagesti er bætt við:

  • Ákveddu hve margir geta gist í eigninni þinni. Gestir gætu orðið fyrir vonbrigðum þegar þeir komast að því að eignin þín er minni en von var á ef stillingarnar benda til þess að þú getir tekið á móti aukagestum.
  • Byrjaðu smátt. Gestgjafarnir Dave og Deb frá Edmonton í Kanada segjast setja grunnverð fyrir tvo gesti og innheimta USD 10 á nótt fyrir hvern viðbótargest. „Verðið hjá mér er nógu lágt til að vekja áhuga [tveggja] gesta en ef fleiri vilja gista get ég grætt meira á skráningunni minni.“

  Þegar þú tekur ákvörðun um gjald vegna viðbótargesta er gott að miða við svipaðar skráningar eða hafa samband við gestgjafaklúbba á svæðinu til að komast að því hvaða viðmið gilda þar sem þú ert.

  Kynntu þér hvernig gjaldi fyrir viðbótargesti er bætt við

  Verðið hjá mér er nógu lágt til að vekja áhuga [tveggja] gesta en ef fleiri vilja gista get ég grætt meira á skráningunni minni.
  Dave,
  Edmonton, Kanada
  *Að undanskildum gestgjöfum sem bjóða gistingu á meginlandi Kína. Frekari upplýsingar

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Bættu við viðbótargjöldum til að standa straum af útgjöldum

  • Uppfærðu verð hjá þér
  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar
  Airbnb
  5. des. 2019
  Kom þetta að gagni?