Vertu á Airbnb.
Þú gætir unnið þér inn

Það er einfalt að vera á Airbnb með startpakka  Airbnb

Einstaklingsbundin leiðsögn frá ofurgestgjafa

Við komum þér í samband við ofurgestgjafa á svæðinu sem mun leiðbeina þér frá fyrstu spurningu þinni til fyrsta gestsins, hvort sem það er símleiðis, í gegnum myndsamtal eða spjall.

Reyndur gestur fyrir fyrstu bókunina

Fyrir fyrstu bókun þína hefur þú val um að taka á móti reyndum gesti sem hefur lokið minnst þremur dvölum og fengið góðar umsagnir á Airbnb.

Sérhæf aðstoð frá Airbnb

Með einu pikki fá nýir gestgjafar aðgang að sérþjálfuðum þjónustufulltrúum sem geta aðstoðað við allt frá vandamálum tengdum aðgangi til reikningsgerðar.

Þarftu stað þar sem þú getur tekið á móti gestum?
Prófaðu íbúðir sem heimila útleigu á Airbnb

Nani
Búsettur gestgjafi í Dallas, TX
Jeff og Amador
Búsettir gestgjafar í San Diego, CA
Buddy
Búsettur gestgjafi í Denver, CO
Við höfum tekið höndum saman við íbúðabyggingar víðs vegar um Bandaríkin svo þú getir leigt eign til að búa í og bjóða á Airbnb að hluta til. Dæmigerður gestgjafi þénaði USD 3650 á ári og tók á móti gestum í 28 nætur. *
*Tekjuupphæð dæmigerðs gestgjafa er miðgildi tekna gestgjafa í bandarískum byggingum sem heimila útleigu á Airbnb frá 1. janúar til 31. desember 2023 samkvæmt innanhússgögnum Airbnb fyrir tekjur gestgjafa.

Vertu á Airbnb og njóttu verndar frá A til Ö

AirbnbKeppinautar
Staðfesting á auðkenni gests
Ítarlegt staðfestingarkerfi okkar fer yfir upplýsingar eins og nafn, heimilisfang, opinber skilríki og fleira til að staðfesta auðkenni gesta sem bóka á Airbnb.
Skimun á bókun
Þessi tækni sem við búum yfir greinir hundruð þátta í hverri bókun og lokar á tilteknar bókanir sem bera þess merki að líkur séu á samkvæmishaldi sem gæti valdið truflunum og eignatjóni.
Eignavernd upp að 3 m. Bandaríkjadala
Airbnb endurgreiðir þér vegna tjóns sem gestir valda á heimili þínu og eigum og veitir þér þessa sértæku vernd:
List og verðmæti
Bifreiðar og bátar
Gæludýratjón
Tekjutap
Djúphreinsun
Ábyrgðartrygging upp að 1 m. Bandaríkjadala
Þú nýtur verndar ef svo ólíklega vill til að gestur verði fyrir meiðslum, eigur viðkomandi skemmist eða þeim sé stolið.
Öryggisaðstoð allan sólarhringinn
Ef þú óttast um öryggi þitt hefur þú aðgang að sérþjálfuðum öryggisfulltrúum, dag sem nótt, með einu pikki úr appinu okkar.

Samanburðurinn byggir á opinberum upplýsingum og kostnaðarlausri þjónustu helstu keppinauta í október 2022. Hér má nálgast nánari upplýsingar og undanþágur.

Frekari upplýsingar

Svör við
spurningum þínum

Gestir Airbnb hafa áhuga á alls konar stöðum. Við erum með skráningar fyrir smáhýsi, skála, trjáhús og fleira. Jafnvel aukaherbergi getur verið frábær gistiaðstaða.
Alls ekki. Þú stjórnar dagatalinu þínu. Þú getur tekið á móti gestum einu sinni á ári, í nokkrar nætur á mánuði eða oftar.
Það er undir þér komið. Sumir gestgjafar kjósa að senda gestum aðeins skilaboð á lykilstundum, til dæmis nokkrar línur við innritun, á meðan öðrum finnst gaman að hitta gesti sína í eigin persónu. Þú hefur þann hátt á þessu sem hentar þér og gestum þínum.
Það skiptir sköpum að hafa undirstöðuatriðin á hreinu. Haltu eigninni hreinni, svaraðu gestum sem fyrst og veittu nauðsynleg þægindi eins og hrein handklæði. Þó ekki sé gerð krafa um það vilja sumir gestgjafar hafa persónulegt yfirbragð á hlutunum, eins og blóm í vasa eða lista yfir áhugaverða staði til að skoða í nágrenninu. Kynntu þér fleiri ábendingar um gestaumsjón
Airbnb dregur almennt fast þjónustugjald sem nemur 3% af millisamtölu bókunar af útborgun þinni. Við innheimtum einnig gjald af gestum þegar þeir bóka. Á mörgum svæðum innheimtir Airbnb og greiðir einnig sölu- og ferðaskatt sjálfkrafa fyrir þína hönd. Frekari upplýsingar um gjöld

Ertu með fleiri spurningar?

Fáðu svör frá reyndum ofurgestgjafa nálægt þér.