Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Að forðast svik, svindl og misnotkun

Við grípum inn í til að vernda heilindi verkvangs Airbnb og draga úr áhættu og tapi í tengslum við svik, svindl og misnotkun með því að grípa til aðgerða gegn brotamönnum.

Það sem við leyfum

  • Tilteknar greiðslur utan síðunnar: Sumt má borga utan síðunnar hafi Airbnb gefið heimild fyrir fram og hafi gestir verið látnir vita fyrir bókun. Þetta gildir meðal annars um innheimtu staðbundins skatts eða gistináttaskatts, gjöld sem eru innheimt vegna skiptileigu og dvalarstaða þar sem „allt er innifalið“, tryggingarfé eða aukagjöld sem eru til dæmis fyrir gæludýr, þjónustubílastæði, þráðlaust net, líkamsrækt, morgunverð o.s.frv.

Það sem við leyfum ekki

  • Kúgun: Gestgjafar og gestir mega ekki hóta beint eða óbeint til að þvinga einstakling eða hóp til að gera nokkuð (t.d. að borga eða gefa umsögn).
  • Starfsemi utan verkvangsins: Gestgjafar og gestir mega ekki eiga í samskiptum, gefa símanúmer sitt eða netfang, borga eða óska eftir greiðslu fyrir bókun eða upplifun utan verkvangs Airbnb.
  • Misnotkun afsláttarkóða og tilvísana: Gestgjafar og gestir mega ekki reyna að misnota afsláttarkóða og tilvísunarþjónustu Airbnb.
  • Endurgreiðsla án þess að um svik sé að ræða: Gestgjafar og gestir mega ekki reyna að misnota eða gera rangar kröfur um endurgreiðslu.

Frekari upplýsingar um reglur okkar um innheimtu gjalda í eigin persónu.

Við erum þér innan handar

Ef þú verður vitni að eða upplifir hegðun sem brýtur gegn reglum okkar skaltu láta okkur vita.

Þessar leiðbeiningar lýsa ekki öllum mögulegum tilfellum en þær eiga að gefa almenna yfirsýn yfir samfélagsreglur Airbnb.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning