Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Hver getur verið með aðgang að Airbnb

Öryggi samfélagsins er í forgangi hjá okkur.

Gildar og nákvæmar aðgangsupplýsingar eru nauðsynlegar fyrir öryggi gesta og gestgjafa. Ef þú verður vitni að eða upplifir hegðun sem brýtur gegn reglum okkar skaltu láta okkur vita.

Það sem við heimilum

Markmið okkar er að allir geti treyst því að gestir og gestgjafar á Airbnb séu þeir sem þeir segjast vera. Þegar þú bókar gistingu eða upplifun, eða skráir eignina þína, gætum við því þurft að staðfesta persónuupplýsingar þínar, svo sem nafn að lögum, heimilisfang, símanúmer og aðrar samskiptaupplýsingar.

Við gætum einnig óskað eftir því að þú framvísir:

  • Nafni að lögum, heimilisfangi og/eða öðrum persónuupplýsingum. Oft nægja þessar upplýsingar til að staðfesta auðkenni þitt.
  • Ljósmynd af opinberum skilríkjum þínum. Þetta gæti verið ökuskírteini, vegabréf, kennivottorð eða vegabréfsáritun. Frekari upplýsingar um mismunandi tegundir af opinberum skilríkjum.
  • Sjálfsmynd. Við gætum beðið þig um sjálfsmynd ásamt opinberum skilríkjum þínum. Ef þú getur ekki framvísað sjálfsmynd sem stemmir við opinberu skilríkin getur þú haft samband við okkur og óskað eftir öðrum staðfestingarmáta.

Auðkennisupplýsingar þínar eru meðhöndlaðar í samræmi við friðhelgisstefnu okkar. Frekari upplýsingar um staðfestingu á auðkenni.

Það sem við heimilum ekki

  • Röng auðkenning: Aðgangar ættu að sýna réttilega þann sem stofnaði aðganginn og upplýsingar, ljósmyndir og önnur gögn ættu að eiga við um viðkomandi.
  • Notendur undir lögaldri: Einstaklingum yngri en 18 ára er bæði óheimilt að stofna aðgang að Airbnb og að ganga frá bókun. Aðilar undir lögaldri vera að vera í fylgd fullorðins í dvöl og upplifunum.
  • Aðild að hættulegum samtökum: Einstaklingum tengdum öfgahópum, haturshópum og skipulögðum glæpahópum er óheimilt að hafa aðgang að Airbnb.

Bakgrunnsathuganir (einungis í Bandaríkjunum)

Bakgrunnsathuganir gætu verið gerðar til að athuga hvort viðkomandi hafi hlotið dóm. Í skimun okkar er leitað að tilteknum brotum sem gefa vísbendingu um að aukin hætta gæti steðjað að samfélagi okkar og við notum niðurstöðurnar til að ákvarða við hvaða aðstæður fólki með tiltekna brotasögu gæti verið bannað að nota verkvanginn okkar.

Frekari upplýsingar um hvað athugun á auðkenni felur í sér.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

  • Gestur

    Að forðast svik, svindl og misnotkun

    Við grípum inn í til að vernda heilindi verkvangs Airbnb og draga úr áhættu og tapi í tengslum við svik, svindl og misnotkun með því að gríp…
  • Gestur

    Að greiða fyrir langdvöl

    Þegar langdvöl (í 28 nætur eða lengur) er bókuð verður fyrsti mánuðurinn innheimtur og afgangurinn er innheimtur með mánaðarlegum afborgunum…
  • Gestur

    Tryggingarfé

    Airbnb og gestgjafar geta gert kröfu um tryggingarfé. Tryggingarféið getur miðast við eiginleika eignarinnar og/eða tímasetningu bókunarinna…
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning