Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Að skrifa gagnlegar húsreglur

  Verndaðu heimili þitt og bættu upplifun gesta.
  Höf: Airbnb, 1. des. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 13. maí 2021

  Aðalatriði

  • Með húsreglunum getur þú lagt áherslu á öryggisatriði og stillt væntingar gesta

  • Uppfærðu húsreglurnar hjá þér
  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

  Húsreglurnar þínar eru svo miklu meira en bara listi yfir það sem má og það sem má ekki gera. Með þeim eru stilltar af væntingar gesta og gestir fá nasasjón af því hvernig gestgjafi þú ert. Þær hjálpa gestum einnig að meta hvort eignin þín henti þeim fyrir bókun en það getur bætt upplifun þeirra. Við sýnum gestum húsreglurnar við bókun vegna þess hve miklu máli þær skipta.

  Þarftu smá hjálp við að skrifa þær? Fylgdu þessum ábendingum frá öðrum gestgjöfum.

  Einfalt er gott

  Notaðu skýrt og auðskiljanlegt mál. „Lestur á húsreglunum ætti ekki að minna á lagaþrugl. Þá les þær enginn og mögulegir gestir gætu bókað aðra og einfaldari skráningu,“ segir J Renata, gestgjafi í Ríó de Janeiro.

  Hver er besta leiðin svo að allt sé einfalt? Hugsaðu um hvernig þú vilt að gestir hagi sér í eigninni og hvernig þú myndir útskýra það ef þú værir að tala við þá í eigin persónu. Skrifaðu textann síðan þannig.

  Þú vilt ekki heldur kaffæra gestina með of mörgum reglum. Nefndu það sem er nauðsynlegt og segðu annars staðar frá öðru sem væri gott.

  „Ég er ekki með kurteisislegar óskir eða ábendingar eins og hvar eigi að skilja eftir handklæði og hvað á að gera við þvott í húsreglunum mínum,“ segir gestgjafinn Annette frá Prescott, Arizona. „Ég segi gestum frá því þegar ég hitti þá og sýni þeim íbúðina eða skil eftir vinaleg skilaboð.“ Annar valkostur væri að útbúa húsleiðbeiningar með hjálplegum atriðum sem eiga ekki endilega við í húsreglunum.

  Lestur á húsreglunum ætti ekki að minna á lagaþrugl. Þá mun enginn lesa þær.
  J Renata,
  Ríó de Janeiro

  Öryggisábendingar

  Ekki gera ráð fyrir að gestir séu jafn vakandi varðandi öryggi og þú. Það er góð hugmynd að hafa svona upplýsingar í húsreglunum þínum. Svona hafa sumir gestgjafar gert þetta:

  • „Vinsamlegast lokaðu og læstu öllum gluggum og dyrum þegar þú ferð úr íbúðinni.“ —Dave og Deb, Edmonton, Kanada
  • „Engin kerti. Alls engin. Í staðinn útvegum við eldlaus, rafhlöðukerti sem þú getur notað.“ —Heather, Ithaca, New York

  Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á heilsu- og öryggiskröfur tengdar COVID-19. Notaðu húsreglurnar til að minna gesti á skyldur varðandi grímur og nándarmörk og bentu á annað sem þarf að hafa í huga varðandi samnýtt rými ef við á.

  Notaðu tækifærið til að fræða gesti

  Ef gestir þínir eru langt að komnir má vera að þeir átti sig ekki á því sem er sérstakt við staðinn eða menninguna. Húsreglurnar þínar geta verið tækifæri til að deila mikilvægum upplýsingum. Svona nýta sumir gestgjafar staðbundna þekkingu:

  • „Við biðjum þig um að sýna aðgát og hafa hljóð, sérstaklega á kvöldin eða við síestu.“ —Beatriz Elena, Medellin, Kólumbíu
  • „Engir skór innandyra. Það er mjög algengt í Taílandi.“—Nutth, Chiang Mai, Taílandi
  • „Ólöglegt niðurhal er bannað. Sé dæmt í þínu máli getur stjórnvaldssekt numið allt að € 1.700 fyrir hverja kvikmynd.“—Branka og Silvia, Zagreb, Króatíu

  Sýndu persónuleika þinn

  Reglurnar þínar sýna hvernig gestgjafi þú ert. Þetta er enn ein leið fyrir gesti að ákveða hvort eignin þín henti þeim svo að ekki þykjast vera einhver sem þú ert ekki.

  Ef þú vilt slaka á og hafa það gott sem gestgjafi ættir þú því að leyfa kímnigáfunni að koma fram. Viltu frekar hafa hlutina í röð og reglu? Passaðu að það komi greinilega fram.

  Amy er gestgjafi frá Nashville sem leyfir kímnigáfunni að njóta sín í húsreglunum:

  “Ég geri ráð fyrir að gestir hagi sér eins og fullorðnir:
  • Ekki kveikja í húsinu
  • Ekki sparka í hundinn
  • Ekki borða mat sem lekur af við borðið
  • Það eru nokkrar ruslakörfur í húsinu: klósettið er ekki ruslakarfa“

  Húsreglur vernda þig

  Ef svo ólíklega vill til að vandamál komi upp með gest geta húsreglurnar einnig gagnast við málamiðlun. Ef gestur brýtur gegn húsreglum ættir þú að byrja á því að hafa samband við gestinn og reyna að leysa málið með honum. Ef þið komist ekki að niðurstöðu skaltu leita aðstoðar hjá þjónustuveri Airbnb.

  Athugaðu: Húsreglur verða að samræmast reglum Airbnb og skilmálum, þar á meðal þjónustuskilmálum okkar og reglum gegn mismunun. Frekari upplýsingar

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Með húsreglunum getur þú lagt áherslu á öryggisatriði og stillt væntingar gesta

  • Uppfærðu húsreglurnar hjá þér
  • Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar
  Airbnb
  1. des. 2020
  Kom þetta að gagni?