Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Uppfærðu ljósmyndir af eigninni

  Tveir atvinnuljósmyndarar deila fimm leiðum fyrir framúrskarandi skráningu á Airbnb.
  Höf: Airbnb, 26. maí 2021
  7 mín. lestur
  Síðast uppfært 26. maí 2021

  Aðalatriði

  • Veldu forsíðumynd til að sýna einkenni heimilisins þíns

  • Taktu til, taktu myndirnar í augnhæð, notaðu bestu dagsbirtu og rammaðu myndina vel inn til að ná bestu myndunum

  • Veldu myndir teknar úr mismunandi fjarlægð

  • Veldu fjölbreyttar myndir til að segja sögu þína best

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um enn betri gestaumsjón

  Vissirðu að myndatakan ræður einna mestu um val gesta á eign? Jeff og Candida eru atvinnuljósmyndarar sem nota sköpunargáfu sína til að fá fleiri bókanir í nýuppgerðum eyðimerkurbústað sínum, El Rancho, í Joshua Tree, Kaliforníu.

  Eftir endurbætur á eigninni fór parið að deila því sem það skapaði á samfélagsmiðlum og byrjaði að fá aðdáendur. El Rancho hefur síðan orðið að skapandi vin. Leyndarmálið þeirra? Að geta sýnt fallegt og notalegt heimili á myndum. Hér deilir parið sérfræðiábendingum sínum til að bæta myndirnar af eigninni þinni.

  Ofurgestgjafarnir og ljósmyndararnir Jeff og Candida deila ábendingum sínum um hvernig á að leggja áherslu á heimilið sitt með frábærum myndum.

  1. Fjarlægðu smádót

  Jeff: „Það kemur okkur stundum á óvart hve margir gleyma að fjarlægja dót áður en myndir eru teknar. Við reynum að hafa ekki of mikið af smádóti í vistarverum okkar svo að það verði miklu auðveldara að taka réttu myndina, án nokkurra truflana.“

  Candida: „Veldu hluti sem fara saman við umhverfið og bættu mannlegu ívafi við myndina, hvort sem það er manneskja, teppi eða skór á jörðinni. Það gerir eignina svo miklu hlýlegri.“

  2. Rammaðu hetjuna þína inn

  Candida: „Þegar ég leita að eign á Airbnb fer ég alltaf beint í myndirnar. Hugsaðu um hvað gerir heimili þitt ólíkt heimilum annarra. Hvað er einstakt við það? Heldurðu að fólk geti séð sig á staðnum? Skoðaðu aðrar skráningar á Airbnb til að sækja þér innblástur og til að finna út hvað virkar.

  „Hugsaðu virkilega um hvernig [forsíðu]mynd heimilisins verður. Hún er það fyrsta sem fólk sér og það sem getur valdið því að fólk stoppar við og vill sjá meira. Okkur finnst æðislegt að útbúa falleg rými með merkingu að baki og að hlúa að samfélaginu, sköpun og innblæstri. Við höfum þetta í huga við uppsetningu á eigninni fyrir myndatöku.“

  3. Finndu réttu birtuna

  Candida: „Birtan er galdurinn við að ná bestu myndunum fyrir skráninguna. Hvernig er birtan fyrir utan húsið og innandyra yfir daginn? Prófaðu að ná mismunandi blæjum og mismunandi sjónarhornum svo að gestir fái góða hugmynd um það sem þeir mega búast við. Prófaðu þig áfram og taktu eins margar myndir og þú getur. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig þú beislað birtuna.

   • Fylgstu með birtunni. Athugaðu hvernig dagsbirtan er fyrir utan húsið og innandyra yfir daginn.
   • Taktu myndir í húmi og dögun. Við mælum með því að taka myndir utandyra rétt eftir sólarupprás og fyrir sólsetur, lýsingin verður mýkri. Það veitir eigninni hlýlegan ljóma.
   • Notaðu náttúruna. Taktu myndir innandyra þegar dagsbirtan skín beint inn af því að það virkar hlýlega og notalega. Forðast ætti notkun ljósa af því að þau verða oft of skörp á myndum.
   • Leiktu þér með skugga. Gerðu tilraunir með skugga og skoðaðu hvernig þeir breyta áherslum og athygli.“

   4. Hugaðu að samsetningu mynda

   Jeff: „Hugsaðu um hvernig þú vilt ramma myndina inn til að bæta framsetningu á eigninni þinni. Ef þú ert með muni sem þér þykir vænt um á heimilinu skaltu reyna að hafa þá á miðri mynd svo að þeir veki athygli. Ef þú þarft innblástur skaltu búa til hugmyndaspjald eða fylgja ljósmyndurum og listamönnum sem þú kannt að meta. Við fylgjumst með listamönnum og innanhússhönnuðum og finnum alltaf til innblásturs við að sjá hvernig eignir breytast frá einum stað til annars í heiminum.

    Íhugunarefni við samsetningu mynda:

    • Taktu myndirnar í augnhæð. Svona bjagast sjónarhornið ekki og myndirnar verða jafnari og sýna betur hvernig eignin lítur í raun út með eigin augum.
    • Notaðu þriðjungsregluna. Ef þú ímyndar þér að rammanum sé skipt í þriðjunga lárétt og lóðrétt er gott að vera með áhugavert myndefni þar sem línurnar skarast.
    • Hugsaðu um samhverfu. Sérstakir munir vekja athygli með samhverfu. Hugsaðu um hvernig allt fellur saman, samhverfa, línur og jafnvægi.“

    5. Sýndu kosti eignarinnar

    Candida: „Það er mikilvægt að setja saman og velja fjölbreytt úrval mynda sem segja best sögu þína. Hvað mun gestum finnast best við eignina? Af hverju ættu gestir að vita sem kæmi annars á óvart? Hvernig getur þú sýnt einstök atriði og á sama tíma gert fólki ljóst hvernig herbergið allt lítur út?“

    Jeff: „Við höfum séð skráningar sem eru of einsleitar. Þær eru til dæmis með of margar nærmyndir. Þannig sér maður í raun ekki hvernig eignin lítur út. Náðu jafnvægi með myndum teknum úr mismunandi fjarlægð. Markmiðið er að gestir geti gert sér í hugarlund hvernig herbergin líta út og hvað er einstakt við heimilið. Mundu einnig að í kringum eignina er heill menningarheimur í bænum og hverfinu. Myndirnar þurfa ekki allar að vera af heimilinu.“

    Candida: „Ef þú vilt stofna aðgang að Instagram hjálpar það mikið að sýna fólki ferlið við að útbúa eignina. Fyrirmyndir og eftir, framvindan, allt á þetta við og er skemmtilegt að skoða síðar meir.“

    Jeff: „Við byrjuðum að fá fylgjendur með því að deila sögu okkar sjónrænt. Við hugsum um alla þá sem hafa heimsótt okkur og hve samfélagið er yndislegt sem við höfum byggt upp. Tvö pör trúlofuðu sig meira segja á El Rancho! Þessir viðburðir minna okkur á hve gaman það er að vera gestgjafi.“

    Aðalatriði

    • Veldu forsíðumynd til að sýna einkenni heimilisins þíns

    • Taktu til, taktu myndirnar í augnhæð, notaðu bestu dagsbirtu og rammaðu myndina vel inn til að ná bestu myndunum

    • Veldu myndir teknar úr mismunandi fjarlægð

    • Veldu fjölbreyttar myndir til að segja sögu þína best

    • Kynntu þér meira í handbók okkar um enn betri gestaumsjón
    Airbnb
    26. maí 2021
    Kom þetta að gagni?