Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

Fáðu fleiri 5 stjörnu umsagnir

Innanhússhönnuðir og ofurgestgjafar segja frá því hvernig þeir gera gistingu ógleymanlega.
Airbnb skrifaði þann 26. maí 2021
10 mín. lestur
Síðast uppfært 26. maí 2021

Aðalatriði

  • Stilltu væntingar gesta áður en þeir bóka

  • Eigðu skjót og skýr samskipti við gesti

  • Haltu eigninni hreinni, þægilegri og snyrtilegri

  • Vísaðu til umhverfisins þar sem þú getur. Til dæmis með vali á listaverkum eða baðvörum

  • Láttu gestum líða eins og þú vildir að þér liði ef þú gistir á staðnum

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um enn betri gestaumsjón

Ofurgestgjafarnir, frumkvöðlarnir og innanhússhönnuðirnir Catherine og Bryan Williamson frá Beginning in the Middle hafa byggt upp rekstur með því að bjóða upp á 5-stjörnu gistingu. Þau hafa tekið á móti meira en 2.000 gestum og ætla nú að deila sögu sinni og sérfræðiábendingum um hvernig þú getur gert heimilið þitt eftirminnilegt.

Ofurgestgjafarnir Catherine og Bryan á Airbnb segja frá því hvernig þau bjóða 5-stjörnu upplifun.

Catherine: „Hjá okkur var upphaf rekstursins á Airbnb og hönnunarfyrirtækisins ánægjuleg tilviljun sem við festumst í. Árið 2013 fluttum við frá New York til Columbus, Ohio; þar sem Bryan ólst upp. Við vildum meira pláss og vorum að leita að stað þar sem við gætum komið okkur fyrir og skapað eitthvað út af fyrir okkur.“

Bryan: „Við keyptum þriggja herbergja hús og lentum í því að þurfa að greiða niður skuldir en okkur líkaði ekki tilhugsunin um að hafa leigjanda í húsinu.“

Catherine: „Vinur vinar míns leigði út aukasvefnherbergið sitt á Airbnb og mælti með því að við prófuðum það. Á þeim tíma vissum við ekki alveg hvað Airbnb var. Við Bryan hugsuðum að það væri frábært að fá bókanir á árinu jafnvel þótt það væru aðeins 10 gistinætur á þessu ári...“

Bryan: „Við skráðum eignina og eftirspurnin var mjög mikil. Við tókum fljótt næsta skref og skráðum allt húsið okkar. Við skoðuðum okkur um og gistum á ýmsum mótelum í Columbus þar til við fundum það sem var minnst að. Þetta varð svo mikið að við gistum þar vikum saman í einu. Við þekktum allt starfsfólkið á hótelinu. En við gátum auðvitað ekki haldið svona áfram.“

Gestgjafahlutverkið er listræn og skapandi tjáning fyrir okkur.
Bryan,
Columbus, OH

Catherine: „Við greiddum upp skuldirnar og keyptum að lokum annað hús. Nokkrum árum síðar höfum við gert upp og selt nokkur hús og þau sem við héldum mest upp á höfðum við áfram á Airbnb. Við sögðum upp dagvinnunni og stofnuðum innanhússhönnunarstúdíó (Mix Design Collective), vörumerki fyrir orlofseignir (The Village Host) og bloggið okkar (Beginning in the Middle).“

Bryan: „Okkur er hjartans mál að bjóða öllum gestum okkar einstaka upplifun. Þessi brennandi áhugi á gestrisni hefur gert okkur kleift að skapa okkur líf sem við elskum í raun og veru. Ef gistingin hjá þér er framúrskarandi munu einkunnirnar og nýtingarhlutfallið hækka mikið jafnvel þótt þú sért ekki með flottasta húsið.“

1. Greindu frá væntingum

Catherine: „Einn af göldrunum til að fá 5-stjörnu umsögn er að stilla væntingar gesta áður en þeir smella á bókunarhnappinn. Húsin okkar eru gömul og við höfum lagt mikið á okkur til að gera þau heimilisleg, þægileg og falleg. Þau eru samt ekki fullkomin svo að við reynum að segja frá eins miklu og við getum fyrir fram. Til dæmis braka gólfin hjá okkur og dyrnar.“

Bryan: „Baðherbergin hjá okkur eru í minni kantinum. Útveggur eins húsanna okkar liggur upp að næsta húsi. Við látum vita af því til að fólk sé kurteist og passi sig á að vera ekki með of mikinn hávaða. Það má EKKI halda partí.“

Catherine: „Við erum með gamalt frístandandi baðker sem er örlítið hærra en venjulegt baðker; og gæti orðið sumum gestum erfitt. Þessi atriði gætu truflað suma. Öðrum er kannski saman en við reynum að tala til fólks sem við vitum að muni njóta hverfisins og hússins.“

2. Svaraðu hratt

Bryan: „Skjót og greinargóð samskipti við gesti skipta sköpum í að bjóða 5-stjörnu upplifun. Þannig sýnir þú gestum að þú sért þeim alltaf innan handar.“

Catherine: „Fólk gistir ekki lengi hjá þér og vanalega ekki að ástæðulausu. Þess vegna er ekki gott að dvölin sé hálfnuð og án þess að þú hafir svarað eða lagað það sem er að. Ég er þessi týpa sem svarar yfirleitt innan 5 mínútna. Ef þú heldur að þú munir ekki geta svarað fólki tímanlega gæti verið gott að vera með samgestgjafa sem getur hjálpað við að svara tölvupóstum og skilaboðum. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að sýna gestum að við séum til staðar og að þeir skipti okkur máli. Stundum þýðir það að stökkva frá öðru til að upplifun gestanna verði 5-stjörnu virði.“

Frekari upplýsingar um samstarf við samgestgjafa

3. Láttu fólki líða eins og heima

Catherine: „Hvað varðar innréttingar og rými er mikilvægast að gestum líði eins og heima hjá sér á meðan þeir gista hjá þér. Gefðu þér tíma til að skreyta með húsgögnum sem virðast vera einstök og eru vönduð.“

Bryan: „Það þýðir ekki að þú þurfir að endurnýja allt eldhúsið með marmara eða kaupa allt það dýrasta. Mér finnst mikilvægast að eignin sé hrein, þægileg og snyrtileg.“

Catherine: „Gestum ætti að líða eins og eignin hafi verið undirbúin sérstaklega fyrir þá. Gefðu þér tíma til að taka út persónulegar myndir, fjölskylduminjagripi, smávöru, rusl og allt sem gæti bent til þess að gestir séu á heimili einhvers annars.“

Bryan: „Eitt mikilvægt sem er þess virði að fjárfesta í er gott rúm. Það þarf ekki að vera dýr dýna en við setjum yfirdýnu á hana og útvegum bæði dúnkodda og kodda með annarri fyllingu.“

Catherine: „Við notum vanalega 300 þráða bómullarlök sem eru algeng á hótelum. Þau ættu að gæla við húðina og ekki skrapa hana. Þegar öllu er á botninn hvolft bókar fólk gistingu í eign þinni til að verja nóttinni þar. Og eins og við vitum, sérstaklega sem foreldrar, er góður nætursvefn lúxus.“

4. Sýndu einkenni staðarins

Catherine: „Þegar fólk gistir hjá þér skaltu hafa í huga að fólkið er ekki bara á heimilinu þínu heldur í borginni þinni. Við reynum að gera dvölina persónulegri þegar við getum. Smáfyrirtæki eru grundvöllur borgarlífsins í Columbus svo að okkur finnst gaman að fá alla til að taka þátt.“

Bryan: „Stundum skiljum við eftir smá sýnishorn svo að gestir geti kynnst því sem okkur líkar í nágrenninu með gjafakort frá kaffihús í nágrenninu og við hvetjum fólk til að skoða hverfið. Við bjóðum upp á sjampó, hárnæringu og andlitssápu frá fyrirtæki á staðnum sem heitir Cliff Original. Við erum með náttúrulega handsápu frá Glenn Avenue. Við erum með bækur úrThe Columbus Book Projectsem athafnamaður á staðnum setti saman um listamenn í nágrenninu. Columbus er svo lítil borg en það er frábært að búa hérna, alast upp og koma í heimsókn; og hún hefur upp á svo margt að bjóða.“

Catherine: „Okkur finnst æðislegt að sýna fólki Columbus með okkar augum og okkur finnst frábært þegar við getum látið fólki líða svo vel að það segist vilja flytja til Columbus.“

Bryan: „Önnur hugmynd sem við erum að hugsa um að bæta í borgarlífið í Columbus er að nota heimili okkar sem listasöfn eða kvöldverðarklúbb til að sýna listaverk listamanna á staðnum sem fá kannski ekki annars staðar inni með verk sín. Við reynum að sýna nokkur listaverk í hverju húsi og víxlum þeim á nokkurra mánaða fresti. Vertu skapandi og hugsaðu um hvernig heimilið þitt getur endurspeglað nærumhverfið.“

5. Slökkviæfingarnar

Bryan: „Þrátt fyrir góðan ásetning þinn og viðleitni við að skapa 5-stjörnu upplifun skaltu hafa í huga að neyðartilvik munu koma upp og þú þarft að leysa þau. Hvort sem um er að ræða bilaða loftkælingu eða gesti sem eru vonsviknir. Eitt af því versta sem við höfum lent í er þegar rör fór að leka hjá okkur. Vatn flæddi um allt húsið á sama tíma og við höfðum gesti. Þeir voru alltaf að hringja í okkur...“

Catherine: „... En síminn minn var rafmagnslaus.“

Bryan: „… Og þetta var brúðkaupsnóttin þeirra.“

Catherine: „Þetta var mjög slæmt. Við lærðum mikið af þessu. Við svona aðstæður skaltu biðjast afsökunar og meta hvort væri rétt að greiða endurbætur eða gefa gjöf eins og til dæmis smákökur, vínflösku eða gjafakort á veitingastað. Við endurgreiðum gestum ef dvöl þeirra var virkilega slæm en það gerist ekki oft.“

Bryan: „Við reynum að fylgja gullnu reglunni og bjóða gestum sömu upplifun og við mundum vilja heima hjá okkur. Gestgjafahlutverkið er listræn og skapandi tjáning fyrir okkur. Við lögðum allt í þessar eignir og síðan auglýstum við þær svo fólk gæti notað þær. Það skiptir okkur svo miklu máli að finna fyrir þakklæti gesta okkar.“

Catherine: „Að fá 5-stjörnu umsögn staðfestir allt sem við erum að gera. Þegar við erum í endurbótaham vonar maður að einhver muni kunna að meta aukavinnuna sem við leggjum á okkur. Ég held að ef maður leggur einungis áherslu á fjármálahlið fasteignakaupa sé auðvelt að gleyma aukaatriðunum.“

Bryan: „Það er ekki auðvelt að vera gestgjafi. Það krefst mikillar vinnu.“

Catherine: „Þetta hefur einnig verið mjög gefandi og breytt lífi okkar. Við höfum getað lagt stund á innanhússhönnun, sem er áhugamál okkar, og komumst að því hve mikið við njótum þess að vera gestgjafar. Við gátum hafið eigin rekstur sem hefur undið upp á sig. Án Airbnb held ég að okkur hefði reynst mun erfiðara að koma smáfyrirtækinu okkar af stað og reka það. Þetta hefur hjálpað okkur að finna hvað við viljum í lífinu sem er í raun að gera upp eignir svo að annað fólk geti notið þeirra.“

Bryan: „Okkur hefur tekist að gefa framtakssemi okkar lausan tauminn og reyna á sköpunargáfuna. Það er algjör kostur að geta sinnt því sem maður hefur brennandi áhuga á og geta gert það sjálfur.“

Catherine: „Við vonum að þessar ábendingar gagnist þér til að fá enn fleiri 5-stjörnu umsagnir.“

Njóttu gestgjafahlutverksins!
Catherine, Bryan + Bianca

Aðalatriði

  • Stilltu væntingar gesta áður en þeir bóka

  • Eigðu skjót og skýr samskipti við gesti

  • Haltu eigninni hreinni, þægilegri og snyrtilegri

  • Vísaðu til umhverfisins þar sem þú getur. Til dæmis með vali á listaverkum eða baðvörum

  • Láttu gestum líða eins og þú vildir að þér liði ef þú gistir á staðnum

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um enn betri gestaumsjón
Airbnb
26. maí 2021
Kom þetta að gagni?