Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Uppfærsla fyrir gestgjafa sem nýta sér samnefnisnetföng

  Gestgjafar þurfa að vita af þessu varðandi samskipti við gesti.
  Höf: Airbnb, 28. maí 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 17. nóv. 2020

  Aðalatriði

  • Við erum að loka eiginleika fyrir samnefnisnetföng en áfram verður hægt að nota skilaboðakerfi Airbnb og símanúmer

   • Þú getur enn látið upplýsingar eins og húsreglur og leiðbeiningar fyrir innritun fylgja skráningunni

   • Þú getur áfram notað samnefnisnetfang ef þú átt ekki aðra valkosti

   Við vitum hve mikilvægt það er að eiga í snurðulausum samskiptum við gesti þína og vinnum því stöðugt að einfaldari leiðum til að hafa samband og deila upplýsingum.

   Til að vernda friðhelgi samfélags okkar hefur Airbnb aldrei deilt netföngum milli gesta og gestgjafa. Ein af leiðunum fyrir gestgjafa til að hafa samband við gesti var að nota samnefnisnetföng. Með þessari leið var búið til einstakt og nafnlaust netfang fyrir gesti, eins og til dæmis helga-dfsnsns@guest.airbnb.com. Við gerðum skoðanakönnun á nokkrum gestgjöfum í félagsmiðstöð okkar fyrr á árinu og komumst að þeirri niðurstöðu að mörg ykkar viljið frekar nota skilaboðakerfi Airbnb en samnefnisnetföng.

   Við vildum láta þig vita að við munum loka fyrir samnefnisnetföng í byrjun ágúst en hafðu engar áhyggjur: Ef þú treystir á tölvupóst til að senda mikilvæg gögn eru enn margar leiðir til að hafa samband við gesti.

   Þetta þarft þú að vita:

   • Þú getur alltaf deilt mikilvægum upplýsingum með skilaboðum á Airbnb eða með því að hringja eða senda textaskilaboð. Þessir eiginleikar breytast ekki og með þessari uppfærslu verður hægt að einfalda samskiptaleiðir.
   • Þú getur alltaf birt ítarlegar upplýsingar við skráninguna þína. Þú getur enn látið upplýsingar eins og húsreglur og leiðbeiningar fyrir innritun fylgja skráningunni. Gestir geta fengið þessar mikilvægu upplýsingar án þess að þú þurfir að senda þær í hvert sinn.
   • Við erum að vinna að leið svo að gestgjafar geti látið skjöl fylgja skilaboðum á Airbnb. Til að hjálpa gestgjöfum og gestum að hafa skipulag á öllu á sama stað erum við að vinna að leið fyrir fylgiskjöl eins og PDF-skrár, ljósmyndir og önnur skjöl í skilaboðum á Airbnb.
   • Þú getur áfram sent gestum þínum hlekki á mikilvæg skjöl. Við vitum að sumir gestgjafar notuðu áður samnefnisnetföng til að senda gestum skjöl í samræmi við lög á staðnum eða samninga húseigendafélaga. Þú getur sent hlekki með skilaboðum á Airbnb ef þú þarft að deila slíkum gögnum.
   • Þú getur áfram notað samnefnisnetfang ef þú átt ekki aðra valkosti. Þú getur fyllt út vottunareyðublaðið okkar til að nota áfram samnefnisnetfang ef þú notar tengdan hugbúnað sem virkar ekki með skilaboðakerfi Airbnb eða ef þú þarft að senda skjöl í viðhengi. Hins vegar mælum við með því að senda hlekki á skjöl í skilaboðum þegar það er hægt.
   • Þessar breytingar eru gerðar í samræmi við utanverkvangsstefnu okkar. Til að vernda samfélag okkar og rekstur biðjum við gestgjafa um að beina gestum ekki út af Airbnb. Það á meðal annars við að biðja um umsagnir eða endurgjöf á vefsvæði annarra en Airbnb, að biðja um samskiptaupplýsingar gesta áður en gisting er bókun eða að misnota samskiptaupplýsingar þeirra. Vinsamlegast hafðu þessa stefnu í huga, einkum ef þú hyggst fylla út vottunareyðublaðið okkar til að nota áfram samnefnisnetfang. Frekari upplýsingar

   Við vonum að þessar breytingar hjálpi þér að einfalda samskipti við gesti. Þakka þér eins og alltaf fyrir að vera gestgjafi á Airbnb og mikilvægur samfélagsmeðlimur.

   Þessari grein hefur breytt frá því að hún var fyrst birt.Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá síðustu uppfærslu.

   Aðalatriði

   • Við erum að loka eiginleika fyrir samnefnisnetföng en áfram verður hægt að nota skilaboðakerfi Airbnb og símanúmer

    • Þú getur enn látið upplýsingar eins og húsreglur og leiðbeiningar fyrir innritun fylgja skráningunni

    • Þú getur áfram notað samnefnisnetfang ef þú átt ekki aðra valkosti

    Airbnb
    28. maí 2020
    Kom þetta að gagni?