Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

  Ábendingar til að setja saman einstakt veffang fyrir skráninguna þína

  Skoðaðu dæmi frá öðrum gestgjöfum og notaðu ábendingar þeirra til að búa til þitt eigið.
  Höf: Airbnb, 3. mar. 2020
  5 mín. lestur
  Síðast uppfært 10. mar. 2020

  Aðalatriði

  • Búðu til eigið sérsniðið veffang og auðveldaðu gestum að finna skráninguna þína

   • Sæktu þér innblástur fyrir sérsniðna veffangið þitt með því að skoða hlekki annarra gestgjafa

    • Hugsaðu um það sem gerir eignina þína einstaka og reyndu að leggja áherslu á það með veffanginu þínu

     Þú veist hve sérstök eignin þín er en það getur verið erfitt að láta eignina skara fram úr meðal milljóna skráninga á Airbnb. Auðveld leið til að segja fleira fólki frá skráningunni er að gefa eigninni nafn og sérsníða skráninguna með því að búa til sérstakan hlekk, einstakt veffang sem sýnir það sem ber af við eignina og auðveldar mögulegum gestum að finna og bóka hana.

     Til að hjálpa þér að byrja segjum við frá innblæstrinum að baki sumra þeirra veffanga gestgjafa sem eru mest skapandi ásamt helstu ábendingunum þessarra gestgjafa.

     Hver getur búið til sérsniðið veffang?

     Allir gestgjafar á Airbnb geta útbúið eigið veffang fyrir skráninguna sína. Hægt er að búa þessi sérsniðnu vefföng til á öllum 62 tungumálunum sem Airbnb styður en hlekkina sjálfa má aðeins skrifa með enska stafrófinu.

     Þó að hver sem er geti skoðað skráninguna þína með því að slá inn einstaka hlekkinn þinn í veffangastikuna mun hlekkurinn beinast á sjálfgefna hlekkinn á skráningunni þinni á Airbnb sem endar með tölustreng. Láttu þér því ekki bregða ef sérsniðna veffangið þitt breytist þegar þú slærð það inn í veffangastikuna hjá þér.

     Hvernig sem ég sérsniðið veffang?

     Hugsaðu um að spyrja vini þína eða fjölskyldu um það sem þeir halda mest upp á við eignina þína og skoðaðu hugmyndir þeirra. „Þetta kom örugglega upp í hugmyndavinnu,“ sagði ofurgestgjafinn Priscilla frá Atlanta sem gerði sérsniðin vefföng fyrir eignirnar sínar þrjár: blue-atlanna, yellow-atlanna og visitatlanna (sem er skráð í Airbnb Plús).

     „Íbúar Atlanta segja ekki „Atlanta“ heldur eitthvað sem hljómar eins og „Etlenna“ eða „Etlennö“,“ segir Priscilla. „Besti vinur minn, Johnny, og ég fundum upp á „Visit Atlanna“ af því að það var bókstaflegt og samt nógu framhleypið til að byggja upp vörumerki.“ Það sama á við um hinar tvær litríku íbúðirnar hennar í Midtown East sem eru báðar réttnefndar.

     Hvernig útbý ég einstaka veffangið mitt?

     Fylgdu þessum þremur einföldu skrefum:

     1. Opnaðu skráningar í Airbnb appinu þínu eða á vefsvæði Airbnb.
     2. Smelltu á skráninguna sem þú vilt búa til eigið veffang fyrir.
     3. Flettu niður fram hjá hlutum fyrir myndir og staðsetningu að „sérsniðnum hlekk“ og smelltu á hnappinn „breyta“ til að búa til hlekkinn þinn.

     Hvað ætti ég að gera við sérsniðna veffangið mitt?

     Hlekkurinn sem þú velur þér getur verið góð leið til að vekja athygli og sýna aðeins persónuleika þinn sem gestgjafa. Rétt eins og fyrir titil skráningarinnar á Airbnb ætti veffangið þitt að vera stutt og þægilegt. Það má lengst vera 100 stafir en styttri hlekkur er eftirminnilegri.

     Við spurðum nokkra ofurgestgjafa sem hafa þegar búið til vefföngin sín um að deila innblástrinum á bak við grípandi nöfnin sem þeir völdu. Hér eru helstu ábendingar þeirra til að búa til gott veffang:

     • Finndu þér eftirminnilega leið. „Við vildum hafa sérsniðinn hlekk sem væri eftirminnilegur og nógu stuttur til að segja fólki frá,“ segir ofurgestgjafinn Steve frá Winter Park í Colorado. Hann sótti sér innblástur frá yfirgnæfandi veru fyrir utan fimm svefnherbergja húsið sitt: 6 metra hárrar bjarnarstyttu skorinni út úr trjábol. „Ég vildi komast að snemma til að velja hlekkinn [bear-shadow] áður en nokkur annar gæti valið hann,“ segir hann.
     • Leggðu áherslu á eitthvað einstakt við eignina þína. Alohamaui er til dæmis eign í Airbnb Plús á miðri ströndinni í Suður-Maui, Havaí. Veffangið segir gestum á hvaða eyju íbúðin með staka svefnherberginu er og „aloha“, sem þýðir halló, ást, friður og samúð í Havaí, lofar gamansamri stemningu.
     • Slepptu sköpunargleðinni lausri og ekki reyna að koma bókstaflega rétt fram. Nefnum mojavemoon sem dæmi. Þetta er tveggja svefnherbergja hús í Yucca Valley í Kaliforníu nærri Joshua Tree þjóðgarðinum. Þetta veffang vísar óbeint til staðsetningar hússins í Mojave-eyðimörkinni, sem er fullkominn staður fyrir stjörnuskoðun.
     • Notaðu lýsingarorð til að stilla af væntingar gesta. Í London er atmospheric-bloomsbury-flat eins svefnherbergis íbúð full af dagsbirtu og með þægilegu skrifborði með útsýni yfir laufskrúð Bloomsbury-garðs. Að nefna hverfið og kalla fram stemninguna með orðinu „atmospheric“ hjálpar mögulegum gestum að sjá dvölina strax fyrir sér.
     • Notaðu fáar tölur. Nota verður minnst einn bókstaf í sérsniðnum vefföngum en þar sem sjálfgefnir hlekkir á skráningar á Airbnb enda allir á tölum er best að nota orð. Þú gætir sett eina eða tvær tölur inn í veffangið þitt, sérstaklega ef talan vísar til fjölda svefnherbergja eða einhvers sögulegs varðandi eignina þína, eins og árið sem hún var byggð.
     • Kynntu sérsniðna veffangið þitt vítt og dreift. Nokkrar skapandi leiðir til að deila sérsniðnum hlekk eru að prenta hann á nafnspjöld, bæta honum við undirskriftina í tölvupóstum, nefna hann á notandasíðu á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum og setja hann á allt annað markaðsefni sem þú hefur fyrir skráninguna þína. Ofurgestgjafinn Callie frá Duluth í Georgíu segir að einstaka veffangið hennar (schoolhousecottage) hafi gert lífið auðveldara. „Ég nota hann á Instagram,“ segir hún. „Þetta er miklu þægilegri hlekkur en sá langi.“
     • Ekki vanmeta kynningu manna á milli. „Mamma skrifar [árlegt] jólabréf,“ segir Callie. „Síðustu tvö árin vildi hún fá veffangið fyrir [skráninguna mína á Airbnb]. Þetta var miklu auðveldara í ár því ég var með sérsniðna hlekkinn.“ Og það á ekki bara við um prentaðan texta: „Ég hef einnig getað sagt fólki hann þegar ég tala við vini eða fer út að borða,“ bætir Callie við.
     • Hafðu í huga að það eru nokkur atriði sem þú getur ekki tekið fram. Heildarreglurnar má finna hér en sum orð eru bönnuð svo sem „verified“ og „Airbnb“. Einnig er bannað að hafa færri en þrjá stafi og að nota tákn og greinarmerki (nema bandstrik). Þrátt fyrir að nota megi almenn orð fyrir tegundir eigna og staðsetningar í hlekknum (íbúð, kofi, Reykjavík, París o.s.frv.) er ekki nóg að nota þessi orð. Það skemmtilega er að komast að því hverju á að bæta við!

     Sérsniðið veffang getur auðveldað gestum að finna skráninguna þína og það getur gefið þér aðra leið til að skara fram úr sem gestgjafi. Eða eins og ofurgestgjafinn John, sem valdi alohamaui, segir: „Það er gott að geta einfaldlega gefið einhverjum hlekk sem er auðveldara að muna en talnarunu.“

     Viltu búa til þitt eigið sérsniðna veffang? Við erum spennt að sjá hvað þér dettur í hug. Frekari innblástur er að finna í grein um það hvernig einn ofurgestgjafi laðaði að sér meira en 100.000 fylgjendur á Instagram með snjöllu nafni og stefnu fyrir samfélagsmiðla.

     Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

     Aðalatriði

     • Búðu til eigið sérsniðið veffang og auðveldaðu gestum að finna skráninguna þína

      • Sæktu þér innblástur fyrir sérsniðna veffangið þitt með því að skoða hlekki annarra gestgjafa

       • Hugsaðu um það sem gerir eignina þína einstaka og reyndu að leggja áherslu á það með veffanginu þínu

        Airbnb
        3. mar. 2020
        Kom þetta að gagni?