Að tengjast samfélagi upplifunargestgjafa á staðnum

Að tengjast samfélagi upplifunargestgjafa á staðnum
Airbnb skrifaði þann 14. jún. 2021
2 mín. lestur
Síðast uppfært 14. jún. 2021

Sem upplifunargestgjafi á Airbnb opnar þú samfélag þitt, menningu og handverk fyrir gesti alls staðar að úr heiminum. Það er því skynsamlegt að hafa samband við aðra gestgjafa í nágrenninu, á Netinu og í eigin persónu, til að deila áætlunum um árangur til lengri tíma litið. Í sameiningu erum við að byggja upp samfélög og viðburði fyrir upplifunargestgjafa á staðnum sem gestgjafar geta nýtt sér til að hvetja, styðja og efla hvern annan

Samfélagssamkomur

Samkomur upplifunargestgjafa á Airbnb fara fram um allan heim í hverri viku, frá Amsterdam og Mexíkóborg til Tókýó, Dublin og víðar. Þessar samkomur geta verið af mörgum toga; hvort sem um er að ræða fræðandi námskeið eða félagslega samkomu þar sem sykurpúðar eru grillaðir yfir opnum eldi. Það eina sem er sameiginlegt með samkomunum okkar eru stuðningstengslin milli gestgjafa.

Samfélagshópar fyrir upplifanir

Samfélagsleiðtogar upplifana okkar eru farnir að stofna Facebook hópa út um allan heim.

Farið inn á samfélagsmiðstöðina okkar til að tengjast hópnum á staðnum á netinu og finnið leiðir til að deila ábendingum og ráðum, kynnið ykkur, vinnið saman til að komast yfir hindranir og byggið upp tengslanet sem hægt er að treysta á. Sérðu ekki landið eða borgina þína? Fleiri samfélagshópar verða kynntir fljótlega. Eins og er eru hópar í 62 borgum en í hverjum mánuði fjölgar þeim svo fylgstu með ef þú sérð ekki hóp fyrir borgina þína.

Teymi okkar leitar að samfélagsstjórum eina og þér í sjálfboðastarf til að hjálpa okkur að hvetja, styrkja og styðja við gestgjafa um allan heim. Þetta gera þessir leiðtogar:

  • Hafa umsjón með vaxandi hópi á samfélagsmiðli á staðnum.
  • Sameina samfélag okkar í samkomum á staðnum.
  • Endurspegla rödd samfélags okkar með því að deila sögum, ábendingum, hugmyndum og athugasemdum með starfsfólki Airbnb.
  • ... og það sem er mikilvægast, hjálpa Airbnb að skapa heim þar sem allir geta alls staðar átt heima!

Hefurðu áhuga á sjálfboðaliðastarfi? Sæktu um núna
Vonandi sjáumst við fljótlega í umræðu á Netinu eða á samkomu á staðnum!

Airbnb
14. jún. 2021
Kom þetta að gagni?