Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

Bjóddu upp á sveigjanlega afbókunarreglu fyrir upplifanir

Sveigjanleg regla getur höfðað til gesta og dregið úr afbókunum á síðustu stundu.
Airbnb skrifaði þann 16. des. 2021
2 mín. lestur
Síðast uppfært 16. des. 2021

Aðalatriði

  • Þér er boðið að velja nýju afbókunarregluna sem er sveigjanlegri fyrir gesti.

  • Rannsóknir sýna að gestir kjósa að bóka upplifanir með aukinn sveigjanleika.

  • Með sveigjanlegri reglu okkar geta gestir afbókað að kostnaðarlausu allt að sólarhring áður en upplifunin hefst.

Rannsóknir Airbnb benda til þess að gestir kunni að meta sveigjanleika við afbókanir þegar þess gerist þörf þar sem það getur dregið úr álagi við skipulagningu og minnkað undirbúning hjá þeim.

Hins vegar höfum við heyrt frá gestgjöfum að þeir lendi í vandræðum þegar gestir afbóka upplifun á síðustu stundu. Tíma og fyrirhöfn er varið í að útbúa upplifun fyrir gesti og afbókun getur haft áhrif á tekjurnar.

Vegna athugasemda frá ykkur erum við að uppfæra afbókunarreglur okkar fyrir upplifanir til að draga úr fjárhagslegum áhrifum á ykkur við afbókanir á síðustu stundu. Nú má velja annaðhvort sveigjanlegri eða strangari afbókunarreglu en gestir geta samt valið upplifanir sem henta þeim.

Hvað er að breytast?

Frá og með 10. nóvember 2021 er öllum upplifunargestgjöfum boðið að velja nýja og sveigjanlegri afbókunarreglu. Þú getur valið breyttu núverandi regluna eða sveigjanlegri regluna sem er lýst hér að neðan:

  • Breytt núgildandi: Gestir geta afbókað að kostnaðarlausu með meira en 7 daga fyrirvara fyrir upplifunina eða innan sólarhrings frá bókun ef þeir kaupa upplifunina með meira en 48 klst. fyrirvara.
  • Sveigjanlegri: Gestir geta afbókað að kostnaðarlausu allt að sólarhring áður en upplifunin hefst.

Samkvæmt afbókunarreglu Airbnb var gestum áður heimilt að fá endurgreitt að fullu að því tilskildu að þeir afbókuðu 7 dögum áður en upplifunin hófst eða innan sólarhrings frá bókun. Gestgjafar hafa hins vegar sagt okkur að þetta hafi ekki virkað fyrir þá vegna þess að bókunaraðilar gátu afbókað á síðustu stundu og fengið endurgreitt að fullu.

Gestgjafar sögðu okkur að þeim þætti vænt um að geta haft meiri stjórn á afbókunarreglum sínum. Þessari breytingu er ætlað að koma í veg fyrir að gestgjafar þurfi að loka upplifunum sínum fyrir nýjum bókunum 48 klst. fram í tímann til að koma í veg fyrir afbókanir á síðustu stundu.

Uppfærðu afbókunarregluna

Veldu það sem hentar þér best
Opnaðu þínar upplifanir
Þú getur breytt afbókunarreglunni fyrir upplifunina þína hvenær sem er með því að opna þínar upplifanir » breyta » almennar stillingar » afbókunarregla.

Hvaða áhrif hefur þetta á endurgreiðsluferlið?

Breytingum á núgildandi afbókunarreglu upplifana er ætlað að hjálpa til við að lágmarka afbókanir á síðustu stundu. Nú njóta gestgjafar meiri tekjuverndar ef gestur bókar minna en tveimur sólarhringum fyrir upphafstímann og afbókar síðan.

Íhugaðu hvaða regla hentar þér best

Gestgjafar gætu viljað velja nýju og sveigjanlegri afbókunarregluna svo lengi sem þeim finnst í lagi að gestir afbóki allt að 24 klukkustundum áður en upplifunin hefst. Rannsóknir okkar hafa sýnt að flestir gestir vilja búa við sveigjanleika við afbókun, bæði fyrir netupplifanir og staðbundnar upplifanir. Þetta bendir til þess að jafnvel þó að sumir gestir afbóki gæti verið betra að bjóða sveigjanlega afbókunarreglu til að fá fleiri bókanir í heildina.

Ef upplifunin þín krefst mikils fyrirvara eða undirbúnings gætir þú íhugað að halda þig við breyttu núgildandi regluna. Hafðu þó í huga að hún er ekki eins sveigjanleg fyrir gesti.

Frekari upplýsingar er að finna í hjálparmiðstöðinni okkar.

Aðalatriði

  • Þér er boðið að velja nýju afbókunarregluna sem er sveigjanlegri fyrir gesti.

  • Rannsóknir sýna að gestir kjósa að bóka upplifanir með aukinn sveigjanleika.

  • Með sveigjanlegri reglu okkar geta gestir afbókað að kostnaðarlausu allt að sólarhring áður en upplifunin hefst.

Airbnb
16. des. 2021
Kom þetta að gagni?