Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Stökkva að meginmáli hjálpar

  Hvernig veit ég hvort tölvupóstur eða vefsíða sé í raun frá Airbnb?

  Fólk býr stundum til falsaða tölvupósta eða heimasíður sem virðast vera frá Airbnb. Þessar síður geta verið notaðar til að stela persónuupplýsingum þínum eins og lykilorði eða upplýsingum um bankareikning. Þetta eru oft kallað vefveiðar (e. phishing) eða gabb (e. spoofing).

  Vertu á varðbergi ef þú færð tölvupóst eða ef þér er beint inn á heimasíðu sem líkist Airbnb en óskað er eftir trúnaðarupplýsingum. Ef þú ert ekki viss skaltu ávallt byrja á forsíðu Airbnb. Sláðu inn https://www.airbnb.com í vafranum hjá þér og haltu áfram þaðan.

  Auðkenning á svikapósti og -vefsíðum

  Svikapóstur er oft með kennimerkjum Airbnb og falsað Airbnb-netfang í reitnum „Frá“.

  Svikapóstur getur einnig verið með texta úr raunverulegum tölvupósti frá Airbnb, til dæmis skilaboð um staðfestingu á bókun, útborgunarstaðfestingu, bókunaráminningu eða beiðni um að uppfæra notandalýsinguna þína. Svikahrappar vonast til að plata þig til að afhenda persónuupplýsingar, sem við myndum aldrei biðja um, með því að láta tölvupóstinn líta út fyrir að vera ósvikinn. Hér eru nokkrar ábendingar sem hjálpa þér við að greina á milli:

  Mat á réttmæti hlekkja

  Svikapóstur er oft með hlekki á falsaðar Airbnb-heimasíður þar sem er reynt að stela upplýsingunum frá þér. Ekki smella á hlekki í neinum tölvupóstum sem þú treystir ekki.

  Raunverulegur hlekkur á Airbnb byrjar á https://www.airbnb.com eða veffangi fyrir tiltekið land á borð við https://es.airbnb.com, https://is.airbnb.com, https://www.airbnb.com.ateða https://www.airbnb.co.uk. Ef þú smellir á hlekk sem vísar þér á síðu sem líkist Airbnb en byrjar ekki á þessari slóð þá er það sviksamleg síða og þú ættir að loka henni.

  Athugaðu hvort lénið tilheyri Airbnb formlega

  Svikapóstur kemur oft frá lénum sem gætu virst vera lík svo sem @bnb.com eða @reservation-airbnb.com. Réttmætur tölvupóstur frá Airbnb mun einungis berast frá eftirfarandi lénum:

  • @airbnb.com
  • @airbnbaction.com
  • @airbnbmail.com
  • @airbnb.zendesk.com
  • @e.airbnb.com
  • @express.medallia.com
  • @ext.airbnb.com
  • @guest.airbnb.com
  • @host.airbnb.com
  • @noreply@qemailserver.com
  • @outreach.airbnb.com
  • @research.airbnb.com

  Pósturinn er ekki frá Airbnb ef hann kemur ekki frá einu þessara netfanga.

  Sýndu hótunum varúð

  Svikapóstur og svikavefsíður eru oft skrifuð með aðkallandi tón og þar er hótað uppsögn á aðganginum, tapaðri bókun eða seinkun á útborgun ef þú smellir ekki á hlekk eða gefur ekki samstundis tilteknar upplýsingar.

  Ef málið er virkilega mikilvægt ættir þú að finna frekari upplýsingar í stjórnborðinu þínu á Airbnb. Skráðu þig inn á airbnb.com ef þú ert í einhverjum vafa um hvort tölvupósturinn er ósvikinn og haltu áfram þaðan.

  Tilkynntu falsaðar vefsíður til Airbnb

  Láttu okkur vita ef þú telur þig hafa fundið vefsíðu sem líkist Airbnb með því að tilkynna vefslóð vefsíðunnar á https://reportphishing.net/airbnb/. Þessi síða er einungis til að tilkynna varhugaverðar vefsíður; hún er ekki til að stofna hjálparbeiðni hjá Airbnb og þér verður ekki send staðfesting. Ef þú notaðir sviksamlega vefsíðu eða ef þú hefur áhyggjur af öryggi aðgangsins þíns hafðu þá frekar samband við okkur.