Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Hvernig veit ég hvort tölvupóstur eða vefsíða sé í raun frá Airbnb?

Fólk býr stundum til falsaða tölvupósta eða heimasíður sem virðast vera frá Airbnb. Þessar síður geta verið notaðar til að stela persónuupplýsingum eins og lykilorði eða upplýsingum um bankareikning. Þetta er oft kallað vefveiðar eða efnisfölsun.

Ef þú færð tölvupóst eða þér er beint inn á vefsíðu sem lítur út eins og Airbnb og óskað er eftir trúnaðarupplýsingum skaltu vera á varðbergi. Ef þú ert ekki viss skaltu ávallt byrja á forsíðu Airbnb. Sláðu inn https://www.airbnb.com í vafrann hjá þér og haltu áfram þaðan.

Auðkenning á sviksamlegum tölvupóstum og vefsíðum

Sviksamlegir tölvupóstar innihalda oft kennimerki Airbnb og falsað Airbnb netfang í „frá“ reitnum.

Sviksamlegir tölvupóstar gætu einnig innihaldið texta úr raunverulegum tölvupóstum frá Airbnb, svo sem staðfestingu á bókun, staðfestingu á útborgun, bókunaráminningu eða beiðni um að uppfæra notandalýsingu þína. Svikahrappar vonast til að plata þig til að afhenda persónuupplýsingar, sem við myndum aldrei biðja um, með því að láta tölvupóstinn líta út fyrir að vera ósvikinn. Hér eru nokkur atriði til að hjálpa þér að sjá muninn:

Athugaðu hvort hlekkir séu réttmætir

Í sviksamlegum tölvupósti eru hlekkir á falsaðar Airbnb-heimasíður þar sem er reynt að stela upplýsingunum. Ekki smella á hlekki í tölvupósti sem þér finnst ekki vera sannfærandi.

Raunverulegur hlekkur á Airbnb byrjar á https://www.airbnb.com eða veffangi fyrir tiltekið land svo sem https://es.airbnb.com, https://is.airbnb.com, https://www.airbnb.com.at eða https://www.airbnb.co.uk. Ef þú smellir á hlekk sem vísar þér á síðu sem lítur út eins og Airbnb en byrjar ekki á þessum vefföngum er það sviksamleg síða og þú ættir að loka henni.

Athugaðu hvort lénið tilheyri Airbnb

Svikapóstur kemur oft frá lénum sem gætu virst lík svo sem @bnb.com eða @reservation-airbnb.com. Réttmætur tölvupóstur frá Airbnb mun einungis berast frá eftirfarandi lénum:

 • @airbnb.com
 • @airbnbaction.com
 • @airbnblove.com
 • @airbnbmail.com
 • @support-email.airbnb.com
 • @supportmessaging.airbnb.com
 • @airbnb.zendesk.com
 • @e.airbnb.com
 • @express.medallia.com
 • @ext.airbnb.com
 • @guest.airbnb.com
 • @host.airbnb.com
 • @noreply@qemailserver.com
 • @outreach.airbnb.com
 • @research.airbnb.com

Pósturinn er ekki frá Airbnb ef hann kemur ekki frá einu þessara netfanga.

Skoðaðu veffangið

Fylgstu líka sérstaklega vel með stafsetningarvillum í nafni Airbnb. Ef Airbnb er rangt stafsett í veffanginu er vefsíðan fölsuð.

Fylgstu með hvort táknið fyrir hengilásinn sjáist í vafranum

Þú getur séð hvort vefsetur er öruggt með því að athuga hvort lástáknið sé í veffangastiku vafrans. Þetta tákn kemur fram fyrir öll vefsetur Airbnb. Ef þetta tákn er ekki í veffangastikunni er tengingin við vefsetrið ekki örugg og þú ættir ekki að slá inn neinar persónuupplýsingar.

Gættu þín á ógnandi tón

Svikapóstur og svikavefsíður eru oft skrifuð með aðkallandi tón og þar er hótað uppsögn á aðganginum, tapaðri bókun eða seinkun á útborgun ef þú smellir ekki á hlekk eða gefur ekki samstundis tilteknar upplýsingar.

Ef málið er virkilega mikilvægt ættir þú að finna frekari upplýsingar í stjórnborðinu þínu á Airbnb. Tengstu aðganginum þínum og haltu áfram þar ef þú ert í einhverjum vafa um hvort tölvupósturinn er ósvikinn.

Tilkynntu falsaðar vefsíður til Airbnb

Láttu okkur vita ef þú telur þig hafa fundið vefsíðu sem líkist Airbnb með því að tilkynna vefslóð vefsíðunnar á https://reportphishing.net/airbnb/. Þessi síða er einungis til að tilkynna varhugaverðar vefsíður—hún er ekki til að stofna hjálparbeiðni hjá Airbnb og þér verður ekki send staðfesting. Ef þú notaðir sviksamlega vefsíðu eða ef þú hefur áhyggjur af öryggi aðgangsins þíns hafðu þá frekar samband við okkur.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning