Hvað þurfa gestgjafar að hafa í huga varðandi skatta?
Það fer eftir staðsetningu gestgjafa hvort innheimta þurfi staðbundinn skatt eða virðisaukaskatt (VSK) af gestum.
Staðbundinn skattur
Ef þú kemst að því að þú þurfir að innheimta skatt er mikilvægt að gestir fái að vita nákvæmlega hve háan skatt þarf að greiða áður en bókun er gerð.
Gestgjöfum hjá Airbnb stendur sums staðar til að boða að nýta sér þjónustu fyrir innheimtu og skil vegna gistináttaskattsins. Gestgjafar ættu ekki að innheimta gistináttaskattinn sér í þeim umdæmum.
Ef þú ert gestgjafi sem hefur framvísað skattauðkenni rekstrar og viðeigandi skráningarupplýsingum fyrir ferðamannaskatt má vera að þú getir notað verkfæri faggestgjafa til að innheimta skatta beint af gestum.
Þú getur innheimt gistináttaskatta með sértilboði eða í úrlausnarmiðstöðinni ef sjálfvirk innheimta og greiðsla á gistináttasköttum er ekki í boði fyrir skráninguna þína.
Athugaðu: Gistináttaskattur er ekki millifærður miðað við millifærslureglur heldur verður aðeins millifærður með sjálfgefnum útborgunarmáta.
VSK
Ef landið þar sem þú hefur aðsetur er í Evrópusambandinu, Rómönsku Ameríku, Kína eða Suður-Kóreu getur verið að þú þurfir að leggja VSK á veitta þjónustu. Við mælum með því að þú ráðfærir þig við skattráðgjafa í þínu lögsagnarumdæmi ef þig vantar frekari upplýsingar eða aðstoð við að ákvarða upphæð VSK á þjónustuna sem þú veitir.
Airbnb er auk þess skylt að innheimta VSK eða japanskan neysluskatt á þjónustugjaldið í þeim löndum sem skattleggja rafræna þjónustu. Eins og er eru það öll ríki Evrópusambandsins, Albanía, Ísland, Kólumbía, Mexíkó, Noregur, Sádi-Arabía, Suður-Afríka, Sviss og Úrúgvæ.
Airbnb er einnig skylt að innheimta VSK á þjónustugjöldum allra notenda sem gera samning við Airbnb Kína.
Frekari upplýsingar um japanskan neysluskatt (JNS) er að finna hér: Hvað er VSK og hvaða áhrif hefur hann á mig?.
Greinar um tengt efni
- GestgjafiHvernig gengur innheimta og skil Airbnb á gistináttaskatti fyrir sig?Við innheimtum og greiðum sjálfkrafa gistináttaskatta fyrir hönd gestgjafa þegar gestir greiða fyrir bókun í tilteknum umdæmum.
- GestgjafiSkattar og útborganirAirbnb gæti haldið eftir staðgreiðsluskatti vegna þess að þú hefur ekki sent inn upplýsingar um skattgreiðanda. Athugaðu hvað annað gæti taf…
- GestgjafiHvernig sköttum er bætt við skráningarEf þú hefur framvísað viðeigandi skattupplýsingum gæti verið að þú uppfyllir kröfur til að nota verkfæri faggestgjafa til að innheimta skatt…