Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Umsagnir gesta og gestgjafa fyrir gistingu

Umsagnir skipta miklu máli við að byggja upp traust á Airbnb ásamt því að vera mikilvæg leið fyrir gestgjafa og gesti til að veita athugasemdir á báða bóga. Þær hjálpa einnig samfélagsmeðlimum okkar að taka upplýstar ákvarðanir og vita hverju má gera ráð fyrir. Við teljum að sanngjarnt umsagnakerfi sé kerfi sem virðir og stendur vörð um heiðarlegar athugasemdir samfélagsmeðlima og við beitum ýmsum öryggisráðstöfunum til að hjálpa til við að byggja upp traust á umsagnakerfi okkar.

Í uppáhaldi hjá gestum og merkingar

Skráningar þurfa fimm eða fleiri nýlegar umsagnir til að uppfylla skilyrði fyrir merkið í „uppáhaldi hjá gestum“, merkinguna „vinsælustu heimili“ eða flokkun með prósentuhlutfalli. Frekari upplýsingar er að finna í í uppáhaldi hjá gestum og merkingar.

Hvenær þú getur gefið umsögn fyrir gistingu

Gestgjafar og gestir geta aðeins gefið umsagnir fyrir gistingu sem hefur verið bókuð og greidd á Airbnb.

Hvenær má senda inn og birta umsagnir

Gestgjafar og gestir hafa 14 daga frá útritun til að senda inn umsögn. Gestir og gestgjafar geta einnig gefið umsögn fyrir tilteknar bókanir sem felldar eru niður á innritunardeginum sjálfum eða síðar (á miðnætti á tímabelti skráningarinnar).

Umsagnir eru birtar þegar báðir aðilarnir hafa lokið sinni umsögn, eða að loknu 14 daga umsagnartímabilinu, hvort sem kemur fyrst.

Ef gestgjafi fellir niður bókun fyrir innritunardag getur hvorki gestgjafinn né gesturinn gefið dvölinni umsögn.

Svona gefur þú umsögn

Airbnb sendir þér tölvupóst að dvöl lokinni og biður þig um að gefa síðasta gestgjafa þínum eða gesti umsögn. Þú getur einnig skrifað umsögn beint á Airbnb:

  • Ef þú ert gestur opnar þú ferðasíðuna þína eða innhólfið þitt á Airbnb
  • Ef þú ert gestgjafi opnar þú bókanir í dagsflipanum eða skilaboð á Airbnb

Athugaðu: Upplýsingarnar eru byggðar á opinberum upplýsingum á notandasíðu umsagnaraðilans eða öðrum upplýsingum sem umsagnaraðilinn sendi inn til að nýskrá sig á Airbnb eða ganga frá bókun sinni. Hafðu samband við okkur til að fela upplýsingar þínar.

Hvar má nálgast eigin umsagnir

Þegar þú hefur skráð þig inn á aðgang þinn að Airbnb getur þú nálgast umsagnir sem þú hefur fengið og sem þú hefur gefið á opinberu notandalýsingunni þinni.

Ef bókun nær yfir fleiri en einn staðfestan gest mun umsögn gestgjafans birtast á notandalýsingum allra staðfestu gestanna.

Er farið yfir umsagnir?

Airbnb fer ekki yfir umsagnir áður en þær eru birtar. Umsagnir þurfa þó að vera heiðarlegar og tengjast raunverulegri bókun og gætu verið fjarlægðar ef þær brjóta gegn umsagnarreglum okkar.

Við styðjumst einnig við greiningarkerfi sem leitar eftir merkjum þess að umsögn tengist mögulega ekki raunverulegri dvöl. Ef kerfið greinir umsögn sem ber þess merki að vera fölsuð, til dæmis vegna þess að hún tengist ekki raunverulegri dvöl hjá Airbnb eða hún tengist bókun sem var aðeins gerð í þeim tilgangi að hækka einkunn viðeigandi aðila, verður hún fjarlægð.

Að fjarlægja umsögn

Þú getur ekki fjarlægt umsögn sem skrifuð er um þig eða heimili þitt en þú getur tilkynnt umsögnina til okkar ef þú telur hana brjóta gegn umsagnarreglunum. Við erum þeirrar skoðunar að hver aðili eigi rétt á að aðskildir fulltrúar yfirfari mál viðkomandi en Airbnb mun ekki yfirfara málið oftar en tvisvar. Umsagnir sem brjóta gegn umsagnarreglum okkar verða fjarlægðar og bæði gesturinn og gestgjafinn verða upplýstir um ákvörðunina þegar henni er framfylgt.

Umsagnarreglunum er ætlað að standa vörð um umsagnakerfið okkar með því að fjarlægja umsagnir sem eru falskar, endurspegla ekki beina upplifun eða segja ekki rétt frá, en þó aðallega til að gera fólki kleift að deila reynslu sinni og skoðunum af tiltekinni dvöl með öðrum meðlimum samfélags okkar.

Þú getur fjarlægt umsögn sem þú birtir ef hún endurspeglar ekki lengur upplifun þína sem gestur eða gestgjafi.

Að breyta umsögn

Við stuðlum að heiðarlegum og hlutlausum umsögnum með því að takmarka möguleika gestgjafa og gesta á að breyta umsögn eftir að hún hefur verið skrifuð.

  • Ef þú ert fyrri til að senda inn umsögnina getur þú breytt henni hvenær sem er innan 14 daga umsagnartímabilsins eða þar til hinn aðilinn sendir inn sína umsögn
  • Þegar báðar umsagnirnar hafa verið sendar inn eða 14 daga umsagnartímabilinu er lokið, hvort sem kemur á undan, verða báðar umsagnirnar sjálfkrafa birtar og þá verður ekki lengur hægt að breyta þeim
  • Bæði umsagnir gesta og gestgjafa eru birtar samtímis og ekki er hægt að breyta þeim eftir að þær eru birtar (þar af leiðandi getur hinn aðilinn ekki lesið umsögnina þína og breytt eigin umsögn í kjölfarið)
  • Þú getur ekki óskað eftir breytingum á umsögn sem skrifuð er um þig en þú getur haft samband við okkur til að óska eftir breytingu á því hvernig tiltekið persónufornafn er notað til að lýsa þér í umsögninni

Að svara umsögn

Þú getur birt opinbert svar við umsögn sem aðrir hafa skrifað um þig svo lengi sem þú fylgir umsagnarreglum okkar.

Birting umsagna, leit og röðun

Umsagnir birtast sjálfkrafa eftir tímaröð þannig að nýjasta umsögnin komi fram fyrst. Notendur fá einnig verkfæri til að leita að umsögnum með leitarorðum (s.s. hreinlæti, nethraða, staðsetningu o.s.frv.) og flokka umsagnir eftir tímaröð, hæstu eða lægstu einkunn.

Einkunnir umsagna

Stjörnugjöf tiltekins gests á bilinu ein til fimm stjörnur, fyrir dvölina í heild sinni, kemur fram við hverja umsögn. Við heildareinkunnina birtast stjörnueinkunnir fyrir undirflokka. Við sýnum einnig meðaleinkunn fyrir hvern af eftirfarandi undirflokkum: Hreinlæti, nákvæmni, innritun, samskipti, staðsetningu og virði.

Nánari upplýsingar höfund umsagnar og tiltekna ferð

Til að ákvarða hvort tiltekið heimili henti þínum þörfum getur þú nálgast upplýsingar um gestina sem gistu á heimilinu og gáfu umsögn fyrir, svo sem:

  • Borgina, landið, heimsálfuna eða svæðið sem viðkomandi er frá
  • Dvalardag (t.d.: Júní 2024, fyrir þremur vikum, í dag o.s.frv.)
  • Tegund ferðar (t.d.: Dvaldi með börnum, hópi eða gæludýrum)
  • Dvalarlengd (t.d.: Ein nótt, nokkrar nætur, um það bil vika eða rúm vika)

Athugaðu: Upplýsingarnar verða byggðar á opinberum upplýsingum á notandasíðu umsagnaraðilans eða öðrum upplýsingum sem umsagnaraðilinn sendi inn til að nýskrá sig á Airbnb eða ganga frá bókun sinni. Hafðu samband við okkur til að fela upplýsingar þínar.

Svona flokkar þú umsagnir: 

  1. Smelltu á skráninguna sem þú hefur áhuga á
  2. Smelltu á umsagnir
  3. Smelltu til raða eftir: Nýjustuumsögnunum, umsögnunum með hæstu einkunn eða lægstu einkunn
Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning