Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig virka umsagnir fyrir gistingu?

  Gestgjafar og gestir sem hafa lokið dvöl sinni á Airbnb skrifa allar umsagnirnar á Airbnb. Gestir eru einnig beðnir um að gefa stjörnur til viðbótar við skriflega umsögn.

  Þú hefur 14 daga frá brottför til að skrifa umsögn um ferðina. Umsagnir eru ekki birtar fyrr en báðar umsagnirnar eru tilbúnar eða að loknu 14 daga umsagnartímabilinu svo að athugasemdirnar verði hlutlausar og heiðarlegar.

  Að skrifa umsögn

  Opnaðu þínar umsagnir til að skrifa umsögn um síðustu ferð.

  Umsagnir mega ekki vera lengri en 1000 orð og fara verður að umsagnarreglum Airbnb. Bestu umsagnirnar eru með upplýsingum sem gagnast gestgjöfum og gestum framvegis. Þú getur til dæmis sagt frá samskiptum við gest þinn, gestgjafa eða samstarfsaðila og gestir geta lagt áherslu á það sem gerði gistinguna sérstaka (eins og hreinlæti, natni gestgjafa eða þægindi).

  Þú getur einnig valið um að skrifa einkaathugasemd fyrir gestgjafann eða gestinn þegar þú skrifar umsögn. Þessum einkaathugasemdum er deilt um leið og umsagnirnar eru birtar.

  Umsagnir um hópa

  Ef fleiri en einn staðfestur gestur bóka saman skrifar gestgjafinn umsögn um þann gest sem gekk frá bókuninni. Þessi umsögn verður samt birt við notendalýsingar allra gestanna sem staðfestu bókunina.

  Að finna fyrri umsagnir

  Til að lesa umsagnir sem þú eða aðrir hafa skrifað opnarðu þínar umsagnir í vafra. Þú sérð einnig allar einkaathugasemdir sem fólk hefur sent þér.

  Að svara eða andmæla umsögn

  Samfélag okkar reiðir sig á hreinskilnar og gagnsæjar umsagnir. Kynntu þér hvernig umsögn er svarað eða hvernig tilkynnt er um umsögn sem þú telur brjóta gegn umsagnarreglum okkar.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?
  Greinar um tengt efni