Traust og öryggi

Öryggi þitt er í forgangi hjá okkur

Um 2 milljónir gesta gista hverja nótt á heimilum á Airbnb í 100.000 borgum um allan heim. Það er úr meira en 6 milljónum skráninga að velja í 191 landi. Þetta er meira úrval en hjá fimm stærstu hótelkeðjunum samanlagt.

Hvað gerir þetta allt mögulegt? Traust.

Öryggið er lykilatriði

Airbnb er hannað með öryggi í huga, bæði á netinu og á staðnum

Áhættueinkunn

Öllum bókunum á Airbnb er gefin áhættueinkun áður en þær eru staðfestar. Við notum forspárgerð og vélanám til að meta hundruðir merkja samstundis en það gagnast okkur við að flagga og rannsaka varhugaverð mál áður en þau rætast.

Eftirlitsskrá og bakgrunnsskoðun

Skimunarkerfi geta aldrei verið fullkomin en við berum gestgjafa og gesti saman við eftirlitsskrár vegna reglufylgni, hryðjuverka og annarra viðurlaga. Við skoðun einnig bakgrunn gestgjafa og gesta í Bandaríkjunum.

Viðbúnaður

Við höldum vinnufundi um öryggi með gestgjöfum og leiðandi sérfræðingum á hverjum stað og hvetjum gestgjafa til að gefa gestum mikilvægar staðbundnar upplýsingar. Við útvegum gestgjöfum einnig reyk- og kolsýringsskynjara endurgjaldslaust fyrir heimilið sitt ef þeir vilja.

Öruggar greiðslur

Öruggi verkvangurinn okkar tryggir að gestgjafanum berist greiðslur; og þess vegna förum við alltaf fram á að þú greiðir í gegnum Airbnb en millifærir aldrei beint á neinn.

Aðgangsvernd

Við beitum fjölda öryggisráðstafana til að tryggja aðganginn þinn að Airbnb, þ.m.t. að nota fjölþátta sannvottun þegar einhver innskráir sig úr nýjum síma eða tölvu og við sendum út viðvarandir þegar breytingar eru gerðar á aðgangi.

Svindlvarnir

Notaðu alltaf vefsíðu eða app Airbnb til að ganga beint frá greiðslu og eiga í samskiptum. Ef þú heldur öllu ferlinu innan Airbnb (allt frá samskiptum, til bókunar, til greiðslu) nýtur þú góðs af öllum verndarráðstöfunum okkar.

Vertu með á hreinu við hverju er að búast

Við hjálpum þér að finna upplýsingar um heimili, upplifanir, gesti og gestgjafa áður en bókað er
Mynd af útliti fyrir skjá síma
Mynd af notandalýsinguMynd af notandalýsinguMynd af notandalýsingu

Notendalýsingar

Allir á Airbnb eru með notandalýsingu svo að gestir og gestgjafar geti kynnst hvor öðrum. Ef þú vilt bóka eign eða taka á móti gestum þarftu að gefa Airbnb upplýsingar um fullt nafn, fæðingardag og -ár, símanúmer, greiðslur og netfang.

Örugg boðskipti

Þú getur kynnst gestgjöfum og gestum með örugga skilaboðakerfinu okkar og spurt spurninga fyrir fram um eignir og upplifanir. Þegar gengið hefur verið frá bókun er þægilegt að eiga þar samskipti um atriði eins og innritun og leiðarlýsingu.

Umsagnir

Ef þú vilt vita hvað öðrum fannst um mögulegan gest, gestgjafa, heimili eða upplifun er nóg fyrir þig að skoða umsagnirnar. Gestir og gestgjafar geta ekki gefið umsögn nema að bókun lokinni svo að þú getur verið viss um að athugasemdirnar byggja á raunverulegri reynslu fólks.

Notendalýsingar

Allir á Airbnb eru með notandalýsingu svo að gestir og gestgjafar geti kynnst hvor öðrum. Ef þú vilt bóka eign eða taka á móti gestum þarftu að gefa Airbnb upplýsingar um fullt nafn, fæðingardag og -ár, símanúmer, greiðslur og netfang.

Örugg boðskipti

Þú getur kynnst gestgjöfum og gestum með örugga skilaboðakerfinu okkar og spurt spurninga fyrir fram um eignir og upplifanir. Þegar gengið hefur verið frá bókun er þægilegt að eiga þar samskipti um atriði eins og innritun og leiðarlýsingu.

Umsagnir

Ef þú vilt vita hvað öðrum fannst um mögulegan gest, gestgjafa, heimili eða upplifun er nóg fyrir þig að skoða umsagnirnar. Gestir og gestgjafar geta ekki gefið umsögn nema að bókun lokinni svo að þú getur verið viss um að athugasemdirnar byggja á raunverulegri reynslu fólks.

Við erum til reiðu ef þú þarft á okkur að halda

Við erum með starfsfólk til reiðu allan sólarhringinn og um allan heim sem talar 11 mismunandi tungumál. Þau geta aðstoðað þegar þarf að endurbóka, varðandi endurgreiðslur, gestgjafaábyrgð upp að USD 1 milljón og trygginar fyrir bæði heimili og upplifanir.

Hafðu bara samband ef það er eitthvað sem við getum gert fyrir þig.