Endurhönnuð verðtól má nú nálgast í dagatalinu þínu á Airbnb

Ítarlegri sundurliðun á verði og betri afslættir auðvelda umsjón með verðinu.
Airbnb skrifaði þann 17. jan. 2024
2 mín. lestur
Síðast uppfært 25. maí 2023

Athugasemd ritstjóra: Þessi grein var birt sem hluti af sumarútgáfu Airbnb 2023. Upplýsingar gætu hafa breyst frá fyrstu birtingu. Frekari upplýsingar um nýjustu útgáfu okkar.

Athugasemdir gestgjafa veittu okkur innblástur til að sameina öll verðtólin í dagatalinu. Nú getur þú breytt verði og framboði ásamt því að fara yfir afslætti eða kynningartilboð hjá þér frá sama staðnum.

Við sýnum þér hvað gestir greiða og þú færð í tekjur, óháð því hvaða tól þú nýtir þér til að hafa umsjón með verðinu. Nú er einnig auðveldara að stilla afslætti. Þú færir einfaldlega rennistikuna til eða frá og meðalverðið fyrir viku eða mánuð breytist í samræmi við stilltan afslátt.

Ítarlegri sundurliðun á verði

Sem gestgjafi ræður þú alltaf verðinu hjá þér. Það er gagnlegt að vita hvernig verðið hjá þér birtist gestum í leit þar sem gistináttaverðið sem þú stillir er ekki það sama og heildarverðið sem gestir greiða.

Heildarverð gests felur í sér öll gjöld, fyrir skatta, nema á svæðum eða löndum þar sem gildandi reglugerðir gera kröfu um að skattar séu einnig birtir. Skilningur á því hvað felst í heildarverðinu getur hjálpað þér að bjóða gott virði á sama tíma og þú vinnur að tekjumarkmiðum þínum.

Á næstu vikum munum við innleiða endurbætt tól fyrir sundurliðun verðs. Þú velur einfaldlega fjölda gistinátta í dagatalinu til að fá sundurliðun á heildarverði gests fyrir tilteknar dagsetningar. Sundurliðun verðsins felur í sér gistináttaverð, gjöld, afslætti og kynningartilboð ef slíkt er til staðar, skatta og tekjur þínar.

Veldu dagsetningu í dagatalinu til að uppfæra verðið og fá sundurliðun á verðinu sem gestur kemur til með að greiða ásamt tekjuupphæð þinni.

Veldu lausan dag eða tímabil í dagatalinu. Fyrir neðan gistináttaverðið er hnappur sem birtir heildarverðið sem gestur kæmi til með að greiða fyrir þá bókun. Með því að pikka eða smella á hnappinn birtist sundurliðun á verðinu og tekjum þínum.

Endurbættur viku- og mánaðarafsláttur

Þú getur aukið tekjurnar og minnkað umstangið á milli bókana með því að bjóða afslátt fyrir viku- og langdvöl. Þið hafið sagt okkur að það sé erfitt að átta sig á því hvernig afsláttur hefur áhrif á verð og tekjur.

Þegar afsláttur er stilltur birtist þér tillaga sem miðast við eignina sjálfa og eftirspurn á sambærilegum eignum í nágrenninu. Til að breyta upphæðinni er nóg að færa rennistikuna til eða frá. Þetta breytir meðalverði fyrir viku- og mánaðardvöl ásamt tekjum þínum samstundis í samræmi við afsláttinn.

Rennistikan fyrir afslátt er aðgengileg með því að opna afslætti í verðflipanum og velja viku- eða mánaðarafslátt. Þú getur einnig bætt afslætti við með því að slá inn númer við hliðina á prósentumerkinu.

Kynntu þér þessi tól nánar í fræðsluefni okkar varðandi verðlagningu. Fáðu forsýn til að byrja að nota þessi tól ásamt öðrum nýjum tólum sem eru hluti af sumarútgáfu Airbnb 2023 og 25 uppfærslum fyrir gestgjafa.

Airbnb
17. jan. 2024
Kom þetta að gagni?