Athugasemdir frá samfélagi okkar voru innblástur þessara uppfærslna á Airbnb

Fáðu upplýsingar um nýjar leitarsíur, gagnsæi verðs og vottaðar skráningar.
Airbnb skrifaði þann 20. sep. 2023
3 mín. lestur
Síðast uppfært 22. sep. 2023

Frá sumarútgáfu okkar árið 2023 höfum við gert ýmsar uppfærslur sem byggjast á helstu tillögum gesta og gestgjafa. Brian Chesky, forstjóri Airbnb, sagði frá aðalatriðunum á samfélagsmiðlum í dag. Eftirfarandi grein lýsir því hvað þau fela í sér fyrir gestgjafa.

Leit og síur

Gestir hafa sagt að það geti verið erfitt að finna laus heimili á vinsælum dögum. Ný hringskífa neðst í leitarniðurstöðum sýnir gestum sjálfkrafa fleiri skráningar sem uppfylla viðmið þeirra ef ferð viðkomandi nýtur sveigjanleika. Niðurstöðurnar koma fram undir fyrirsögninni „lausar eignir á svipuðu tímabili“. Auknir valkostir gætu leitt til fleiri bókana hjá gestgjöfum með framboði á þeim tíma.

Við höfum bætt við þeim tveimur leitarsíum sem helst var óskað eftir til að gestir eigi auðveldara með að finna gæludýravæn heimili og eignir með rúmum í king-stærð. Yfir fjórðungur skráninga á Airbnb heimila gæludýr og yfir ein milljón býður upp á rúm í king-stærð. Uppfærðu húsreglurnar hjá þér til að heimila gæludýr eða bæta rúmi í king-stærð við þægindin til að auka líkurnar á því að skráningin þín birtist í leit þegar síað er eftir þessum atriðum.

Gagnsæi verðs

Yfir átta milljónir gesta hafa bókað ferðir með eiginleikanum til að „sýna heildarverð“ frá því að við kynntum hann í desember 2022. Heildarverð felur í sér gistináttaverð fyrir valda daga, ásamt öllum gjöldum fyrir skatta. (Skattar eru innifaldir þar sem þess er krafist samkvæmt staðbundnum reglugerðum.) Þessi eiginleiki hjálpar gestum að átta sig á því hve mikið þeir koma til með að greiða fyrir ferðina.

Sumir gestgjafar eru að breyta heildarverði sínu í takt við eftirspurn. Skráningar þar sem verði var breytt fjórum sinnum árið 2022 voru með yfir 30% fleiri bókaðar gistinætur á síðasta ári, miðað við skráningar þar sem verði var ekki breytt.*

Nýjustu gögn Airbnb sýna einnig að:

  • Verðið fyrir eign með einu svefnherbergi á Airbnb var 1% lægra í júlí 2023, miðað við júlí árið 2022. Á sama tímabili hækkaði verð á hótelherbergjum um allan heim um 10% samkvæmt CoStar, leiðandi aðila á sviði markaðstengdra fasteignaupplýsinga.

  • Gestgjafar fleiri en 260.000 skráninga hafa tekið ræstingagjald sitt út eða lækkað það frá 1. janúar 2023. Þetta er til viðbótar við næstum þrjár milljónir skráninga á Airbnb sem eru ekki með ræstingagjald eins og er.

Verðtólin í dagatalinu geta hjálpað þér að fylgjast með þróun á þínu svæði. Þú getur borið saman meðalverð álíka eigna í nágrenninu og breytt verðinu hjá þér, afslætti eða ræstingagjaldi hvenær sem þú vilt.

Kynntu þér fræðsluefnið okkar til að fá ábendingar um hvernig þú getur mótað verðstefnu þína.

Þjónustuver

Gestgjafar og gestir vilja styttri biðtíma og hraðari úrlausnir þegar þeir hringja í þjónustuverið. Markmið okkar er að bjóða stöðugt upp á frábæra þjónustu, án tafar, strax í fyrsta skiptið sem hringt er í þjónustuverið.

Í sumar svöruðum við 94% símtala innan tveggja mínútna, á ensku og níu öðrum tungumálum.** Frá og með nóvembermánuði komum við þér í samband við þann fulltrúa sem best er fallinn til þess að leysa úr máli þínu sem fyrst. Hver sá sem stígur inn í málið til að veita frekari aðstoð mun hafa aðgang að atvikasögu þannig að þú þurfir ekki að endurtaka málsatvik.

Vottaðar skráningar

Gestir vilja ekki þurfa að hafa áhyggjur af því hvort litla einbýlið við ströndina sem þeir bókuðu, sé í raun á ströndinni. Ónákvæmar og falskar skráningar rýra traust á Airbnb og skaða allt samfélagið okkar.

Við hefjum vottun á staðsetningu allra skráninga innan Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu, Bretlands og Frakklands síðar á árinu og síðan í 30 löndum til viðbótar næsta haust. Merki munu byrja að koma fram á vottuðum skráningum í febrúar 2024.

Flestar skráningar verða vottaðar sjálfkrafa. Gestgjafar þurfa ekki að aðhafast neitt að svo stöddu. Við höfum samband við þig ef við þurfum frekari upplýsingar.

Fylgstu með fleiri nýjum eiginleikum sem væntanlegir eru í nóvember.

*Miðað við skráningar á heimsvísu (að Kína, Hvíta-Rússlandi, Rússlandi og Úkraínu undanskildum) sem voru með eina eða fleiri lausar nætur frá janúar til desember 2022 og voru ekki með kveikt á snjallverði. Aðrir þættir hafa áhrif á bókaðar gistinætur.

**Önnur tungumál eru spænska, franska, þýska, ítalska, portúgalska, rússneska, mandarín kínverska, kóreska og japanska.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
20. sep. 2023
Kom þetta að gagni?