Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Veldu bókun á ferðasíðunni til þess að finna valmöguleika fyrir afbókanir og endurgreiðslu. Reglur okkar um gildar málsbætur eiga aðeins við um tilteknar bókanir. Við setjum inn fréttir 1. og 15. dag hvers mánaðar.
  Undirstöðuatriði Airbnb

  Hvernig get ég gert lykilorð mitt öflugt?

  Ef notað er traust lykilorð fyrir aðgang að Airbnb er erfiðara fyrir fólk að fá aðgang að honum á þíns leyfis. Þú ættir að velja lykilorð sem þú átt auðvelt með að muna en erfitt er fyrir aðra að geta sér til um.

  Búa til einstakt lykilorð

  Gakktu úr skugga um að lykilorð þitt á Airbnb sé annað en þú notar fyrir önnur vefsvæði, eins og til dæmis tölvupóstinn þinn, bankareikning eða samfélagsmiðla. Sé það gert eru minni líkur á að átt verði við aðganginn þinn að Airbnb.

  Notaðu minnst 8 stafi og forðaðu almennar samsetningar

  Búðu til lykilorð sem er minnst 8 stafir og reyndu að nota saman bókstafi, tölustafi og nokkur sértákn (t.d. #, $, , !). Góð leið til að útbúa sterkt lykilorð er að skeyta saman mörgum mismunandi orðum og táknum í setningu; því lengra sem lykilorðið er því erfiðara er að giska á það. Forðastu algeng orð og ekki nota samsetningu orð+tölustafs. Þessi samsetning er of oft notuð til að vera traust.

  Fáðu þér lykilorðastjóra

  Lykilorðastjórar eru gagnleg tól til að vista og skipuleggja lykilorðin þín. Ef notast er við slíkt er einfaldara að vera með traust, einstakt lykilorð fyrir hvern aðgang þinn á Netinu.

  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?
  Finnurðu ekki það sem þig vantar?
  Finndu efni fyrir tiltekna flokka í þessum hlutum hjálparmiðstöðvarinnar.