Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvaða lagaleg, skattaleg og reglugerðarmálefni ætti ég að velta fyrir mér áður en ég gerist gestgjafi á Airbnb?

  Skilningur á þeim lögum sem gilda í borginni þinni er mikilvægur við ákvörðun um hvort þú viljir gerast gestgjafi á Airbnb.

  Í sumum borgum eru lög sem takmarka möguleika gestgjafa á að hýsa gesti til skamms tíma gegn greiðslu. Þessi lög eru oft hluti af svæðisskipulagi eða stjórnsýslureglum borgarinnar. Í mörgum borgum þarftu að skrá þig eða fá leyfi áður en þú setur eign á skrá eða tekur á móti gestum. Ákveðnar tegundir skammtímaleigu geta einnig verið með öllu óheimilar. Stjórnvöld á hverjum stað framfylgja lögunum einnig með mjög mismunandi máta. Refsingar geta verið sektir eða önnur viðurlög.

  Reglurnar geta valdið ruglingi. Við erum að vinna með stjórnvöldum um allan heim með það að leiðarljósi að einfalda þessar reglur og skýra út svo allir hafi góðan skilning á innihaldi þeirra.

  Í sumum skattumdæmum sér Airbnb um að reikna út, innheimta og greiða gistináttaskatt á staðnum fyrir hönd gestgjafa. Útreikningur á gistináttaskatti er mismunandi í hverju umdæmi og við leggjum hart að okkur við að bjóða fleiri gestgjöfum um allan heim þessa þjónustu.

  Við biðjum þig um að kynna þér í millitíðinni þau lög sem eru í gildi í þinni borg áður en þú skráir rýmið þitt á Airbnb. Frekari upplýsingar um lög og reglur í þinni borg eru mögulega í hlutanum fyrir reglur í þinni borg á síðunni okkar um ábyrga hýsingu.

  Með því að samþykkja þjónustuskilmálana okkar og virkja skráninguna þína ertu að samþykkja að þú munir fara að þeim lögum og reglum sem eiga við þar sem þú ert.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?
  Greinar um tengt efni