Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestgjafi

Að stofna aftur niðurfellda bókun fyrir gest

Þú hættir við bókun gests þíns en hlutirnir hafa breyst og þú getur tekið á móti viðkomandi núna. Gestgjafinn hætti við bókunina en vill núna endurheimta hana.

Ekki er hægt að afturkalla eða fá aftur niðurfelldar bókanir en þú getur haft aftur samband við gestinn og fengið hann til að bóka upp á nýtt. 

Ef þú hættir við bókun gests þíns

Hafðu í huga að gesturinn þinn gæti þegar hafa bókað aðra gistingu eða ekki haft áhuga á að bóka eignina þína aftur.

Þú getur sent viðkomandi skilaboð og spurt hvort áhugi sé á að bóka aftur og hvort viðkomandi samþykki forsendur bókunarinnar (t.d. gistináttaverð og afbókunarreglu). Þú getur sent sértilboð með umsömdum bókunarupplýsingum eftir að þið hafið komist að samkomulagi. Gesturinn hefur 24 klukkustundir til að nýta sér sértilboðið og bókunin er staðfest sjálfkrafa þegar því er lokið.

Til að hjálpa þér að fá bókunina getur þú alltaf sent sértilboðið með afslætti til að bæta upp truflunina sem gæti hafa orðið vegna afbókunarinnar.

Ef gesturinn hefur hætt við bókunina sína

Ef gesturinn þinn hætti við bókunina en hefur látið í ljós að hann vilji endurheimta hana getur hann bókað aftur ef eignin þín er enn laus.

Gesturinn getur bókað eignina þína eins og venjulega eða þú getur sent sértilboð með bókunarupplýsingunum sem þú og gesturinn hafið sammælst um. Viðkomandi hefur 24 klukkustundir til að nýta sér sértilboðið og bókunin er staðfest sjálfkrafa þegar því er lokið.

Bjóða gestinum þínum endurgreiðslu vegna upphaflegrar afbókunar

Ef gesturinn fékk ekki endurgreitt að fullu vegna afbókunarreglunnar og þess hve stutt var í innritunina getur þú alltaf sent viðkomandi sértilboð með afslætti til að bæta upp það sem gesturinn hefur þegar greitt.

Þú getur einnig endurgreitt gestinum fyrir niðurfelldu bókunina með því að nota úrlausnarmiðstöðina. Frekari upplýsingar um hvernig þú getur endurgreitt gestinum þínum.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning